29.11.2009 | 09:12
Enn reynir á þolinmæðina ;)
Já það er núna bara svona allt í einu sem allt er að gerast án þess að við höfum annað en hugsað um það er þetta eitthvað í ætt við "secret leyndarmálið" eða hvað.
Byrum á þessu almenna; vikan gekk vel og leið hratt og örugglega endaði vinnuvikuna á fimmtudagin með julehygge eða jólaglöggi (sem ég annars drekk ekki), hjá einum vinnufélaganum. Hún býr á sloti hér úti í sveit og byrjuðum við á því að ná okkur í smá jólapunt eða greni eins og það hetir í minni sveit. Þetta var ljómandi huggulegt og var ég svo bara komin heim um kvöldmat, nice það. Á föstudeginum var það svo Dönskukennslan og það er skemmtilegt að hitta bekkjarfélagana aðeins. Danski kennarinn minnti á að kveikt yrði á jólatréunu og allt sem því tilheyrir seinna um daginn svo samviskan kom upp í mér að drífa mig með dömurnar í bæinn, án þess að ég sérstaklega nennti svona á föstudegi. Blædísi Björt þurfti ég að byrja á að selja hugmyndina meira segja og tókst það svo við drifum okkur með einn jörgensbúa með og kíktum á herlegheitin. Bara nokkuð nice fyrir utan rigninguna sem kom rétt áður en kveikt var á trénu. Við gerðum nú gott úr því og hlupum bara inná kaffihúsið okkar góða sem alltaf er þarna á sínum stað heitt kakó gerði gæfumuninn. Svo þurftum við að drífa okkur heim til að taka á móti manni sem var að koma með eitt stykki hjól sem við vorum að kaupa handa Amöndu Ösp. Átti reyndar að vera jólagjöf en hver getur beðið með slíkan grip til jóla án notkunar. Daman var heldur betur ánægð og fannst þetta mun meiri jólamaður en hún hafði hitt niðri í bæ. Þessi kom allavegna færarndi hendi, hinn var reyndar með nammipoka handa börnunum. Byrjunin var að prófa innanhúss jú jú. Svo fór Blædís Björt að leika við eina danska vinkonu á Midtkobbel (vonandi verðandi nágrannar okkar svo við tókum hjólaprófun í leiðinni. Amanda Ösp hjólaði eins og hún hefði aldrei gert annað svo það var mjög skemmtilegt. Annars hefur þetta verið "róleg" helgi þannig lagað. Blædís Björt og vinkonan komu svo hingað að leika og mamma vinkonunnar talaði um að það væri gjörbylting á dönskunni hennar Blædísar Bjartar bara "hold da op" og dóttirin hafði líka verið búin að nefna það við mömmu sína. Á laugardeginum fengum við svo óvænta símhringingu. Fasteignasalinn sem heitir Siggi var í símanum, ég hélt fyrst það væri Siggi bróðir þegar Kobbi kallaði á mig en það reyndist annar Siggi. Það er semsagt komið tilboð í húsið okkar sem er bara dýrlegt en það er jú bara nýkomið á sölu þ.e. á föstudag á netið. Svo erum við að tala um draumakaupendur sem við þekkjum ágætlega af fyrri viðskiptum (vil ekki nefna nein nöfn af tillitsemi við þau). Nú er bara að bretta upp ermar og klára þetta og ganga frá og KAUPA MIDTKOBBEL draumahúsið okkar hér þarf að sannfæra bankann um að það sé málið en fyrst er að klára söluna, "still og rolig", já já. Þetta er bara eins og í lygasögu, einhvernvegin of gott til að vera satt ég meina það!!!!!
Sunnudagurinn er síðan aðventukaffi á loftinu (sal ísl. félagsins), ljómandi alveg svona á sunnudegi. Í gær bakaði ég danskan jólakrans (en allir eiga að koma með eitthvað í kaffið). Mjög ánægð með kransinn. Fléttaður brauðkrans með svona spes brauði með kardó í og svo set ég kerti enda fyrsti sunnudagur í aðventu. Við höfum líka verið að skreyta pínu um helgina.......
Þetta var það svo er það bara vikan sem verður annasöm og spennandi, svo spennandi að ég get varla beðið. Verð fegin þegar þetta er afstaðið.
en munið að kvitta eða koma með athugasemdir það er alltaf skemmtilegra fyrir mig annars veit ég ekki af ykkur þarna að lesa bloggið mitt sem er UM OKKUR og er persónulegt
Stórt knús á ykkur öll elskiði friðinn
Ragna Valdís ávallt þolinmóð
Athugasemdir
Það er naumast allataf nóg af spennandi hlutum að gerast hjá ykkur. Nú fylgist maður spenntur með og krossar fingur
Annars er bara allt við það sama hjá okkur, ég er að rembast við að komastí jólskap, það er bara ekki að gerast Vona að það hellist yfir mig þegar prófin eru búin.
*Knúsogkossar til ykkar*
Guðlaug (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 11:09
smá myndar húsmóðir ertu bakaður aðventu krans já við krossum líka fingur hér og vonum að salan a húsinu á Ak gangi upp. Hér erum við Sindri heima og vorum að koma aðventuljósinu fyrir í stofuglugganum, húsmóðirinn er með flensu svo bakstur bíður til næstu helgar.
Kveðja og knús
Þorgerður. Sigrún Þóra og Sindri Snær.
Þorgerður (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 12:59
Ég fylgist vel með - þrátt fyrir að gefa lítið upp....
Erla Rán og co. (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 19:26
Vei en spennandi, ég krossa putta.
Þú með þinn einstaka sannfærinagarkraft getur alveg talað bankan til :)
Eva (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.