Helgin farin af stað og lofar góðu

Erum búin að hafa það gott með mömmu, pabba, Áslaugu og Bjössa. Bjössi á heiður skilið að draga þau hingað í Danaveldi með sérWink Við erum búin að fara á göngugötuna þó nokkuð þ.e. við stelpurnar, pabbi og Bjössi hafa meira verið að kíkja á skúturnar og svoleiðis hluti. Blædís Björt hefur verið alsæl að hafa ömmu og frænku en hún er búin að fá að vera með þeim eftir í göngugötunni nokkrum sinnum þegar ég hef farið og sótt Amöndu Ösp. Mjög notarlegt fyrir hana..... átti að verlsa um daginn með sínum peningum-afmælispeningum í H&M en ég þurfti skyndilega að fara og skildi þær eftir og mamma kom með mér að sækja AÖ. Þegar þær stöllur komu heim þá hafði Áslaug auðvitað bara borgað þessa 3 hluti sem Blædís Björt mátti kaupa í H&M og Blædís notaði bara peninginn í dótabúð í staðinn alsæl, já sumir læra fljótt að nýta sér svona hluti.

Í gær héldu svo Bjössi, Kobbi, pabbi og Áslaug til Hamborgar að heimsækja Pétur. Þau eru líklega þessa stundina að skoða slippinn þar sem hann er að byggja snekkjuna ekki slæmt það í gær fór hann líka með þau út að borða á einhverjum flottum stað með mega útsýni- já ekki svona heimalagað eins og hjá mérGrin Svo eru dömurnar hans að koma í dag Þórunn og Dagbjört Fjóla. Liðið ætlar svo að koma tilbaka í dag og halda 17 júní hátíðlegan hérna með okkur en Íslendingafélagið er með gleði hér fyrir utan hjá okkur á túninu, tjald og salinn hér á kollegiinu. Það verður mjög gaman saman byrjar á kvennahlaupinu en þeim tíma verjum við í að blogga og hafa huggó fyrir framan barnatímann enda ekki vön að taka þátt í þeim herlegheitum heldur á Ísl. Kissing Svo er skrúðganga, andlitsmálun, ólympýuleikar, fjallkonan fer svo með kvæði hér á svölunum okkar og svo er það pulsa og prins. Svo heldur gleðin áfram á Loftinu sem er salurinn þeirra. Já bara spennandiSmile 

Erla Vala kom líka í gær en hún er að flytja hingað frá Sveden............................ Hún var bara hress og kát og glöð að vera komin að sjá framan í fjölskylduna

Svo eru gestirnir að fara á þriðjudagskvöld Frown en ég er búin að ákveða að mamma kemur bara fljótlega aftur en nú þarf hún að fara heim að gifta eina dótturina!

látum þetta gott heita í bili myndir koma svo síðar látið ykkur hlakka til 

17 júní kveðja frá SDB Ragna V


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að hitta liðið í dag á 17.júni hátíðarhöldunum :o). Sé þig kannski á eftir í kvennahlaupinu ??? Kveðja Stína

Stina (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 07:34

2 identicon

Hæ þetta er miklu betra blogg hér.

Gaman að allt gengur vel hjá ykkur. Hér um helgina er að byrja Lummudagar og það verða götur skreyttar með ýmsu litum, gamli bærinn á að skreyta með bláu. Gamlir bláir kjólar á að hengja í tré, maður á að vera bara nógu frjóur til að þetta verði flott, svo verður boðið uppá Lummur hér og þar. Ég er sem sagt ein heima í viku og nýt þess alveg og stundum veit ég ekkert hvað á að gera nema að liggja með tærnar uppí loft. Var í golfi i gærkveldi í mígandi rigningu.

Jæja bið að heilsa í bili til danaveldis.

Þorgerður(einbúi)

Þorgerður (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband