3.7.2009 | 15:28
Flutningarnir afstaðnir, fæturnir búnir, viðtali frestað, NETPIRRINGUR HORFIN og svo SÓLIN
Já þeir sem hafa kvartað hæðst yfir að ég eigi að blogga á hverjum degi humm þeir mega bara vita það að hér er ekki hangið í tölvunni liðlangann..... Nóg um það við vorum að flytja í stærra, betra og flottar er það ekki íslenskt En erum semsagt komin í stærra og rúmbetra fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Eftir flutningana sem tóku einn dag fyrir utan að koma sér fyrir á nýja staðnum auðvitað þá löskuðust fæturnir mínir eitthvað en núna labba ég bara eins og gamla fólkið a.m.k það sem er farið að láta á sjá en þetta var niður um 2 hæðir og svo upp á 1 hæð og steingólf ja ja. Allavegna þola ungir/gamlir fæturnir mínir þetta stapp ekki ég kemst núna bara niður tröppurnar með því að fara alltaf með sama fót og á hlið niður alveg dagsatt en ég æfi mig og þetta kemur þá er semsagt bara svo illt í kálfunum ............verð farin að geta hlaupið um eftir helgi en það er bót í máli að það er auðveldara að hjóla enda tók ég innkaupin á hjólinu áðan. Var samt heppin að komast heil heim áðan þar sem ég ja verslaði pínu mikið fyrir hjólið án vagnsins hehe var bara með körfuna og stólinn aftaná. Dagurnn byrjaði samt á því að hringja í 5 skipti (aðeins að ýkja) í kundeservice hjá Telenor og tala við loksins fínann náunga sem hjálpaði mér með að koma netinu inn en mér hafði verið seldur router í búðinni hér sem var ódýrari en að leigja en bara ekki hægt að nota en sem betur fer var ég líka með routerinn sem ég hafði þar á undan ákveðið að leigja og þá vorum við, ég og netið loksins að tala saman og gæinn í kunderservice. Hann sagði líka að ég gæti hugsað illa til þeirra sem seldi mér hinn ónothæfa rouderinn Það höfðu líka farið dýrmætir klukkutímar í þetta í gær og þarafleiðandi kom pirringurinn..........................
Erla Vala er að fá íbúð hér í bakgarðinum okkar með garði og alles hljómar bara spennandi hef þá alltaf "ömmu hér tiltæka " en hún fær hana afhenta í síðasta lagi 1 ágúst. Þær stöllur hún og Blædís Björt skelltu sér til Hamborgar í gær til að passa dverginn pínu á meðan þau skötuhjúin færu út að borða með staffinu sem P vinnur með. Blædís Björt var spennt fyrir að fara en það var heilmikið fyrir hana þar sem hún hefur ekki farið í lest áður en hún var lukkuleg með þetta allt saman skildist mér. Á morgun er síðan stór dagur Stebba og Áki eru náttúrulega að fara að gifta sig en við verðum fjarri en samt ekki verðum þar í anda og það má ekki vanþakka Þau koma svo hingað nýgift í lok júlí. Amanda Ösp verður líka 3 ára á morgun svo það er líka svo stórt fyrir okkur við ætlum að skella okkur eitthvað út í náttúruna með köku og nammi og fínerí og allt liðið kemur frá Hamborg það verðu bara gaman þau ætla síðan að gista hjá okkur det er dejligt
Varðandi viðtalið þá átti ég viðtal hjá vikarskrifstofu hér í bæ en þar sem frökenin sem ætlaði að tala við mig þar var bara ein í dag og hún ekki með númerið mitt þá fer ég aðra ferð á þriðjudag. Svo ég sekllti mér bara í staðinn í bæinn, verslaði einn kjól á útsölu notabene, smá mat og hjólaði svo heim. Þá bjallaði ég í mömmu og pabba áður en ég brunaði og sótti Amöndu Ösp sem gerir ekki annað á leikskólanum en týna skónum sínum ó já þeir eru bara hér og þar og oftast bara annar skórinn þær bara fatta þetta skóstand ekki á leikskólanum og ekki ég heldur. Þegar ég hafði sótt Amöndu Ösp kíktum við aðeins til Kobba þar sem hann er að smíða hjá Palla og Stínu en hann er að vera eins og kolamolinn enda verulega heitt................
læt þetta nægja í bili knús og klem héðan frá Sönderborg
Athugasemdir
vonandi verður þú ekki lengi haltrandi eins og gömul kona. Gott að gengur annars vel.
til hamingju með íbúðina nr:2 vonandi þarftu nú ekki að flytja í bráð. Það var gaman að tala við þig í gegnum netsímann um daginn.
Sólarkveðja frá Sauðárkróki
Þorgerður, Sigrún Þóra og Sindri Snær
Þorgerður (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.