31.1.2010 | 14:25
Orðin árinu eldri og reynslunni ríkari og mamma enn hjá okkur.
Góðan bjartan og fagran dag. Hér er snjór yfir öllu og fallega bjart veður sem bæði bætir og kætir. Svona mikill snjór hefur ekki verið hér í 14 ár segja Danir mér og spyrjum við okkur hvort þetta sé í tilefni okkar hér Námskeiðið sem ég var á þegar ég skrifaði hér síðast var mjög skemmtilegt endaði með afmælissöng að dönskum hætti. Í tilefni dagsins var ég með matarboð og vinkonuheimsókn og las góða bók(sem ég hafði lengi beðið eftir) nice fyrir mig. Síðan er ættarmótsundirbúningur komin á fulla ferð og lofar bara góðu hjá Brekkuættinni. Síðan er dótið okkar væntanelgt hér í apríl með tengdapabba sem gerir okkur stóran greiða að koma með það með norrænu, það verður ljúft að fá það þó við höfum ekki saknað þess svo mikið en þetta er meira svona lúxus að fá það hingað. Síðan erum við auðvitað á leið til Íslands í tvær vikur um páskana, til að koma dótinu í bílinn og halda uppá 80 ára afmælið hans pabba. Vá hvað það verður gaman.
Varðandi vinnuna hjá mér þá er spennandi framundan. Einhverjir vita og skilja hvað ég á við en ég þarf að sækja um stöðu sem hefur með bíla fyrir fatlaða að gera en ráðningartíminn minn núna er til 14 maí. Það verður meiri challens að fara í það jobb heldur en það sem ég hef verið í einhvernveginn og hefði ég heldur viljað vera áfram með hjálpartækin en samt mjög spennt fyrir bílunum líka. Vona bara þetta komi í ljós sem fyrst.
Þórunn og Pétur með Dagbjörtu Fjólu hafa eytt helginni með okkur en við sóttum Þórunni á flugvöllinn á föstudagskvöld. Yndislegt að hafa þau og get ég ekki hugsað þá hugsun til enda að Pétur hætti að vinna í Hamborg. Við heimsóttum Erlu Völu og Henning í gær en þau voru með krakkana hans og það var gaman að sjá þau í fyrsta skifti. Amöndu leist vel á þau en ekki hundinn sem þau eru komin með hann Alfredo. Svo er bara vinnuvika framundan sem er bara fínt líka. Á fimmtudaginn síðasta rétt eftir að Ísland vann Noreg fórum við í Nyársfrukost hjá Blædísi Björt í skólanum. Allir komu með eitthvað og var þetta mjög góð stund.
Núna erum við að gæla við að fá hús leigt hér en það er vonandi alveg að gerast, vona ég geti skrifað næst hér að það sé orðið að veruleika. Ekki það að við nennum neitt að flytja en okkur bara langar í garð og HÚS he he sannir ísl.
Eigið góða viku framundan. Bestu kveðjur frá snjólandi Ragna Valdís
Athugasemdir
Hæ elskan, hvað með draumahúsið er það alveg off?
Gott að þú átti ánægjulegan afmælisdag þú átt það svo sannarlega skilið, ég hef heitið mér því að bjalla á þig í vikunni. Þú átt því von á símtali :)
Knús þangað til
Eva (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.