Marsmánuður verður skemmtilegur mánuður og viðburðaríkur.

Sælir kæru lesendur. Ég verð að biðja ykkur að vera duglegri að skrifa í gestabókina eða í athugasemdirnar það bara er svo mikill bónus fyrir mig þar sem þið eruð að lesa þetta, ég veit það vel að sumir eru duglegri en aðrir og þakka ég þeim Wink Nóg af þessu.

Mamma, Þórunn og Dagbjört Fjóla héldu heim síðasta mánudag og var það söguleg ferð og því miður kostnaðarsöm. Ég keyrði þeim á flugvöllin hér í Sönderborg áður en ég fór í vinnuna, en þaðan áttu þær að fljúga til Kastrup. Þær voru komnar mjög tímanlega en var strax sagt að það væri seinkun. Þórunn fór strax og sagði að þær væru að fara í annað flug en konan í afgreiðsluni sagði henni að hafa engar áhyggjur það væri nógur tími, þetta ítrekaði hún aftur og aftur þegar Þórunn spurði hana og sagði það væri seinkun á öllu flugi á Kastup líka, og Þórunn spurði þá hvort hún væri viss um það væri á þeirra flugi já sagði konan öllu flugi. OK fínt hugsaði Þórunn en síðan þegar þær komu á Kastup þá voru þær búnar að missa af fluginu Crying Hvað gerir maður þá með lítið barn, ekkert búin að borða (þar sem flugið var alltaf við það að fara frá Sönderborg), ekkert meira flug með express þann dag og svo með ömmuna með líka sem finnst ekkert æði að fljúga og ekki mikinn tíma til stefnu. Næsta flug var með hinu flugfélaginu og Þórunn kýldi á það enda orðinn þreytt á þessari vitleysu og vildi bara komast heim. Þetta flug kostaði báðar hendur og fætur og ég hefði bara ÖSKRAÐ held ég eða allavegna eftir að ég hefði almennilega fattað hvað þetta kostað. Með þennan rándýra flugmiða og annan ónýtan flugu þær heim svekktar eftir upplýsingarnar frá flugfélaginu hér. Þær fengu skattana af express fluginu til baka og svo erum við búin að senda klögun á innanlandsflugið hér....Angry Vona það besta með svörin við því en býst við því versta semsagt engu. Mistökin þarna voru samt að afgreiðslukonan átti aldrei að gefa þessar upplýsingar sem hún gaf um seinkun og að þær myndu ná!!!!!!!!!!!!! Við söknum þeirra auðvitað og hlökkum mjög til Íslandsreisunnar sem er á næsta leyti hjá okkur eða um páskana.

Við munum svo flytja eftir páskana í raðhúsið okkar nýja sem við fengum á leigu og hlakkar a.m.k mér mjög til. Núna bíð ég hrikalega spennt og pínu stressuð verð ég að viðurkenna, eftir að fá svar við stöðunni sem ég sótti um þar sem ég er að vinna. Kem vonandi með jákvæðar fréttir hingað inn í næstu viku. Bara vona það ég veit þið hugsið til mín.

Í gær var svo aðalfundur Íslendingafélagsins hér í SDB og lét ég auðvitað plata mig í stjórnina Wink Síðan var ég að byrja í ræktinni takk fyrir í síðustu viku Sideways og það er flott að vera byrjuð og svo er það bara hjóla hjóla hjóla þegar við verðum flutt því þá verður snjórinn farinn og styttra fyrir mig að hjóla í vinnuna og hef vinnufélaga til samfylgdar Smile 

Pétur er staddur hjá okkur en ég freystaði hans svo að koma að hann bara dreif sig enda ágætt að koma hingað í menninguna öðru hvoru Grin ég dreif hann auðvitað með mér í stemmninguna á loftinu sem klikkar ekki. 

Ég held snjórinn sé bara að kveðja hér og sé farin til Íslands við viljum samt alveg hafa góða færð og svona þegar við komum til Ísl. svo hér með er því komið á framfæri.

Kobbi er byrjaður í Lær dansk 2x í viku seinnipartinn og líkar vel ........... 

Annað er ekki marktækt í fréttum hér í bili...............

bestu kveðjur Ragna Valdís og co

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvítt kvítt :)

Dagmar Iris (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband