Held að Amanda Ösp sé skófíkill !

Eins og fyrirsögnin gefur til kynna hefur Amanda Ösp gríðarlegan áhuga á skóm sem hefur ágerst mikið síðan við komum hingað til DK eða hún hefur útfært þennan áhuga sér til skemmtunar í óþökk starfsfólks leikskólans sem hún er á. Fyrir þó nokkrum vikum fór að bera á því þegar við sóttum hana að hún væri skólaus úti (jú jú það má allt á leiksólunum í Danmörku) en þau eru mjög mikið úti. Hún er þá búin að fela skóna sýna þegar við komum, henda þeim út fyrir girðinguna eða eitthvað slíkt. Oft og iðulega fer ég með hana heim í sokkaskónum hennar (inniskónum sem amma hennar gaf henni) en í þeim er hún úti þegar allir aðrir skór eru týndir. Ég hef auðvitað tekið labb um útisvæðið með dömunni og athugað hvort hún gæti gefið mér einhverjar vísbendingar hvar skórnir væru en án árangurs. En góðu fréttirnar eru þær að allir skór eru komnir í leitirnar núna Smile en þeir hafa verið týndir viku og viku a.m.k annar skórinn og það af glænýjum skóm hummmm Fyrir helgina var þetta þó orðið enn stærra mál þá var Amanda farin að taka annarra barna skó einnig með lítilli gleði starfsfólks leikskólans og einhverra fúlla foreldra. Deildarstórinn eldri kona sem búin er að vinna þarna í mörg herrans ár kom og bað mig að tala við Amöndu Ösp því þær væru búnar að vera sveittar að hafa uppá 8 skópörum þann daginn Wink og einnig voru týndir skór frá einu pari eins stráksFrown  Ég tók dömuna á tal þegar heim var komið og sem betur fer hefur ekki borið á þessu síðan þvílíkur og slíkur agi er greinilega hér á heimilinu fyrst þessi umræða dugði ekki satt Grin Nú er skæruliðinn kominn í þriggja vikna sumarfrí af leikskólanum og örþreyttu leikskólakennararnir líka, vona að þær hvíli sig svo þær verði tilbúnar í átök vetrarins he he GetLost þetta var semsagt af Amöndu og skómálunum.

Annars er bara helgin tekin í rólegheitum hér enda komin tími á það. Svo eigum við von á nýgiftu hjónum næsta föstudag það verður gaman að sjá þau svona nýgift Smile Erla Vala er hjá okkur til 31 júlí en þá fær hún íbúðina hér á Jörgens, Palli kemur líklega líka í komandi viku ekki leiðinlegt finnst Blædísi Björt. 

Dagarnir þjóta áfram einn af öðrum og á meðan leiðist mér ekki og það er frábært. Við systur höfum líka verið að finna hér útúr gardínumálum og svo smá húsmálum, keypti eitt stykki þvottavél í gær Zanussi og sóttum við systur hana á rauða drekanum til Padborgar.

Annars er búið að vera Ringriderfestival hér um helgina sem ég og Blædís Björt ásamt fylgdarliði kíktum á á föstudaginn rosa flott skrúðganga með hestum og lúðrasveitum frá 14 löndum. Við komum svo við á svæðinu og Blædís fór í nokkur tývolí tæki. 

knús og klem frá SDB og munið að skrifa í ATHUGASEMDIR EÐA GESTABÓKINA ekki vera feiminn

Ragna Valdís  


Amanda Ösp orðin 3 ára og ég enn síung;) Vatnsberinn segir í dag: Stundum getur hugurinn verið of langt á undan líkamanum og þá er nauðsynlegt að leita sér einveru til íhugunar

Amanda Ösp litli ormurinn minn varð semsagt þriggja ára síðasta laugardag við gerðum okkur dagamun og fórum á stönd niður í þýskalandi með köku og tilheyrandi. Pétur, Þórunn, Erla Vala og Blædís Björt komu þangað einnig, en þær frænkur skelltu sér til Hamborgar á fimmtudag. Amanda Ösp fílaði sig fínt á ströndinni enda nóg af leiktækjum. Við vorum með stóran pakka handa henni en við gáfum henni hjól svona "labbihjól" það heitir það allavegna hjá mér Wink Hún er búin að vera mikið á því bæði hér inni og úti síðan ................. Annars tók það tímana tvenna fyrir Hamborgarana að finna stöndina enda enginn navigator þar á ferð. Ég sagði þeim bara að beygja hjá Harrisle skilti og hjá Fleggaard og þá komin BANG en þetta voru víst leiðbeiningar sem hentuðu ekki..... var að Péturs mati eins og að segja þegar þú kemur til Reykjavíkur þá beygirðu hjá Bónus Grin en mér fannst þetta svo augljóst he he.  En nú er drengurinn kominn með frægann Garmin navigator keyptan hjá ja ekki beint bestu vinum mínum í BILKA. Ég er semsagt búin að kaupa þrjá slíka þar og það hefur verið vesen í öllum tilvikum sjálf ætlaði ég að eiga þessi eintök en hef þurft að láta vandamenn hafa vegna óviðráðanlegra tæknilegra örðuleika. Af kaupunum; Inní búðinni fær maður blað og borgar það og fer með bakvið og fær vöruna ja ja og þvílíkur misskilningur já og það sem meira er enginn veit hvar misskilningurinn liggur en eitt skilst mér að DANIR geri vart mistök. En óskið mér góðs gengis á enn eftir að fara í Bilka með Garmininn og fá vonandi þann rétta án þess að borga meira og meira en nóg af þessu þreytandi bulli. Ég fór í viðtalið sem átti að vera á föstudag í dag enda fallegur dagur he he . Þetta var viðtal hjá vikarskrifstofu hér í bæ og gekk bara vel. Ungfrúin sem var mjög almennileg var mestmegnis að taka svona almennar upplýsingar og skýra út hitt og þetta fyrir mér eins og ég væri bara að skella mér út í vinnu strax næsta dag. Hún fór vel í gengum launin og annað slíkt já gott að vera með slíkt á hreinu ég var samt einhvernvegin meira til í að ræða VINNUNA og hvaða möguleikar væru á jobbi. Þetta felur í sér að það getur verið hringt og ef einhverjum vantar frábæran "íslenskan" iðjuþjálfa þá verður hringt í mig. Annars þá er útlitið la la það er yfirvinnubann á sjúkrahúsinu hér og heimaþjónustan hjá bænum má ekki nota afleysingarfólk heldur svo við sjáum bara hvað setur ég er allavegna komin þarna á kortið Grin afleysingarnar geta síðan leitt til fastrar vinnu. 

Síðan er ég búin að vera að hamast í að skila vottorði sem heitir á fínu máli E301 sem gefur mér enga peninga, sem ég var reyndar lögnu búin að kynna mér áður en ég flutti hingað en þetta vottorð hef ég með til að flytja fagfélagsréttindi mín hingað og þegar lesið ÞEGAR ég fæ vinnu þá vinn ég mér inn sama rétt og á Íslandi eftir 2/3 mánuði flyt fagfélagsréttindi mín og það skiptir mjög miklu máli finnst mér. Til þess að þetta gerist allt saman þá þarf viðkomandi pappírshafi að skila E301 pappírnum inn í fínan A-kassa í Danmörku sem hentar viðkomandi starfsstétt en notabene þetta er ekki sama og fagfélag ó nei nei. Þessu vottorði var mér sagt af starfsmanni hjá VMS á Íslandi að ég þyrfti að skila 2 mánuðum eða 8 vikum eftir að ég kæmi hér út eða yrði skráð inní landið Voila frábært. Ég spurði á vinnumiðluninni hér hvert væri nú snjallast fyrir mig að skila þessu hummmm eftir að vera líka svona í framhjáhlaupi búin að skoða á netinu upplýsingar sem þetta varðaði. Mér fannst ég hafa fengið misvísandi upplýsingar hvenær og hvert ég skilaði þessu. Kona sem er reyndar frábær á Jobcenter sagði mér að fara með þetta í A-kassa hér í Sönderborg sem iðjuþjálfar væru í. Þegar ég var búin að hafa uppá þeim kassa galvösk þá sögðu þau eins og það væri eitthvað að mér; þú áttir að skila þessu 2 máuðum eftir að þú hættir störfum og iðjuþjálfar eru ekki hér. Ég lét nú heyra í mér og sagði þeim að svo einfalt væri þetta ekki ég hefði fengið aðrar upplýsingar, A-kassar væru ekki til á Ísl svo við þekktum þá ekki og þyrftum því pínu aðstoð við að velja þann rétta eða sem passaði, og ég hefði talað við konu hjá Jobcenter sem var sjálf ekki viss hvað ég ætti að gera við vottorðið E-301. Ég hrökklaðist nú út með nýjan A-kassa uppá vasann sem ég skildi fara í þar sem þetta var víst ekki minn rétti eða sem passaði. Þar var búið að loka þegar ég hringdi en þessi fíni Kassi er í Köben ja ja. Ég fór því og spjallaði við vin Grin og hringdi til Íslands og bað um að fá nýtt vottorð þar sem sumarfríinu yrði bætt inní en það átti að vera með í tímabilinu eða vera starfslokin og þá var ég bara í góðum málum og nú er þetta bara komið allt í DSA og ég Glöð þar sem þetta reddaðist.

Í fyrradag spurði vinkona mín mig hvort mér leiddist og ég sagði bara "LEIDDIST það er brjálað að gera enda bæði nýflutt og ýmislegt að stússast líka með Erlu Völu, aðstoða hana í því sem hún þarf að græja eftir að hún flutti sig hingað" en það sér fyrir endann á þessu vona ég svo ég geti farið að chilla baraGrin Ég á líka eftir að gera svo svo margt fara til Hamborgar og heimsækja liðið þar en ég og Amanda Ösp erum einu fjölskyldumeðlimirnir sem höfum ekki farið þangað svo ég stefni á það í náinni framtíð.

Þið sáðuð stjörnuspánna mína hér í fyrirsögninn vá vá ef einhver trúir ekki á slíkt þá bara hans mál en þetta eru sko orð að sönnu þarna Wink

Og Áslaug takk fyrir 2 tíma símtalið í gær varð reyndar til þess að ég náði litlu spjalli við Kobba sem hraut í sófanum þegar ég kvaddi þig Woundering en maður er ekki svikinn af að spjalla við stóru systu ó nei.

jæja held þetta sé nú heldur betur gott í bili elskið friðinn strjúkið kviðinn knús og klem frá SDB Ragna V 


Nýjar myndir í almbúminu júní-júlí

VoilaSmile

Flutningarnir afstaðnir, fæturnir búnir, viðtali frestað, NETPIRRINGUR HORFIN og svo SÓLIN

Já þeir sem hafa kvartað hæðst yfir að ég eigi að blogga á hverjum degi humm þeir mega bara vita það að hér er ekki hangið í tölvunni liðlangann..... Nóg um það við vorum að flytja í stærra, betra og flottar er það ekki íslenskt Grin En erum semsagt komin í stærra og rúmbetra fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Eftir flutningana sem tóku einn dag fyrir utan að koma sér fyrir á nýja staðnum auðvitað þá löskuðust fæturnir mínir eitthvað en núna labba ég bara eins og gamla fólkið a.m.k það sem er farið að láta á sjá en þetta var niður um 2 hæðir og svo upp á 1 hæð og steingólf ja ja. Allavegna þola ungir/gamlir fæturnir mínir þetta stapp ekki ég kemst núna bara niður tröppurnar með því að fara alltaf með sama fót og á hlið niður alveg dagsatt en ég æfi mig og þetta kemur þá er semsagt bara svo illt í kálfunum ............verð farin að geta hlaupið um eftir helgi en það er bót í máli að það er auðveldara að hjóla enda tók ég innkaupin á hjólinu áðan. Var samt heppin að komast heil heim áðan þar sem ég ja verslaði pínu mikið fyrir hjólið án vagnsins hehe var bara með körfuna og stólinn aftaná. Dagurnn byrjaði samt á því að hringja í 5 skipti (aðeins að ýkja) í kundeservice hjá Telenor og tala við loksins fínann náunga sem hjálpaði mér með að koma netinu inn en mér hafði verið seldur router í búðinni hér sem var ódýrari en að leigja en bara ekki hægt að nota en sem betur fer var ég líka með routerinn sem ég hafði þar á undan ákveðið að leigja og þá vorum við, ég og netið loksins að tala saman og gæinn í kunderservice. Hann sagði líka að ég gæti hugsað illa til þeirra sem seldi mér hinn ónothæfa rouderinnPouty Það höfðu líka farið dýrmætir klukkutímar í þetta í gær og þarafleiðandi kom pirringurinn..........................

Erla Vala er að fá íbúð hér í bakgarðinum okkar með garði og alles hljómar bara spennandi hef þá alltaf "ömmu hér tiltæka "Smile en hún fær hana afhenta í síðasta lagi 1 ágúst. Þær stöllur hún og Blædís Björt skelltu sér til Hamborgar í gær til að passa dverginn pínu á meðan þau skötuhjúin færu út að borða með staffinu sem P vinnur með. Blædís Björt var spennt fyrir að fara en það var heilmikið fyrir hana þar sem hún hefur ekki farið í lest áður en hún var lukkuleg með þetta allt saman skildist mér. Á morgun er síðan stór dagur Stebba og Áki eru náttúrulega að fara að gifta sig en við verðum fjarri en samt ekki verðum þar í anda og það má ekki vanþakka Wink Þau koma svo hingað nýgift í lok júlí. Amanda Ösp verður líka 3 ára á morgun svo það er líka svo stórt fyrir okkur við ætlum að skella okkur eitthvað út í náttúruna með köku og nammi og fínerí og allt liðið kemur frá Hamborg það verðu bara gaman þau ætla síðan að gista hjá okkur det er dejligtGrin 

Varðandi viðtalið þá átti ég viðtal hjá vikarskrifstofu hér í bæ en þar sem frökenin sem ætlaði að tala við mig þar var bara ein í dag og hún ekki með númerið mitt GetLost þá fer ég aðra ferð á þriðjudag.  Svo ég sekllti mér bara í staðinn í bæinn, verslaði einn kjól á útsölu notabene, smá mat og hjólaði svo heim.  Þá bjallaði ég í mömmu og pabba áður en ég brunaði og sótti Amöndu Ösp sem gerir ekki annað á leikskólanum en týna skónum sínum ó já þeir eru bara hér og þar og oftast bara annar skórinn þær bara fatta þetta skóstand ekki á leikskólanum og ekki ég heldur. Þegar ég hafði sótt Amöndu Ösp kíktum við aðeins til Kobba þar sem hann er að smíða hjá Palla og Stínu en hann er að vera eins og kolamolinn enda verulega heitt................

læt þetta nægja í bili knús og klem héðan frá Sönderborg


Vildi bara svona örstutt minna ykkur á gestabókina

Gestabókin er ykkar Wink

Lífið er ljúft

Finnst tilvalið að blogga smá svona í morgunsárið. Nýkomin frá því að labba með Blædísi Björt í skólann en í dag er síðasti skóladagurinn, hún verður glöð að komast í frí en ekki eins glöð að Karolína sé að fara til Íslands en hún er að fara til mömmu sinnar í rúman mánuð og svo flytja þau til Nordborgar þegar hún kemur tilbaka ja ja Pouty Síðan síðast þá fórum við ásamt systrum mínum á loftið (salur Íslendingafélagsis) og skemmtum okkur konunglega ja það var bara gaman og skemmtileg stemmning. Sunnudeginum og mánudeginum eyddum við svo bara í að dingla okkur. Það var reyndar verið að breyta A-Z hér í Bilka svo við fórum með góðan tíma þar Smile Ég er enn að leita af vinnu af fullum krafti og finnst mér það ganga bara vel en ekki komin með nein ákveðin svör um vinnu (ÞAÐ GENGUR SAMT VEL) ég bara finn það á mér og verð bara að vera róleg og bíta í tunguna á mér þegar ég er óróleg enda daninn ekki svona segir bara rolig Wink Kobbi eyðir dögunum hálfum a.m.k og rúmlega það hjá "palestínu" þ.e. Palla og Stínu og finnst honum það bara ljúft enda veðrið búið að vera flott hér og verður það áfram. Amanda Ösp er hin glaðast á leikskólanum, hún var rosa þreytt í síðustu viku þar enda voru svo margir hér og hún svona mitt á milli að þurfa að leggja sig á daginn og ekki en þessi vika hefur verið alveg frábær hjá henni á leikskólanum bara segir bless pabbi farðu núna....... Hún fer svo í sumarfrí 13 júlí. Erla Vala er líka búin að vera hjá okkur síðan á föstudag hún er að flytja sig hingað yfir til Sönderborgar og er að leita af íbúð á fullu það gengur vel er búin að fá tilboð um 2 og nú er bara að finna útúr afgangnum............Svo þarf hún vinnu ég stakk upp á að hún keypti sér einhvern vagn á hjólum með og seldi einhverskonar varning eða veitingar já það myndi henta henni vel nema náttúrulega ekki að selja bjór hummmm en allt annað held ég baraGrin 

Pétur, Þórunn og Dagbjört Fjóla komu líka til okkar síðasta sunnudag það var æði svo nice fórum í góðan göngutúr og enduðum öll, nema Áslaug og Bjössi (en þau voru í mega matarboði hjá Stínu Árna og Einari ekki leiðinlegir endurfundir það), á Jensens Buffhus ummmmmmmmmmmmmm. Svo héldu Hamborgarnir heim en veit þau koma fljótt aftur a.m.k Þórunn og Dagbjört Fjóla.

Annars er næst á dagskrá að flytja sig yfir á Jörgensgard ó já það verður ljómandi ekki það að ég nenni að standa í því en þá er það bara búið enda verður það létt og laggott miðað við flutningana úr Skarðshlíðinni.  Þar verður líka nóg pláss fyrir okkur enda stór 4herb íbúð þannig þið eruð bara velkomin í heimsókn Joyful

jæja held það sé komin tími á að þrífa smá skúra skrúbba og bóna nei sleppi því en allavegna bless í bili

Ragna V pollróleg eða að verða það Errm

 


Helgin farin af stað og lofar góðu

Erum búin að hafa það gott með mömmu, pabba, Áslaugu og Bjössa. Bjössi á heiður skilið að draga þau hingað í Danaveldi með sérWink Við erum búin að fara á göngugötuna þó nokkuð þ.e. við stelpurnar, pabbi og Bjössi hafa meira verið að kíkja á skúturnar og svoleiðis hluti. Blædís Björt hefur verið alsæl að hafa ömmu og frænku en hún er búin að fá að vera með þeim eftir í göngugötunni nokkrum sinnum þegar ég hef farið og sótt Amöndu Ösp. Mjög notarlegt fyrir hana..... átti að verlsa um daginn með sínum peningum-afmælispeningum í H&M en ég þurfti skyndilega að fara og skildi þær eftir og mamma kom með mér að sækja AÖ. Þegar þær stöllur komu heim þá hafði Áslaug auðvitað bara borgað þessa 3 hluti sem Blædís Björt mátti kaupa í H&M og Blædís notaði bara peninginn í dótabúð í staðinn alsæl, já sumir læra fljótt að nýta sér svona hluti.

Í gær héldu svo Bjössi, Kobbi, pabbi og Áslaug til Hamborgar að heimsækja Pétur. Þau eru líklega þessa stundina að skoða slippinn þar sem hann er að byggja snekkjuna ekki slæmt það í gær fór hann líka með þau út að borða á einhverjum flottum stað með mega útsýni- já ekki svona heimalagað eins og hjá mérGrin Svo eru dömurnar hans að koma í dag Þórunn og Dagbjört Fjóla. Liðið ætlar svo að koma tilbaka í dag og halda 17 júní hátíðlegan hérna með okkur en Íslendingafélagið er með gleði hér fyrir utan hjá okkur á túninu, tjald og salinn hér á kollegiinu. Það verður mjög gaman saman byrjar á kvennahlaupinu en þeim tíma verjum við í að blogga og hafa huggó fyrir framan barnatímann enda ekki vön að taka þátt í þeim herlegheitum heldur á Ísl. Kissing Svo er skrúðganga, andlitsmálun, ólympýuleikar, fjallkonan fer svo með kvæði hér á svölunum okkar og svo er það pulsa og prins. Svo heldur gleðin áfram á Loftinu sem er salurinn þeirra. Já bara spennandiSmile 

Erla Vala kom líka í gær en hún er að flytja hingað frá Sveden............................ Hún var bara hress og kát og glöð að vera komin að sjá framan í fjölskylduna

Svo eru gestirnir að fara á þriðjudagskvöld Frown en ég er búin að ákveða að mamma kemur bara fljótlega aftur en nú þarf hún að fara heim að gifta eina dótturina!

látum þetta gott heita í bili myndir koma svo síðar látið ykkur hlakka til 

17 júní kveðja frá SDB Ragna V


Fjölskyldan komin í heimsókn

Á þriðjudaginn var annasamur dagur byrjaði á að fara í viðtal síðan var haldið til Flensborgar og tók Eddu og litla manninn hennar auðvitað með sem Sveina segist semsagt eiga (veit ekki hvað Sighvatur segir um það hummmm). Síðan kom ég heim sjænaði íbúðina svo hún yrði enn krúttlegri Wink Reyndi að fá lyklana af herberginu sem tóks ekki þar sem stelpan sem sér um þá var barasta ekki heima það augnablikið, svo klæddi ég glænýju sængurfötin og hélt svo ásamt Blædísi Björt að sækja fjölskylduna af því síðar því nú þarf ég snarlega að fara að sinna blessuðum gestunum he heSmile

knús og klem í bili Ragna V


Afmælisdagurinn/fødselsdag med pigerne i Sønderskovskolen 0A klasse og 2 frábærum íslenskum skvísum

ja ja nú er afmælisdagurinn 7 ára sem er búið að bíða eftir lengi lengi þó forskot hafi verið tekið á hann fyrir brottfrör frá Íslandi en þá héldum við heima hjá ömmu þetta lika fína teiti fyrir stelpurnar í bekknum hennar Blædísar BjartarWink Svo í ár er þetta tvöfalt eitt hér og eitt á ísl-dejligt. Blædís Björt fékk danskan afmælissöng sunginn í skólanum og er hún að fíla þessa dönsku söngva sé það. Við Kobbi fórum eftir að vera búin að gera og græja lallandi að sækja stelpurnar í SFO/frístundina. Þær voru stilltar og góðar sem betur fer enda mikið kapp lagt á að týna engri af þessum 18 stykkjum á heimleiðinni ja ja og það Tókst (eins og Dóra segir minnir mig eða var það Klossi). Við byrjuðum herlegheitin úti og stelpurnar léku sér í leiktækjunum á meðan við kveiktum upp í grillinu. Vindurinn var aðeins að stríða okkur en það vildi ekkert haldast á bekkjunum sem við vorum búin að skella saman. En kakan og pulsurnar og nammið bragðaðis nú vel samt sögðu stelpurnar og það var jú fyrir öllu þar sem ég gat ásamt dyggri aðstoð afmælisbarnanna varnað því að afmælisgjafirnar myndu fjúka hummm. Við héldum síðan inn í lejligheden þar sem sást varla í gólfið lengur fyrir skólatöskum og jökkumGrin já hefði verið til í að hafa danska afmælið í Skarðshlíð og fá leiktækin hér he he en þetta var stórfínt og allir glaðir stelpurnar teiknuðu, léku sér af dótinu og spiluðu með auðvitað ABBA undirspili. Blædís Björt fékk fínar gjafir liti, hárskraut, pony, pening og fleira. Allir voru svo þreyttir eftir daginn þegar foreldrar afmælisbarnanna sóttu gestina eða kannski aðallega foreldrarnir HA? allavegna skellti Blædís Björt sér út með Karolínu í blaksandinn en það er einn af þeirra uppáhaldsleikstöðum, og þar hittu þær danskan strák sem þær léku við. 

Svo er það Flensborg í dag ásamt Eddu verðandi nágrannakonu minni og litla manninum hennar 7 mánaða. Svo er bara að gera og græja og sækja liðið til Billund í kvöld, gaman samanSmile

Ég læt þetta gott heita í bili vona þið séuð sátt við nýja blogg staðinn held þetta verði betra eða er bara viss um það. 

Eigið góðan dag knús og klem frá SDB Ragna V


15 júní hvað gerðist þá fyrir 7 árum kom Blædís Björt í heiminn

Afmælisbarnið -daman orðin 7ára og alsælIMG 6699

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband