Gaman saman

Þessa dagana hefur verið minni tími þannig lagað séð í bloggskriftir og hugsanir en Amanda Ösp er í fríi frá leikskólanum svo hér er nóg að gera. Reyndar fékk ég dyggan liðsmann sendann frá Íslandi hann Palla en Blædís Björt og hann eru eins og samloku þrátt fyrir aldursmun 6 ár sem hann mælir reyndar ekki með að hafa á milli barna af fenginni reynslu en systir hans er 6 árum eldri Wink Við Amanda Ösp skelltum okkur í góða göngu róluferð o.fl með nýjum vinum hér í Sönderborginni það var ofsalega ljúft komum við í fínum garði með skemmtilegum leikgarði og þessu fína ja svona la la klósetti sem Amanda prófaði auðvitað. Þegar heim var komið sáum við fullt af litlum ormum hér úti að leika og mömmum með lítil börn svo við þangað bara hérna í garðinn fyrir aftan hús, allar danskar svo það var ókeypis dönskukennsla fínar kellur þarna á ferð eigum eftir að hitta þær oftar ekki spurning þær sögðust alltaf vera þarna á leiksvæðinu ef viðraði og ég væri bara velkomin að kíkja með skæruliðann ég meina engilinn.Grin sem núna syngur í þessum skrifuðu orðum Kim Larsen he he.

Í dag fljúga svo nýgiftu hjónin yfir hafið til Danaveldis með börnin 2, ég á von á að sjá þau í síðasta lagi á morgunn svo verða þau í Flensborg út vikuna nice.

Kobbi hefur nóg að gera og leiðist það ekki. Við skelltum okkur á kaffihús hjónin í gærkvöldi svona aðeins til að kíkja á lífið ofsa nice nema eldhúsið lokaði kl 21 og þá var ekki einu sinni kaka í boði. Erla Vala reif sig upp eldsnemma í morgunn til að halda af stað í vinnu, já hún er komin með vinnu og er það alveg rosalega magnað lýst vel á það í alla staði. Svo nú erum við bara heima og Palli hjá okkur að "hygge sig". Ég hlýt að eiga einhvern þátt í þessu vinnutilboði hennar þar sem ég hjálpaði henni með CV skrifaði um hana línu og var ekkert smá ánægð að ráðgjafinn hjá Jobcenter sagði þetta alveg hárrétt skrifað og flott; Kann að meta það eins og við segjum og varð bara öll glaðari. Smile Garðmaðurinn hrósaði okkur systrum líka um daginn og sagði okkur tala betri dönsku en kona hér sem væri búin að búa hér í 10 árWink Ég ætla samt að kíkja í dönskukennsluna á mánudaginn að eigin beiðni svona til að nýta tímann sem best. Í fyrradag fórum við útá strönd sem er á Kægenes rosa ljúft mínus rigninguna sem plataði okkur til að taka allt saman en varð síðan bara ekkert úr en nú vitum við hvar strönd er að finna. 

Af vinnumálum hjá mér er gott að frétta allavegna allt í vinnslu og ég verð áfram að sýna fullkomna þolinmæði og stóíska ró hvað er nú það afturErrm En ég er að sverma fyrir tveim iðjuþjálfastöðum og er bara ánægð að vera að sækja um slíkar stöður en ekki skúringar í Bónus þið vitið hvað ég meina. 

Segjum þetta gott í bili knús og klem frá Sönderborg, Ragna V

p.s. gleymið ekki að njóta sumarsins kæru vinir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband