12.7.2009 | 08:37
Held að Amanda Ösp sé skófíkill !
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna hefur Amanda Ösp gríðarlegan áhuga á skóm sem hefur ágerst mikið síðan við komum hingað til DK eða hún hefur útfært þennan áhuga sér til skemmtunar í óþökk starfsfólks leikskólans sem hún er á. Fyrir þó nokkrum vikum fór að bera á því þegar við sóttum hana að hún væri skólaus úti (jú jú það má allt á leiksólunum í Danmörku) en þau eru mjög mikið úti. Hún er þá búin að fela skóna sýna þegar við komum, henda þeim út fyrir girðinguna eða eitthvað slíkt. Oft og iðulega fer ég með hana heim í sokkaskónum hennar (inniskónum sem amma hennar gaf henni) en í þeim er hún úti þegar allir aðrir skór eru týndir. Ég hef auðvitað tekið labb um útisvæðið með dömunni og athugað hvort hún gæti gefið mér einhverjar vísbendingar hvar skórnir væru en án árangurs. En góðu fréttirnar eru þær að allir skór eru komnir í leitirnar núna en þeir hafa verið týndir viku og viku a.m.k annar skórinn og það af glænýjum skóm hummmm Fyrir helgina var þetta þó orðið enn stærra mál þá var Amanda farin að taka annarra barna skó einnig með lítilli gleði starfsfólks leikskólans og einhverra fúlla foreldra. Deildarstórinn eldri kona sem búin er að vinna þarna í mörg herrans ár kom og bað mig að tala við Amöndu Ösp því þær væru búnar að vera sveittar að hafa uppá 8 skópörum þann daginn og einnig voru týndir skór frá einu pari eins stráks Ég tók dömuna á tal þegar heim var komið og sem betur fer hefur ekki borið á þessu síðan þvílíkur og slíkur agi er greinilega hér á heimilinu fyrst þessi umræða dugði ekki satt Nú er skæruliðinn kominn í þriggja vikna sumarfrí af leikskólanum og örþreyttu leikskólakennararnir líka, vona að þær hvíli sig svo þær verði tilbúnar í átök vetrarins he he þetta var semsagt af Amöndu og skómálunum.
Annars er bara helgin tekin í rólegheitum hér enda komin tími á það. Svo eigum við von á nýgiftu hjónum næsta föstudag það verður gaman að sjá þau svona nýgift Erla Vala er hjá okkur til 31 júlí en þá fær hún íbúðina hér á Jörgens, Palli kemur líklega líka í komandi viku ekki leiðinlegt finnst Blædísi Björt.
Dagarnir þjóta áfram einn af öðrum og á meðan leiðist mér ekki og það er frábært. Við systur höfum líka verið að finna hér útúr gardínumálum og svo smá húsmálum, keypti eitt stykki þvottavél í gær Zanussi og sóttum við systur hana á rauða drekanum til Padborgar.
Annars er búið að vera Ringriderfestival hér um helgina sem ég og Blædís Björt ásamt fylgdarliði kíktum á á föstudaginn rosa flott skrúðganga með hestum og lúðrasveitum frá 14 löndum. Við komum svo við á svæðinu og Blædís fór í nokkur tývolí tæki.
knús og klem frá SDB og munið að skrifa í ATHUGASEMDIR EÐA GESTABÓKINA ekki vera feiminn
Ragna Valdís
Athugasemdir
Hæ hæ.
Hún Amanda Ösp er bara snillingur. Veit hvaða brögðum hún á að beita til að fá nýja skó. Kanski maður fari bara að gera þetta líka, henda skónum fram að svölunum eða í ruslið svo maður hafi góða afsökun fyrir því að kaupa sér nýja?! hahahaha
Það er nú gott að fólkið þitt sé svona duglegt að koma til ykkar, vona að ég komi sem fyrst.
Kossar og knú til ykkar frá okkur :*
Guðlaug (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 09:55
hæ elsku vinkona... æji það er svo frábært að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur. Svo er heldur ekki að spurja að því að það er alltaf gestkvæmt hjá ykkur hjónunum, enda eðal skemmtileg hjón !!!
Já hún dóttir þín er snillingur.. þarf engan snilling til að sjá það :=)
Miss you
Sifjan, 12.7.2009 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.