Jú jú við erum vel lifandi !!

Heil og sæl

vei ég veit svolítið langt síðan síðast en von þið fyrirgefið það þar sem vinna hefur tekið hug og krafta mína alla. Hvað vinnuna varðar er að þetta verður betra og betra með hverri vikunni og er bara orðið alveg ljómandi gott núna Smile og ég get gert aðeins meira en ekkert eftir að ég kem heim, er semsagt ekki eins þreytt eftir einbeitingarsaman dag. Nú er vinna flutt til Augustenborgar sem er hér ja 5km ca frá ég er svona 10 mín að keyra en er nú að reyna að mana mig upp í að fara að hjóla. Hjólið mitt er reyndar bilað í augnablikinu svo það er enn ágætis afsökun fyrir að vera ekki þegar byrjuð en við fluttum nú bara í lok síðustu viku Wink Ég var svo glöð í dag þegar sú sem hefur verið að koma mér inní starfið og mín hægri hönd, kona sem hefur unnið þarna lengi, að þetta gengi nú "fantastik" hjá mér svo ég skildi bara vera róleg. Nýji vinnustaðurinn þ.e í Augustenborg er allt öðruvísi en ég og hinar flestar eru vanar. Opið rými sem við deilum 16, 1 kall þar af sem er frá Svíþjóð Smile hetja í konuskaranum.  Ég fór á námskeið í hjálpartækjum um daginn já það hljómar fyndið og spennandi en þetta var semsagt með hjálpartæki eins og hjólastóla og til skeiða með breiðu skafti og allt þar á milli. Við fórum ég og Svínn til Aabenraa og þetta var ljómandi fínt þar sem þetta er með öðru sniði hér en á Íslandi. Svo það rann upp fyrir mér ljós hér er þetta semsagt á vegum kommununnar eða sveitarfélagsins og er svipað og tryggingarstofnun en þjónar minna svæði og er ekki Ríkisins. Þarna er líka hægt að prófa hin ýmsu hjálpartæki og fá ráðgjöf bæði skjólstæðingar og meðferðaraðilar.

Af félagslífinu er bara allt í gangi. Helgin var fín við fengum óvænt þannig lagað séð Pétur, Þórunni og Dagbjörtu Fjólu í heimsókn en þær mæðgur voru í Hamborg í stuttu stoppi að sinna maka og pabba. Það var bara yndislegt að fá þau eins og alltaf, og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Við fórum með þeim í jólafrukost hjá Henning og Erlu Völu. Frukosturinn var mjög góður og smakkaðist ægilega vel. Happy Steinunn vinkona Erlu Völu var í heimsókn og ekki var nú leiðinlegt að hitta sveitunga sinn...... Sem og aðra furðu Dani bæði vini Erlu Völu og Hennings. Þessum Dönum var það til lista lagt að reykja þó nokkuð sem telst kannski ekki til lista en það gátu þau allavegna Shocking Snafsamenning er líka eitthvað sem fylgir jólafrukost hér og var það bara skemmtilegt þó ég bragði ekki á þeim en það fór allavegna ekki í mann eins og reikurinn. Mér finnst bara gaman að bera þetta saman við íslenska menningu. Við tókum líka langan tíma í að borða marga klukkutíma og það var þríréttað eða forréttir, aðalréttir og eftirréttir Smile Auður dóttir vinafólks okkar passaði dömurnar og gekk það ljómandi vel. Síðan fékk ég þá góðu hugmynd að fá Afganastelpurnar á móti hér í stigaganginum að vera pössunarpíur hjá okkur. Þær eru eldri og eiga heima hér i beint á móti og eru bara góðar og ekki uppteknar þegar eitthvað íslenskt er um að vera og svona. Á sunnudeginum var svo jólaföndur eftir að við vorum búin að kveðja Pétur og Þórunni. Mjög notarlegt með kakói og piparkökum. Jólalög voru spiluð og við mæðgurnar föndruðum sem aldrei fyrr. Við fórum bara ég og Blædís Björt en ég sá ekki fyrir mér að Amanda myndi sitja kyrr og föndra. Hún fór því bara á heimsóknarrölt með pabba sínum og græddi súkkulaðiköku og fleira góðgæti.

Framundan er bara gleði og jólaundirbúningur en við stefnum að því að vera í Birkeröd um jólin, í húsi vina sem ætla til Íslands. Vildum gera eitthvað öðruvísi þessi jól í stíl við allt árið Grin Svo er jólaglögg og frukostur og fleira framundan með vinnunni. Frukosturinn í skólanum er því miður á sama tíma og í vinnunni Pouty en ég mæti í vinnufrukostinn. Svo er stefnan að kíkja til Hamborgar eina helgi svo það er nóg að gera.

Semsagt gott að frétta héðan knús knús

Kv Ragna V


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

GAman að sjá að þið eruð á lífi og allt gangi sinn vanagang - var reyndar búin að ákveða að ástæðan fyrir bloggleysinu væri örugglega bara það að allir hefðu nóg að gera - ekkert verið að hanga í tölvunni með heimþrá!

 En nú líður að jólakortaskrifum - ertu til í að senda mér heimilisfangið????

 Kveðja erlaran@akmennt.is

Erla Rán (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband