6.9.2009 | 11:30
Aftur orðin 4 í kotinu eftir að mamma fór til Íslands !!
Já það er loksins komið yfir mig bloggstuð aftur er ekki alveg orðin sannur bloggari en samt hugsa mikið í bloggi Ein af ástæðunum fyrir að ég hef ekki bloggað síðan síðast ....eru annir og ekki kannski svo skemmtilegar fréttir en það fór jú svo að ég fékk ekki vinnuna sem ég fór í viðtal útaf. Ég var fúl en skildi þetta mjög vel því þau réðu manneskju sem hafðir reynslu í að vinna í træningsenhed eða á þjálfunarstað en ánægð var ég með hvað þær tóku mér vel, settu ekkert útá dönskuna mína og vildu gjarnan fá að geyma umsóknina mína þar sem þær vilja fá að ráða fleiri þarna inn en þurfa leyfi til þess. Svo þannig fór nú það en það gengur bara betur næst Ég er líka að læra dönskuna enn betur og hef gaman af. Við komumst líka vel af hérna og meira en það svo ég er bara eins róleg og ég get orðið ;) Um síðustu helgi var líka fest hér á Jörgensgard loppumarkaður, og fleira skemmtilegt. Við kíktum auðvitaða á það og á sunnudaginn fór Blædís Björt líka í barnafrukost hér mjög gaman var bara fyrir börn og hún fór bara með dönskum krökkum og fílaði sig vel alsæl eftir daginn. Endalaus fest ekki leiðinlegt það
Það var var skrítið þegar mamma fór efir 5 vikna veru hjá okkur. Við erum búin að eiga góðan tíma saman í vikunni sem hún fór skelltum við okkur niður í Flensborg að sækja Pétur hennar sérlega fylgdarmann he he en hann var að leggja upp í stuttan túr til Íslands. Við höfðum það bara huggulegt í Flensborg meðan við biðum eftir að Pétur kæmi með lestinni. Borðuðum á okkur gat og kíktum í búðir en ekki hvað. Blædís Björt fór með okkur og fannst gaman saman að eiga stelpuferð með okkur þarna. Í þessari sömu viku fórum við líka að heimsækja Gilla frænda sem býr í Egnersund það var yndislegt að koma til þeirra hefði ekki viljað missa af því og á svo sannarlega eftir að hitta þau oftar. Þau elduðu eða færeyska konan hans eldaði ofsalega góðan mat handa okkur með eftirmat og tilheyranadi. Stelpurnar skemmtu sér vel enda frænka þarna 5 ára gömul sem þær höfðu huggulegt með enda allar frekar þreyttar eftir skóladaginn.
Pétur gisti svo semsagt eina nótt hjá okkur og daginn eftir keyrði ég þeim útá flugvöll hér í Sönderborg en héðan flugu þau til Köben. Mamma stóð sig eins og hetja en síðan voru þau allan daginn í Köben þar sem þau áttu ekki flug fyrr en um kvöldið frá Kastrup. Þau höfðu það huggulegt ekki í búðum nei nei nei heldur á pöbbunum ÍslendingakránumJ Gaman af því en mamma hafði ekki komið áður til Köben. Svo gekk þetta bara vel enda Pétur í mun betra ferðastuði en þegar þau komu hingað út
Ég er svo búin að eyða miklum tíma með vinkonu minni hér ekki amarlegt að vera búin að kynnast svona góðu fólki hér átti með þeirri fjölskyldu skemmtilega helgi en við fórum tvær á svona uppskeruhátíð í miðbænum um helgina eða bara í gær sem var mjög gaman að sjá mikið fjör og stemmning. Kobbi var að vinna og vinna. Síðan skellti ég mér með þeim á Loftið um kvöldið sem var að vanda skemmtilegt.
Svo er bara spennandi framundan langar að kaupa hús hér en þolinmæðin þrautin vinnur allar eða hvað? Systir mín er líka komin með þennan fína danska kærasta vona bara það endist
Þetta ættu að vera eitthvað að fréttum héðan í bili man allavegna ekki eftir fleiru í augnablikinu nema þá að stelpurnar eru ánægðar með sig og okkur líður vel , knús og klem til ykkar allra hafði það gott þar til næst kveðja Ragna V
Athugasemdir
Það er nú gott að lesa hvað lífið er ljúft hjá ykkur þarna út, frábært að stelpunum skuli líka ganga svona vel að aðlagast.
Af okkur er bara sama að segja, stelpunum gengur mjög vel að aðlagast hérna og það er bara stuð hjá mér í skólanum.
*kossarogknús*
Guðlaug og co
Guðlaug (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 13:09
Gaman að allt gengur vel - við erum alltaf á leið að heyra í ykkur en erfiðlega gengur að finna góðan tíma..........endalaus þvælingur á okkur:)
Jóna Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 22:55
hæ,hæ
Já lífið er greinilega ljúft í bænum Sönderborg hjá ykkur. Gaman af svona festival vonandi færð þú nú eitthvað að gera í vetur.
ég fylgist með eins og alltaf..
kvitt kvitt
frá króknum
Þorgerður á norðuslóðum (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.