Lífið er ljúft

Finnst tilvalið að blogga smá svona í morgunsárið. Nýkomin frá því að labba með Blædísi Björt í skólann en í dag er síðasti skóladagurinn, hún verður glöð að komast í frí en ekki eins glöð að Karolína sé að fara til Íslands en hún er að fara til mömmu sinnar í rúman mánuð og svo flytja þau til Nordborgar þegar hún kemur tilbaka ja ja Pouty Síðan síðast þá fórum við ásamt systrum mínum á loftið (salur Íslendingafélagsis) og skemmtum okkur konunglega ja það var bara gaman og skemmtileg stemmning. Sunnudeginum og mánudeginum eyddum við svo bara í að dingla okkur. Það var reyndar verið að breyta A-Z hér í Bilka svo við fórum með góðan tíma þar Smile Ég er enn að leita af vinnu af fullum krafti og finnst mér það ganga bara vel en ekki komin með nein ákveðin svör um vinnu (ÞAÐ GENGUR SAMT VEL) ég bara finn það á mér og verð bara að vera róleg og bíta í tunguna á mér þegar ég er óróleg enda daninn ekki svona segir bara rolig Wink Kobbi eyðir dögunum hálfum a.m.k og rúmlega það hjá "palestínu" þ.e. Palla og Stínu og finnst honum það bara ljúft enda veðrið búið að vera flott hér og verður það áfram. Amanda Ösp er hin glaðast á leikskólanum, hún var rosa þreytt í síðustu viku þar enda voru svo margir hér og hún svona mitt á milli að þurfa að leggja sig á daginn og ekki en þessi vika hefur verið alveg frábær hjá henni á leikskólanum bara segir bless pabbi farðu núna....... Hún fer svo í sumarfrí 13 júlí. Erla Vala er líka búin að vera hjá okkur síðan á föstudag hún er að flytja sig hingað yfir til Sönderborgar og er að leita af íbúð á fullu það gengur vel er búin að fá tilboð um 2 og nú er bara að finna útúr afgangnum............Svo þarf hún vinnu ég stakk upp á að hún keypti sér einhvern vagn á hjólum með og seldi einhverskonar varning eða veitingar já það myndi henta henni vel nema náttúrulega ekki að selja bjór hummmm en allt annað held ég baraGrin 

Pétur, Þórunn og Dagbjört Fjóla komu líka til okkar síðasta sunnudag það var æði svo nice fórum í góðan göngutúr og enduðum öll, nema Áslaug og Bjössi (en þau voru í mega matarboði hjá Stínu Árna og Einari ekki leiðinlegir endurfundir það), á Jensens Buffhus ummmmmmmmmmmmmm. Svo héldu Hamborgarnir heim en veit þau koma fljótt aftur a.m.k Þórunn og Dagbjört Fjóla.

Annars er næst á dagskrá að flytja sig yfir á Jörgensgard ó já það verður ljómandi ekki það að ég nenni að standa í því en þá er það bara búið enda verður það létt og laggott miðað við flutningana úr Skarðshlíðinni.  Þar verður líka nóg pláss fyrir okkur enda stór 4herb íbúð þannig þið eruð bara velkomin í heimsókn Joyful

jæja held það sé komin tími á að þrífa smá skúra skrúbba og bóna nei sleppi því en allavegna bless í bili

Ragna V pollróleg eða að verða það Errm

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra að gangi vel, og vinnan kemur örugglega upp í hendurnar á þér með tímanum.

Hjartans kveðjur,

ÁK

Ásta Kristín (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 10:02

2 identicon

Hæ....ég þori ekki öðru en að kvitta í gestabókina

Alltaf gaman að lesa fréttirnar frá ykkur Ragna mín en auðvitað enn betra að heyra bara í þér sjálfri í símanum.

Knús frá okkur í Sómatúni

Berglind (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband