Örfréttir af okkur

Vá væri löngu búin að missa vinnuna ef ég stæði mig svona þar hmmmm, en sem betur fer eru bloggskrif mín eingöngu ánægjunar vegna Wink

Helst í fréttum núna er að ég er nýkomin úr tveggja vikna yndælis sumarfríi. Við fjölskyldan byrjuðum á að slappa af og taka því rólega að mig minnir síðan brunuðum við til Hamborgar og eyddum tveimur dögum þar án Péturs sem þurfti að vinna vinna vinna......duglegur strákurinn. Við fengum íbúðina sem hann hefur lánaða og var það mjög ljúft, aðeins meira líf heldur en í Ulkebøldam þar sem íbúðin er hérumbil á Rebebahnanum fyrir þá sem þekkja það hverfi Hamborgar Wizard Þegar við vorum þarna var líka HM í fullum gangi og Þýskaland átti einmitt leik þegar við vorum þarna og þvílík stemning í loftinu, veit ekki hvernig þetta hefði verið ef þeir hefðu unnið sem þeir gerðu ekki í þetta skiptið. Dömurnar á Rebebahnanum voru ýmist klæddar höttum eða pilsvafningum í fánalitunum. Þennan dag sem leikurinn var höfðum við fundið þetta fína sundlaugarland (Festland)sem við ákváðum að drífa okkur í. Það var þó einn hængur á við vorum ekki með sundföt og þar sem við erum ennþá fyrir sundföt ahaha þá drifum við okkur með lestinni í HM og redduðum þessu á einu augabragði, geri aðrir betur. Sundföt versluð á gæðaprís (útsölu) á alla fjölskylduna á ja hverju skal ég ljúga 45 mín með mátun Grin Feslandið sveik ekki svo þessi HM ferð var vel þess virði. Við tókum líka langan rúnt með Garminin okkar sem var enn áttavilltari en eigendurnir en samt ágætis túr um Hamborg sem endaði með næstum bremsulausum bíl loksins þegar við höfðum fundið þennan fína veitingastað sem hentaði hmmmm (frúnni). Já já maður  verður að vita hvað maður vill.... Bíllinn virtist líka hafa tekið þá ákvörðun að á dönsk númer færi hann ekki nema í toppstandi svo nú 7.9.13 ætti hann að vera það eftir góða upphalningu. Kobbi keyrði samt bílinn til Dk og gekk það ljómandi. Ég og Blædís Björt fórum síðan samferða Pétri til Íslands, tókum lestina frá Hamborg og til Berlín og flugum þaðan. Við urðum svo heppin að kynnast skemmtilegum íslendingum strax í lestinni þegar við vorum að leita okkur að sæti og auðvitað plöntuðum við okkur bara hjá þeim. Það var jú pláss. Við veðjuðum á réttan hest þar því þetta var afbragðs fjölskylda, hjón með eitt barn. Þarna uppgötvuðum við enn og aftur hvað Ísland er lítið þrátt fyrir að vera "stórasta land í heimi" Smile Við þekktum bókstaflega sama fólkið a.m.k að miklum hluta. Við urðum samferða alla leið á klakann og eigum við sannarlega eftir að vera í sambandi við þau þar sem þau búa rétthjá Cuxhaven í Þýskalandi. Við Pétur héldum síðan í stuttu máli á frábært ættarmót sem við ásamt góðri nefnd sáum um. Mótið heppnaðist að okkar mati í alla staði vel með góðri samvinnu. Ég var líka heppin að ná á vinkonum mínum í Reykjavík en með góðri skipulagningu er ýmislegt hægt.  

Kobbi og Amanda Ösp komu ekki með að þessu sinni til ísl. heldur eyddu tímanum í sól og sælu í Dk. Blædís Björt varð síðan eftir hjá ömmu sinni þar sem henni þótti ekki merkilegt að fara til Íslands án viðkomu á Akureyri. Hún hefur líka haft í nógu að snúast með vinkonum sínum þar, ömmu sinni og strórfjölskyldunni. Eitt af þó nokkrum símtölum sem ég hef átt við hana síðan ég kom til Dk á miðvikudaginn endaði þannig að hún sagði "mamma nú skaltu bara fara að sofa, ég vil ekki byrja að sakna þín (semsagt ef hún talaði við mig lengur), dramadrottning daman en skynsöm Joyful Þær koma síðan til Danmörku 2 ágúst og verðum við þá verulega farin að sakna þeirra. Palli frændi kemur líklega með þeim ekki amarlegt að fá fylgdarsvein með þeim ....

Kobba gekk ljómandi vel í skólanum og erum við auðvitað mjög stolt af honum, heilmikið átak að rífa sig svona úr vernduðu umhverfi he he og í nám og það á dönsku. Segi bara áfram svona...Hann og Amanda Ösp eru síðan í sumarfríi núna í blíðunni og þarf Kobbi held ég bráðum verkefnalista svo honum leiðist ekki. Óvanur að vera ekki í smíðagallanum ja a.m.k stóran hluta sumars. Hann byrjar reyndar aftur í skólanum 2. ágúst svo þetta verður fljótt að líða.

Núna er síðan nýkomin afgiftin (tollurinn) af bílnum okkar. Jú jú Danmörk er eini staðurinn í heiminum sem hefur þessa svokölluðu afgift. Við fengum leyfi í eitt ár til að hafa bílinn en það getur fólk sótt um ef það telur að það muni ekki vera lengur en eitt ár sem við auðvitað sögðum hóst hóst (stóð nú alltaf til að vera lengur en það en enginn veit það fyrr en eftir ár Smile Stóri viðbúni afgiftarreikningurinn kom síðan daginn sem ég kom frá Ísl. en fólk sem er í skóla er gert kleift að borga þetta á 8 árum og þá 4x á ári. Svo við byrjum á því en erum að vinna í málinu (meira af því síðar).

Þetta var það helsta en sumarið lofar góðu bæði í veðri og vindum

Eigið gott sumar kæru vinir

sólarkveðjur Ragna V og fj.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband