Alltaf eitthvað að gerast, enda heldur það lífinu lifandi og mér ;)

Sælir kæru vinir. Síðan síðast er eitt og annað fréttnæmt. Stelpurnar eru í góðu gengi. Blædís Björt fékk frábæra umsögn frá kennurunum sínum dugleg, félagslynd, danskan gengur glimrandi, skilur allt og man það sem henni er sagt, áhugasöm að læra allt sem í boði er og við erum að sjálfstögðu stolt af henni Heart

 Síðustu helgum hefur verið vel varið fórum fyrir viku minnir mig með Gilla frænda, hans konu og prinsessunni þeirra útað borða á grensanum. Bara æðislegur staður, ódýr sem er aldrei ókostur, góður matur fyrir alla (hlaðborð), og svo voru stelpurnar með skautahöllina bara beint útum gluggan eða innum gluggan he he þar sem skautahöllin er í sama húsi. Enduðum síðan í hugglegheitum heima hjá þeim þar sem desertinn var tekinn og var hann ekki af verri endanum frekar en fyrridaginn hjá húsmóðurinni þar á bæ.

Síðan er ný liðin þorrablótshelgin mikla. Bara skemmtilegt þorrablót með frábæru fólki, magnaðri hljómsveit góðum mat að íslenskum sið. Hvað getur maður beðið um meira Smile Ég hafði forskot á sæluna þar sem ég eyddi deginum í undirbúning með nefdinni....... Pétur og Þórunn komu með okkur og voru hjá okkur frá miðvikudagskvöldi. Dömurnar voru auðvitað hjá útfluttri pössunarömmu. Þær voru bara eins og englar sagði amman (eru það líklega alltaf án foreldra) Halo 

Svo eru flutningar fyrirhugaðir (já bara síðustu þar til við kaupum vona ég hver veit það verður tíminn að leiða í ljós). Við fengum þessa fínu raðhúsaíbúð 120 fm glænýja (aldrei verið búið í henni fyrr) og bara fína fyrir okkur www.seva.dk . Eini gallinn er að hún er pínu frá skólunum sem aðrir í fjölskyldunni eru í en ég he he. Við tökum því bara sem jákvæðu verkefni. Það munu þá aukast líkur á að frúin fari að svífa á hjóli í vinnuna enda hefði hún ekki slæmt af smá hreyfingu Wink Það er um 20 mín hjólatúr í vinnuna sagði mér kona sem býr þarna í dag um leið og hún bauð mér að hjóla samferða sér þegar þar að kæmi. Við flytjum annars 15. apríl nánar tiltekið á fimmtudegi, svo það verður nóg að gera. Við komum frá Íslandi 11. apríl og þá er bara að bretta upp ermar, ég verð reyndar pottþétt búin að pakka niður næstum áður en við förum. Síðan kemur tengdapabbi með búslóðina (eða það sem eftir er af henni) þann 17. apríl svo það er fínt að þurfa ekki að tvíflytja hana.

Mamma og Þórunn halda síðan heim á leið næsta mánudag og verður þeim sárt saknað. Við erum samt glöð að þá styttist í ferð okkar á klakann en við lendum þann 26. mars kl 14 í Kefl. Grin Við erum svo heppin að eiga góða að og erum búin að fá þessa fínu íbúð á Hlíðargötu á Akureyri, nice.

Það er ekki enn búið að auglýsa stöðuna sem ég ætla að sækja um en sú staða er á sama stað og ég er núna. Nánar að því síðar.

bestu kveðjur Ragna V og snjórinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband