Snjórinn farin, vorið að koma og nýir hlutir taka við.

Góðan dag kæru vinir.

Frá því síðast eru búnir að vera góðir og verri dagar í bland. Ég fékk að vita að ég fæ ekki starfið í sama húsi og ég vinn, sem ég sótti um þ.e. með bíla fyrir fatlaða. Það kom mér ekkert á óvart og ég bjóst alveg við því þannig. Yfirmanneskja mín hvatti mig nú samt um að sækja um og það gefur manni styrk. Það voru óvenju margar umsóknir að þessu sinni og hafði það eingöngu með tungumálið að gera að ég ekki fékk stöðuna. Samstarfmaður minn sem hafði líka áhuga að sækja um en hann kemur frá öðru norðurlandi eins og ég, býr með danskri konu og er búin að vinna í Danmörku lengur en ég. Hann hætti við að sækja um útaf tungumálinu. Allt skriflegt þarf að vera 150% þar sem oft er klagað yfir afgreiðslunni, þó slíkar klaganir séu ekkert persónulegt þá verður það sem skriflegt er að vera í lagi. Það er líka möguleiki að klaga afgreiðslu mála varðandi það sem við samþykkjum í dag og ég er að vinna við en það er undantekning að það sé ekki gert í bílatilfellum. Svo nú er bara að bretta upp ermar og finna annað. Yfirmanneskja mín er reyndar að reyna að finna möguleika til að fá að halda mér í því sem ég er, en allt snýst þetta jú um peninga. Ég er samt í vinnu til 14 maí svo ég hef tíma til að leita að öðru og er að fara í eitt almennt viðtal næsta föstudag Wink Svo er ég bara með allar klær úti og þetta skal takast Cool 

Annars er það Ísland framundan og ekki er það nú beint leiðinlegt við erum að deyja úr spenningi, Blædís Björt smitar líka út frá sér spenningnum en hún er fyrir þó nokkru farin að telja niður nú eru 11 daga eða þann 26. mars. Það verður nóg að gera og tilvalið að fá sjálfboðaliða (fólk sem er duglegt að henda) til að hjálpa að fara í gegnum bílskúrinn og koma dótinu í flutningabílinn, þetta verður svo miklu skemmtilegra í góðum félagsskap. Svo er það afmæli pabba með stæl. Kallinn er á toppnum núna held ég bara er að fara að gera út ævisöguna og ég veit ekki hvað. Stundum spyr maður sig er kallinn alveg galinn W00t en þetta er bara alls ekki svo vitlaus hugmynd, margur ómerkilegri hefur skrifað ævisögu sína, vil nú ekki koma með nein dæmi hér en þið munið ýmsar ævisögur síðari ára .........og þeir sem þekkja pabba vita að kallinn hefur brallað ýmsa stórfurðulega hluti um ævina sem gaman er að geyma á prenti, fyrir mín börn, þín börn og aðra, til að hafa gaman af. Rithöfundurinn er semsagt sveittur að reyna að finna út úr hvernig hann á að fara að þessu. Ég öfunda ekki manninn, vá hjálpi mér pabbi getur talað í heila viku án þess að finna fyrir því og um helling ef maður bara nennir að hlusta Grin 

Síðan eru það flutningar, flutningar og aftur flutningar. Já já ég veit við erum alltaf að flytja en nú er þetta í síðasta skipti þar til við bara kaupum okkur hús hér hugsa ég. Erum alsæl með að flytja í þetta hverfi og æðislegt raðhús og þvílíkt barnahverfi að verða og allir nýir og að kynnast. Nú er ég bara nýbyrjuð að pakka og pakka enda í æfingu. Við flytjum nefnilega 15 apríl, fjórum dögum eftir að við komum fá Íslandi svo það er eins gott að vera bara ready þá Grin Aðal málið verður nú samt dótið á ísl Woundering þar sem það fór í bílskúrinn með því hugarfari að það væri ekki allt á leið hér út þá verður að fara núna í gegnum það með það fyrir augum. Við erum samt búin að selja flest húsgögnin okkar og kaupa ný Smile svo það er aðallega svona persónulegur lúxus sem er eftir og barnaföt og aftur barnaföt sem ég ætla nú bara að losa mig við, þar sem ég er komin með uppskrift af strák og á mest "stelpuföt" LoL Svo erum við að tala um svona lúxusdót, verkfærin hans Kobba og barnaleikföng.

Þetta var nú það helsta að þessu sinni mér barasta dettur ekki meira í hug núna. Var samt að lýta á umræðuna um verðið á bensíni á Íslandi og vá vá er nú bara fegin að hafa mitt fína danska kort með mér til Íslands. Get svo svarið það hvað þetta er orðið dýrt þakka líka fyrir að reykja ekki þar sem verðið á pakkanum er svo hátt. Finnst samt allt í lagi að verð á slíku ógeði sé hátt.

Núna er minn fyrsti veikindadagur í Danmörku. Setti mörkin við hita, er búin að hnerra síðustu tvær vikur útí eitt í vinnunni svo sú sem situr á móti mér er skíthrædd við að verða smituð. Spurning með helv. pensilin get ekki staðið í að vera svona á Ísl og þetta er einvhvernvegin langrækin pest. Dóttur minni finnst samt mjög mjög ósanngjarnt þegar ég er heima, veik eða í fríi og hún ekki og vildi meina að hún væri sko líka lasin. Hún er bara ótrúlega hraust barn 7.9.13 og verður nánast ekki veik svo hún segir oft "mamma ég er svo heit á enninu, held ég sé veik" Wink  Ég tók hana aðeins í gegn í gær og sagði henni að maður óskaði sé ekki að vera veikur, gekk svo langt að ég minnti hana á aumingja börnin sem væru á sjúkrahúsi mikið veik og mættu ekki fara út í langan tíma . Þá sagði mín "mamma hver var að tala um sjúkrahús". Já já alltaf tapar maður.

Knús í hús héðan frá Sønderborginni sem er að detta í vorgírinn

yndislegt að geta hlakkað til vorsins og sumarsins hér það var svo frábært síðasta sumar að ég get ekki beðið og extra bónus í ár að geta grillað eins og enginn sé morgundagurinn Smile 

Hlakka til að hitta ykkur

Ragna Valdís ...................................GÆS

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Ragna mín það verður frábært að hitta þig þegar þið komið heim, bíddu nú við uppskrift af strák er búið að laga í einn svoleiðis ??????????

kveðja

Bryndís

Bryndís Dagbjartsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband