22.7.2009 | 09:31
Lífið heldur áfram.......
Það er búið að vera nóg að gera að undanförnu veit ekki hvar ég á að byrja en um helgina þá komu Pétur og Þórunn með Dagbjörtu Fjólu náttúrulega ásamt frábærri mömmu hennar. Það var mjög gaman en það hafði orðið misskilningur hjá okkur vegna tæknilegra örðuleika að þau nýgiftu Stebba og Áki Heiðar og börnin létu ekki sjá sig þennan dag eins og við áttum von á það var því bara gaman að fá Hamborgarana Pétur og co í staðinn þó seint væri bara komið kvöld þegar þau birtust. Stebba og Áki komu síðan daginn eftir og drógum við þau beint í fjölskyldugönguferð um Sönderborg Löbbuðum niður á strönd og svo niður í bæ. Strákarnir demdu sér í sjóinn og fóru mjög blautir heim en Erla Vala var bara heima hjá okkur á meðan. Við héldum því afgnagurinn niður í bæ og stoppuðum og fengum okkur góðan lystauka á IB Rhene Cairo ummmmm þvílíkt kaffihús. Síðan bauð ég upp á eftirrétt heimatilbúin súkkulaðiköku og eplaköku sem fór vel í mannskapinn a.m.k flesta
Við fórum síðan til Flensborgar að kíkja á Stebbu og co. Þau eru í rosa huggulegu húsi þar í útjaðri Flensborgar. Þau pössuðu svo liðið á meðan Ég og Erla V brugðum okkur í matvöru stórinnkaup. Síðan fórum við út að borða með Stebbu og krökkunum og var það bara fínt þrátt fyrir ofsagleði Amöndu Aspar en hún mátti ekkert vera að því að borða heldur vildi vera bara úti á göngugötunni enda opið út sem betur fer vorum við ein á staðnum fyrir utan pizzubakarann Já hún er hressasti krakkinn í fjölskyldunni enn sem komið er skilst mér humm allavegna minni fjölskyldu af 15 stykkjum að henni meðtalinni er það nokkuð gott. En hún er samt engill ljóshærður engill
Á mánudaginn fór ég svo að eigin beiðni í viðtal vegna dönskukennslu sem ég hafði ekki fengið neitt boð um vonandi bara afþví ég hef getað bjargað mér í dönskunni, tek því bara þannig he he. En ég vil endilega fara í dönskukúrsus það gerir mér bara gott að sjálfsögðu. Ég fór og hitti þessa líka almennilegu konu sem starfar í sama húsi og félagsráðgjafara kommúnunnar sem sjá um ýmsa hluti, starthjálp og kontakthjálp svo eitthvað sé nefnt. Ég hef mikið verið að spá í hvernig þetta virkar hér og bera þetta saman við íslensku leiðina. Danmörk hefur upp á fullt af möguleikum að bjóða og yfirleitt möguleikum sem eru hvetjandi finnst mér. Hvetjandi til að gera eitthvað fara í nám eða prófa sig áfram á vinnumarkaðnum án þess að þú hafir einhverja fötlun eða slíkt. Síðan þykir það bara sjálfsagt að fólk borgi hér eftir tekjum leikskólapláss og frístund fyrir börnin, við borgum því 0 krónur í augnablikinu á meðan ég er ekki með vinnu Ég ákvað samt að koma með nokkrar ábendingar til þessarar konu þar sem hún var sérlega almennileg. Það er þarna félagsráðgjafi sem mér finnst alls ekki almennileg sem á að hjálpa fólki. Hún biður fólk að sýna sér ofan í veskið sitt þegar það sækir um starthjálp (fjárhagsaðstoð fyrir þá sem eru nýfluttir og aðstoð við vinnuleit) þetta veit ég að er barasta ekki í boði að gera. Hún var alveg sammála mér sú sem ég var að tala við og var ég ánægð með það og bað hana að koma þessu áfram fyrir mig. Síðan skil ég ekki afhverju fólk er ekki látið skila inn skattaskýrslu hér þegar það sækir um svona hluti og athugaði hún það einnig en þá er þetta bara samskattað síðar og kemur fólki þá eftir á í koll væri nú gáfulegra að fá skattaskýrslula bara strax eins og við gerum á Íslandinu góða. Semsagt svona smáatriðum sem mér finnst náttúrulega stór atriði hef ég aðeins velt mér upp úr bara til gamans og til að átta mig á mismuninum hér og á ÍSL Mér finnst samt meira á Ísl að fólk þurfi að hafa það svo skítt til að fá aðstoð en hér þykir þetta meira sjálfsagt eins og með vistunargjaldið og svona.
Endilega kommentið á þetta ef þið hafið eitthvað til að leggja mér finnst það bara gaman.....
Annars á ég von á mútter á mánudaginn og finnst það ekki leiðinlegt
læt þetta gott í bil sólarkveðjur Ragna V
Athugasemdir
Þú ert bara snillingur Ragna mín.. þú sækir auðvitað bara um vinnu hjá bæjarbatteríinu og kennir þeim hvernig á að gera hlutina, hvað má bæta og breyta :=)
Frábært að heyra að allt gengur vel.. hvenær á ég svo að koma ??
Sifjan, 23.7.2009 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.