24.11.2009 | 19:57
Aðventan kemur sterk inn ....og ekkert jólastress framundan
Já það er bara eins og aðventan sé byrjuð. Um helgina fór ég og Amanda Ösp í heimsókn til Erlu V og Hennings (út í sveit þar sem hann á heima) hér rétt hjá og fórum á smá svona julehygge hjá myllu þar rétthjá. Amanda Ösp fékk þetta fína hjól í láni hjá Henning og hjólaði eins og aldrei fyrr að myllunni sem var smá spotta frá heimilinu hans Hennings. Foreldrar hans komu með okkur og var þetta hin notarlegasta stund. Byrjuðum á að labba niður að sjó og svo að myllunni. Þar var verið að selja jólahandverk og svo hitti Amanda jólasveinin sem var öllu stilltari en þeir sem ég þekki á Íslandi þannig hún bara gat alls ekki orðið neitt smeik, jólasveinninn gaf henni þenna líka fína nammipoka Svo var verið að selja ýmislegt ætilegt þarna eins og möndlurnar mínar góðu svona brenndar ummmm og keypti ég einn poka og borðaði med det samme svo var verið að selja kleinur sem danir borða bara í kringum jólin og keypti ég auðvitað einn poka fyrir Kobba minn sem elskar allavegna ísl. kleinur. Svo keypti ég rúgbrauð eða gróft brauð eins og ég kalla danska rúgbrauðið mjög gott. Svo var haldið í kakó, eplaskívur og glögg sem var verið að selja þarna.... nammi namm. Eplaskívur er málið hér á aðventunni og glögg sem ég hef ekki smakkað á ennþá en drekk bara kakóið í staðinn. Amanda Ösp græddi líka einn jólaálf en mamma Hennings keypti handa henni ekki slæm "amma" þar á ferð. Síðan héldum við til baka heim til Hennings og fengum áfram kaffi og kanilsnúða.
Svo var það bara bakstur á sunnudeginum held ég hafi bara aldrei verið svona snemma í því. Sakna nú samt að baka ekki með Stebbu systir eins og ég er vön en ég fæ staðgengil í Sörurnar og laufabrauðið svo það er æði. Amanda Ösp sérstaklega borðuðu slatta af kókos og haframjölskökunum góðu og var ég orðin efins að vera að baka svona snemma þetta klárast bara allt fyrir jól en hvað gerir það svosum til. Nú hef ég samt falið kökurnar og hef því smá stórn á þessu Blædís Björt lék bæði við danskar og íslenskar stelpur um helgina og gekk það ljómandi. Það tekur á að koma henni af stað að leika við þessar dönsku en svo vil hún ekki með heim þegar þar að kemur. Svo er það bara vinna og aftur vinna sem gengur ljómandi. Ég hitti í kaffistofunni eða kantinunni eins og það er kallað hér tvær konur sem höfðu komið til Íslands og keyrt hringinn. Önnur þeirra var þar í sumar og var heilluð. Gaman að hitta fólk sem finnst þetta um landið manns.
Vona þið hafið það gott. Farið ekki hamförum í jólunum ekkert stress og bless
Ragna Valdís
Athugasemdir
Sæl Ragna mín
Þetta hefur greinilega verið notaleg og skemmtileg helgi, gaman að lesa um hvernig allt gengur hjá ykkur og takk fyrir að deila því með okkur
Bryndís Dagbjartsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.