Einhverskonar alvara tekin við þessa vikuna og það er bara gott mál

Um helgina skelltum við mamma okkur á rauða drekanum til Hamborgar ásamt Blædísi og Páli Erlingi. Það gekk ljómandi að bruna eftir hraðbrautinni á drekanum og mamma sagði "þetta er enginn hraðbraut" og þá var þetta svo nice þið skiljið eina sem ég gat kvartað yfir var hitinn og loftkælinginn í bílnum mínum sem ég hélt að virkaði og væri í góðu standi var það bara ekki en við lögum það auðvitað eða öllu heldur fáum einvhern til þessWink Annars var þetta ljúf ferð fórum beint nánast með lestinni ásamt mæðgunum Þórunni og Dagbjörtu Fjólu í centrumið og fundum moll til að kæla okkur niður. Versluðum samt mest þennan dag í H&M svo mikið að afgreiðsludaman var steinhissa greinilega aldrei komið Íslendingar í þessa verslun hummmmm þetta var nú ekkert brjálað fjall sem ég var að versla einn haldapoki hvað er það milli vina Grin Kobbi og Amanda Ösp voru heima bara í róelgheitum aðeins að ná áttum eftir að vera byrjuð í sýnum "skólum". Kobbi átti reyndar afmæli daginn sem við fórum en var bara sáttur við að við færum enda alltaf hægt að hala uppá þetta síðar sagði hann ef við vildum það. Pétur kom svo í centrumið og sótti okkur eða helminginn he he afgangurinn fór með lestinni. Daginn eftir fórum við svo í litla bæinn þeirra sem er semsagt nálægt þeim. Um kvöldið hafði vinna hans Péturs boðið í hitting í Planten og Bloomen og var það dásemdin ein fíluðum það vel enda sýning á vatnsorgelinu sem við sáum með tilheyrandi tónum og ljósum ofsalega nice og fallegt í alla staði hefðum sko ekki viljað missa af því. Dagbjört Fjóla gerði þessa fínu lukku þarna... algjör partýljón en hún hafði mikinn áhuga á veitingunum nammi namm. Á laugardeginum var síðan haldið í dýragarðinn, þrátt fyrir hita þá skemmtum við okkur vel þar mjög fallegur dýragarður með hamingjusömum dýrum - alveg satt .. þið vitið hvað ég hef mikið innsæi fyrir dýrum eða hvað Grin Við eyddum þarna 5 klst og vorum vel uppgefinn eftir hitann labbið og gleðina. Síðan héldum við heim og hvíldum lúin bein. Svo heimtaði ég að fara út að borða og fékk það auðvitað í gegn. Fórum niður í Altona á þennan fína gríska veitingastað ummm það var ofsalega góður matur og góð þjónusta þarna, þjónunum fannst skemmtilegt að við værum frá Ísl. Við fengum mjög gott lambakjöt eða hluti af okkur nammi namm. Svo fórum við heim að lúlla okkur........................Daginn eftir fórum við í Turistabíltúr um Hamborg og svo heim á leið. Takk fyrir okkur Pétur og Þórunn og Dagbjört Fjóla.

Á mánudaginn byrjaði svo stóra stelpan mín í skólanum hún Blædís Björt. Það var auðvitað barningur að koma henni í rúmið á sunnudagskvöldinu og er það ekki birtingarhæft hvenær hún lokaði augunum það kvöld Wounderingen það er til bóta. Fyrsta daginn fór ég auðvitað með henni og fórum við á sal og sungum og hlustuðum á skólastjórann. Síðan kallaði hann hvern bekk til síns kennara og Blædis Björt fór með sínum bekk í sína stofu og foreldrarnir voru eftir og fengu kaffi með mjólk takk fyrir. Síðan fóru foreldrar líka í stofuna hjá bekknum og hlustuðu á nokkur orð hjá kennaranum og svo fórum við Blædís Björt heim. Hún er svo búin að vera samferða vinkonu sinni hjólandi í skólann síðan og gegnur vel allt að koma enda mun hún fá dönskukennslu.

Amanda Ösp er hin glaðasta á leikskólanum eftir fríið og það er eins og hún hafi ekki farið í 3 vikna frí mér finnst þetta svipað og þegar hún byrjaði í byrjun sumars á ísl leikskóla þá var hún bara svo ánægð eftir fríið eins og hún hefði ekki farið í neitt frí. Búin að melta þetta og klár í slaginn. Í gær sagði mér einn leikskóakennarinn að hún skildi fullt og væri farinn að tala Íslensku við þær á fullu sem væri fínt þá færi hún bráðum að tala dönskuna það væri merki um það. Hún er núna eina íslenska barnið á leikskólanum og virðist ekkert vera að spá í því.

jæja svo er bara að krossa fingur því í þessum mánuði fer vonandi að skýrast með vinnu fyrir mig svo hugsðið vel til mín og ekki gleyma að koma með athugasemdir eða skrifa í GESTABÓKINA ...

Læt þetta duga í dag bestu kveðjur frá Sönderborg

Ragna Valdís  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alltaf að hugsa til ykkar.

Ha ha Blædís mín er hið fullkomna partíljón hún er svo mikill gullmoli. Alltaf til í stuð og lokar síðust augunum.

Bið að heilsa öllum og til lukku með kallinn.

 Knúsaðu skvísurnar mínar fast og lengi frá mér :)

Eva (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 11:42

2 identicon

Hæ hæ.

Eruð þið bara endalaust á flakki?! Ekki laust við að útþráin nagi mig inn að beini í hvert sinn sem ég les bloggið hjá ykkur :os

Mér finnst nú athugasemdin þín um dýragarðinn nokkuð góð, get ekki neitað því að ég brosti meir en út í annað þegar ég las hana, dýraelskandinn sem þú ert!

Við biðjum að heilsa fólkinu þínu.

*kossarogknús*

Guðlaug (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 17:48

3 Smámynd: Ragna Valdís Elísdóttir

Já maður verður að kynna börnin fyrir dýrunum á samt eftir að hætta mér með Amödnu Ösp þangað er viss um að ég hefði séð á eftir henni inn í nokkrar girðingarnar svo ég þarf að manna mig meira upp og hafa Kobba með þegar við förum með hana Varðandi flakkið þá höfum við ekkert farið mikið þetta flakk er allavegna rétt að byrja he he en við þurfum bara að fara svo stutt til að hafa gaman saman  

P.s og Eva þú ert velkomin án Kötlu takk fyrir þar set ég mörkin sorry hvað ég er grimm  En spurning hvort hún geti verið með hamingjusömu dýrunum í Hamborg á meðan he he

bið að heilsa ykkur

Ragna Valdís Elísdóttir, 13.8.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband