Færsluflokkur: Bloggar
6.9.2009 | 11:30
Aftur orðin 4 í kotinu eftir að mamma fór til Íslands !!
Já það er loksins komið yfir mig bloggstuð aftur er ekki alveg orðin sannur bloggari en samt hugsa mikið í bloggi Ein af ástæðunum fyrir að ég hef ekki bloggað síðan síðast ....eru annir og ekki kannski svo skemmtilegar fréttir en það fór jú svo að ég fékk ekki vinnuna sem ég fór í viðtal útaf. Ég var fúl en skildi þetta mjög vel því þau réðu manneskju sem hafðir reynslu í að vinna í træningsenhed eða á þjálfunarstað en ánægð var ég með hvað þær tóku mér vel, settu ekkert útá dönskuna mína og vildu gjarnan fá að geyma umsóknina mína þar sem þær vilja fá að ráða fleiri þarna inn en þurfa leyfi til þess. Svo þannig fór nú það en það gengur bara betur næst Ég er líka að læra dönskuna enn betur og hef gaman af. Við komumst líka vel af hérna og meira en það svo ég er bara eins róleg og ég get orðið ;) Um síðustu helgi var líka fest hér á Jörgensgard loppumarkaður, og fleira skemmtilegt. Við kíktum auðvitaða á það og á sunnudaginn fór Blædís Björt líka í barnafrukost hér mjög gaman var bara fyrir börn og hún fór bara með dönskum krökkum og fílaði sig vel alsæl eftir daginn. Endalaus fest ekki leiðinlegt það
Það var var skrítið þegar mamma fór efir 5 vikna veru hjá okkur. Við erum búin að eiga góðan tíma saman í vikunni sem hún fór skelltum við okkur niður í Flensborg að sækja Pétur hennar sérlega fylgdarmann he he en hann var að leggja upp í stuttan túr til Íslands. Við höfðum það bara huggulegt í Flensborg meðan við biðum eftir að Pétur kæmi með lestinni. Borðuðum á okkur gat og kíktum í búðir en ekki hvað. Blædís Björt fór með okkur og fannst gaman saman að eiga stelpuferð með okkur þarna. Í þessari sömu viku fórum við líka að heimsækja Gilla frænda sem býr í Egnersund það var yndislegt að koma til þeirra hefði ekki viljað missa af því og á svo sannarlega eftir að hitta þau oftar. Þau elduðu eða færeyska konan hans eldaði ofsalega góðan mat handa okkur með eftirmat og tilheyranadi. Stelpurnar skemmtu sér vel enda frænka þarna 5 ára gömul sem þær höfðu huggulegt með enda allar frekar þreyttar eftir skóladaginn.
Pétur gisti svo semsagt eina nótt hjá okkur og daginn eftir keyrði ég þeim útá flugvöll hér í Sönderborg en héðan flugu þau til Köben. Mamma stóð sig eins og hetja en síðan voru þau allan daginn í Köben þar sem þau áttu ekki flug fyrr en um kvöldið frá Kastrup. Þau höfðu það huggulegt ekki í búðum nei nei nei heldur á pöbbunum ÍslendingakránumJ Gaman af því en mamma hafði ekki komið áður til Köben. Svo gekk þetta bara vel enda Pétur í mun betra ferðastuði en þegar þau komu hingað út
Ég er svo búin að eyða miklum tíma með vinkonu minni hér ekki amarlegt að vera búin að kynnast svona góðu fólki hér átti með þeirri fjölskyldu skemmtilega helgi en við fórum tvær á svona uppskeruhátíð í miðbænum um helgina eða bara í gær sem var mjög gaman að sjá mikið fjör og stemmning. Kobbi var að vinna og vinna. Síðan skellti ég mér með þeim á Loftið um kvöldið sem var að vanda skemmtilegt.
Svo er bara spennandi framundan langar að kaupa hús hér en þolinmæðin þrautin vinnur allar eða hvað? Systir mín er líka komin með þennan fína danska kærasta vona bara það endist
Þetta ættu að vera eitthvað að fréttum héðan í bili man allavegna ekki eftir fleiru í augnablikinu nema þá að stelpurnar eru ánægðar með sig og okkur líður vel , knús og klem til ykkar allra hafði það gott þar til næst kveðja Ragna V
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.8.2009 | 10:04
Nú er bara að vera extra þolinmóð
Við viljum byrja á að óska Álfheiði Unu til hamingju með daginn í dag en daman er 7 ára og því miður erum við fjarri en Blædís Björt er alltaf að sjá hvað þær vinkonurnar geta gert þegar ekki EF þau koma í heimsókn til okkar já þær finna nú leiðir þessar dömur þó ungar séu að aldri...... Eigið góðan dag.
Annars er núna bara að bíða og sjá hvað tíminn ber í skauti sér vó vó háfleygt hjá mér en þannig er það samt. Ég fór semsagt brunandi á hjólinu úr dönskukennslunni í atvinnusamtal í gær hjá Træningsenheden. Mætti auðvitað tímanlega og beið svo eftir 4 konum sem tóku viðtalið í upplýsingunum, eins og ég væri að fara fyrir dóm. Nei ég var reyndar furðu róleg bara enda allir búnir að óska mér held og lykke í danska bekknum mínum en þeim fannst þetta ótrúlega spennandi en þau vissu að ég væri að fara þar sem ég þurfti að fara fyrr úr dönskunni. Ég fæ síðan að vita með hvort ég fæ starfið núna fyrir helgin enda var meiningin að byrja í næstu viku takk fyrir pent. Viðtalið var mun þægilegra en ég átti von á hef farið í meira krefjandi viðtöl á Íslandi þar sem maður er spurður útí persónulegri hluti eins og áttu börn og hvað geriðu ef þau eru veik o.s.frv þau spurðu ekkert um slíkt. Meira útí mína reynslu og þessháttar. Ég held í vonina að fá þetta starf en er ekki viss þar sem fleiri fóru í viðtal að ég fái það en þær spurðu hvort þær mættu halda umsókninni ef ég fengi ekki starfið. Sú sem sýndi mér staðinn hér í Sönderborg sem ég hafði notabene hitt áður að þeim vantaði sko fleiri þjálfara á staðinn væri bara spurning um að fá leyfi fyrir að ráða fleiri. Svo nú er bara að krossa fingur ef ég fengi starfið þyrfti ég líka að færa mig yfir á kvöldin í dönskunni og kveðja þennan æðislega hóp sem ég er í
Svo erum við Kobbi með margt á prjónunum langar að selja Skarðshlíðina og hreinlega kaupa okkur hús hér í Sönderborg enda mun eðlilegra lánaumhverfi hér en á Íslandi lánin manns hækka ekki um 100þús þegar ég borga 100þús. Svo það eru miklar pælingar í gangi og þannig er nú það barasta, við erum pínu brjáluð þó róleg séum að eðlisfari en þetta er samt eitthvað svo rétt fyrir okkur að gera Enda búin að finna DRAUMAHÚS hér í Sönderborg alveg óvart það var reyndar óvart líka þegar við fundum húsið í Skarðshlíðinni og svo ætluðum við líkt og fyrri eigendur alltaf að búa í Skarshlíðinni en svona bara er lífið he he
Mamma er hjá okkur og fer nú því miður að síga á seinnihlutann hér hjá henni en hún fer heim á fimmtudaginn eftir viku samferða Pétri bróður sem bregður sér í brúðkaup. Þá helgi er haustfagnaður hér hjá Íslendingafélaginu og væri nú gaman að skella sér skilst nú samt að Kobbi verði mega upptekin þá helgi.... En ég og stelpurnar gætum auðvitað skellt okkur og tekið Erlu V með. Svo er alltaf á planinu að fara til Birkerod að heimsækja frábært fólk sem við kynntumst í Norrænu. Við eigum líka von á góðri fjölskyldu hérna til okkar þann 12, það verður ekki leiðinlegt að fá þau get nú ekki nefnt nein nöfn en þetta er vinkona mín og hennar fjölskylda en þau hyggjast flytja hingað eða þangað he he ekki alveg ákveðið fer eftir vinnumálum
Svo það er nóg að gera eins og endranær og ég bara spennt fyrir framhaldinu
Stelpurnar una sér vel hér Amanda Ösp er alsæl á leikskólanum og byrjaði að syngja hér hástöfum í gær Meistari Jakob á DÖNSKU og datt útaf við þann söng en þetta söng hún fyrir pabba sinn þegar hún var að sofna, hlýtur að gera mikið fyrir sjálfsálitið hjá honum he he MEISTARI JAKOB
Blædís Björt er ánægð í skólanum og er búin að vera mikið að leika við danska stelpu hér í nágrenninu reyndar stelpu sem á heima í sömu götu og DRAUMAHÚSIÐ okkar er en það er rétthjá okkur. Í gær var ég að spjalla við hana en hún fékk að koma með að skoða húsið og við vorum að spjalla um að þá þyrftum við líklega að ná í dótið okkar til Ísl hún sagði þá "förum við þá bara og komum svo starx aftur sama dag hingað"? nei sagði ég vi ð myndum ekki koma sama dag hingað afhverju ertu að spurja af því, hún spurði líka hvort hún færi með. Hún sagðist bara ekki nenna til Íslands vildi bara vera hér Svo henni líkar ljómandi hér þó hún sakni vinkvenna sinna á íslandi oft en henni finnst bara upplagt að fá þær reglulega í skemmtiferð hingað ............
Gleymdi að segja frá því að hér er fest um helgina í Jorgensgard þar sem við búum markaður og fleira skemmtilegt spurning að kíkja á það .....................
Læt þetta duga í bili og minni á GESTABÓKINA
sólarkveðjur frá Sönderborg Ragna V
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2009 | 21:04
Allt að gerast eða hvað ;)
Þessa vikuna er búið að vera nóg að gera reyndar eins og allar hinar. Ég byrjaði í Lær Dansk hér á þriðjudaginn og var með óljósa hugmynd hvernig það yrði svo það kom mér skemmtilega á óvart að þetta er frábær hópur sem er þarna samankominn skemmtilegur kennari og bara mjög skemmtilegt í alla staði. Við erum tvær íslenskar í hópnum og náum svona líka vel saman hreint magnað blöðrum og blöðrum á íslensku náttúrulega en eigum að blaðra á dönsku he he en svo spjöllum við heilmikið við hópinn líka það eru 2 frá Kína þarna, 2 frá Þýskalandi, 1 frá Rúmeníu, 2 frá Filippseyjum og svo einn svartur karlmaður he he sem er læknir eini karlmaðurinn í hópnum-alveg frábær náungi. Í dag var ég svo boðuð í atvinnuviðtal á svona þjálfunarstað svipað og Bjarg eða Sjálfsbjörg á Akureyri. Ég fer í viðtalið í næstu viku svo þið megið hugsa ljómandi vel til mín þá ekki veitir mér af he he.
Við fórum á tjaldsvæðið í Kollund í dag þar sem það var svo heitt og þetta fína leiksvæði þar stelpurnar voru í góðum gír rosa gaman.....
Er ekki í nógu miklu bloggstuði núna svo ég læt þetta gott í bili
bestu kveðjur Ragna Valdís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2009 | 21:06
Var að skella inn myndum í ágústalmbúmið frá hinum ýmsu viðburðum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2009 | 09:52
Einhverskonar alvara tekin við þessa vikuna og það er bara gott mál
Um helgina skelltum við mamma okkur á rauða drekanum til Hamborgar ásamt Blædísi og Páli Erlingi. Það gekk ljómandi að bruna eftir hraðbrautinni á drekanum og mamma sagði "þetta er enginn hraðbraut" og þá var þetta svo nice þið skiljið eina sem ég gat kvartað yfir var hitinn og loftkælinginn í bílnum mínum sem ég hélt að virkaði og væri í góðu standi var það bara ekki en við lögum það auðvitað eða öllu heldur fáum einvhern til þess Annars var þetta ljúf ferð fórum beint nánast með lestinni ásamt mæðgunum Þórunni og Dagbjörtu Fjólu í centrumið og fundum moll til að kæla okkur niður. Versluðum samt mest þennan dag í H&M svo mikið að afgreiðsludaman var steinhissa greinilega aldrei komið Íslendingar í þessa verslun hummmmm þetta var nú ekkert brjálað fjall sem ég var að versla einn haldapoki hvað er það milli vina Kobbi og Amanda Ösp voru heima bara í róelgheitum aðeins að ná áttum eftir að vera byrjuð í sýnum "skólum". Kobbi átti reyndar afmæli daginn sem við fórum en var bara sáttur við að við færum enda alltaf hægt að hala uppá þetta síðar sagði hann ef við vildum það. Pétur kom svo í centrumið og sótti okkur eða helminginn he he afgangurinn fór með lestinni. Daginn eftir fórum við svo í litla bæinn þeirra sem er semsagt nálægt þeim. Um kvöldið hafði vinna hans Péturs boðið í hitting í Planten og Bloomen og var það dásemdin ein fíluðum það vel enda sýning á vatnsorgelinu sem við sáum með tilheyrandi tónum og ljósum ofsalega nice og fallegt í alla staði hefðum sko ekki viljað missa af því. Dagbjört Fjóla gerði þessa fínu lukku þarna... algjör partýljón en hún hafði mikinn áhuga á veitingunum nammi namm. Á laugardeginum var síðan haldið í dýragarðinn, þrátt fyrir hita þá skemmtum við okkur vel þar mjög fallegur dýragarður með hamingjusömum dýrum - alveg satt .. þið vitið hvað ég hef mikið innsæi fyrir dýrum eða hvað Við eyddum þarna 5 klst og vorum vel uppgefinn eftir hitann labbið og gleðina. Síðan héldum við heim og hvíldum lúin bein. Svo heimtaði ég að fara út að borða og fékk það auðvitað í gegn. Fórum niður í Altona á þennan fína gríska veitingastað ummm það var ofsalega góður matur og góð þjónusta þarna, þjónunum fannst skemmtilegt að við værum frá Ísl. Við fengum mjög gott lambakjöt eða hluti af okkur nammi namm. Svo fórum við heim að lúlla okkur........................Daginn eftir fórum við í Turistabíltúr um Hamborg og svo heim á leið. Takk fyrir okkur Pétur og Þórunn og Dagbjört Fjóla.
Á mánudaginn byrjaði svo stóra stelpan mín í skólanum hún Blædís Björt. Það var auðvitað barningur að koma henni í rúmið á sunnudagskvöldinu og er það ekki birtingarhæft hvenær hún lokaði augunum það kvöld en það er til bóta. Fyrsta daginn fór ég auðvitað með henni og fórum við á sal og sungum og hlustuðum á skólastjórann. Síðan kallaði hann hvern bekk til síns kennara og Blædis Björt fór með sínum bekk í sína stofu og foreldrarnir voru eftir og fengu kaffi með mjólk takk fyrir. Síðan fóru foreldrar líka í stofuna hjá bekknum og hlustuðu á nokkur orð hjá kennaranum og svo fórum við Blædís Björt heim. Hún er svo búin að vera samferða vinkonu sinni hjólandi í skólann síðan og gegnur vel allt að koma enda mun hún fá dönskukennslu.
Amanda Ösp er hin glaðasta á leikskólanum eftir fríið og það er eins og hún hafi ekki farið í 3 vikna frí mér finnst þetta svipað og þegar hún byrjaði í byrjun sumars á ísl leikskóla þá var hún bara svo ánægð eftir fríið eins og hún hefði ekki farið í neitt frí. Búin að melta þetta og klár í slaginn. Í gær sagði mér einn leikskóakennarinn að hún skildi fullt og væri farinn að tala Íslensku við þær á fullu sem væri fínt þá færi hún bráðum að tala dönskuna það væri merki um það. Hún er núna eina íslenska barnið á leikskólanum og virðist ekkert vera að spá í því.
jæja svo er bara að krossa fingur því í þessum mánuði fer vonandi að skýrast með vinnu fyrir mig svo hugsðið vel til mín og ekki gleyma að koma með athugasemdir eða skrifa í GESTABÓKINA ...
Læt þetta duga í dag bestu kveðjur frá Sönderborg
Ragna Valdís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2009 | 18:48
Smá fréttir af lífinu og tilverunni:)
Lífið er ljúft nóg að fólki og annasamt síðan síðast nægur félagsskapur og ég búin að fá mömmu hingað út aftur og það er náttúrulega bara frábært (þeir sem að til þekkja vita að mamma segir að það hafi alveg gleymst að klippa á naflastrenginn þegar ég fæddist, ég er reyndar ekkert sammála-til hvers eru mömmur annnars?) Svo áttum við góða viku með þeim mæðgum Þórunni og Dagbjörtu Fjólu þær komu til okkar og voru í viku mjög nice, gönguferðir,búðaráp, almenningsgarðar skoðaðir, hjólatúr, rúntur um als o.fl. Svo kom Pétur og sótti mæðgurnar og stoppaði yfir helgina. Hin magnaðasta helgi Erla Vala flutti í íbúðina í bakgarðinum muniði! svo fórum við í þetta líka fína Íslendingafélagsgrill í Kathrinarlundi það var ofsa gaman og hittum við þar fullt af góðu fólki allavegna svona við fyrstu sýn, Pétur og Kobbi toppuðu þetta svo með því að fara á loftið-skemmtstað ísl hér í SDB en við Þórunn tókum því rólega heima enda bara fínn skemmtistaður líka Ég átti alveg eftir að segja ykkur frá fallega brúðkaupsdeginum okkar Kobba sem bar uppá fimmtudag bjartan og fagran en þá skelltum við okkur út að borða á þessum líka fína stað niður við höfnina bara nice. OG það sem meira var að Kobbi pantaði með dyggri aðstoð frá Stínu borðið og planaði þetta já TAKK. Okkur var óskað til lukku með daginn þegar við komum þar sem Stína hafði tekið þetta skýrt fram af hvaða tilefni þetta væri og var meira segja flaggað dönsku flaggi á okkar borði í tilefni dagsins
Af alvörunni en Kobbi byraði í skólanum á mánudaginn; dagur nr 1 var ruglingslegur Kobbi var þó seinn sé oft mættur á undan kennurunum og var í góðum gír þrátt fyrir rugling Allt á dönsku og det er bare ikke so lidt fyrir Kobba minn. Dagur nr 2 var enn ruglingslegri Adocat og alless þann dag og Kobbi greyið bara næstum farin að skæla yfir GLÆNÝRRI útgáfu af Adocat og dönskunni en ég stappaði í hann stálinu og minnti hann á að dætur hans væru nú líka nýbyrjaðar í dönskum skóla humm humm Dagur nr 3 var svo bara æði og það er dagurinn í dag hvað gerði þessa breytingu er spurning kannski sæti kvennkyns kennarinn sem var að hefja störf, maður spyr sig Svo er það dagur 4 á morgun og það mun vera 6. ágúst og fyrir þá sem ekki vita er það fæðingardagur JAKOBS Þrátt fyrir það hef ég fengið leyfi til að fara til Hamborgar og heimsækja Pétur og hans lille familie, ekki leiðinlegt það og auðvitað sagði Kobbi bara að við gerðum okkur bara glaðan afmælisdag síðar ekki málið ekki dettur mér í hug að hann geti gert sér glaðan dag án mín og Blædísar Bjartar en yngsti meðlimurinn verður honum til ánægju um helgina enda ekki vænleg í búðarrápi og fleiru í Hamborg Við tökum Palla og múttu með svo þetta er magnað. Með garmininn og á rauða drekanum mínum eru mér allir vegir færir..................
Af atvinnumálum er allt bara í vinnslu, held það sé best orðað þannig bíð eftir svörum um 4 Iðjuþjálfajob sem ég hef sótt um mjög spennandi og verð ég að bíða róleg þar til eftir miðjan ágúst, ég fer nú létt með það vona ég, allt að koma í þolinmæðiþjálfuninni Mér var að vísu boðið iðjuþjálfastaða á sjúkrahúsinu í Haderslev um daginn en ég afþakkaði hana bara hentar mér ekki þar sem þetta var FULLT starf, byrja lá við samdægurs og of langt héðan í þokkabót en samt ánægð með að hafa fengið boðið.
Í morgunn fékk ég svo símhringingu frá konu sem hefur með Atvinnu með stuðningi að gera hér í Danmörku, ég var nývöknuð en vöknuð þó með öðru auganu a.m.k og hún talaði hraða dönsku og ég gerði mitt besta að skilja og svara á móti. Ég var búin að e-maila henni en hún ætlar að koma mér í samband við einhver hér í Sönderborg sem hefur með AMS að gera
Svo er ég orðin sjúk í fasteignaauglýsingar...veit ekki hvar þetta endar hummmm
en held þetta sé barasta komið í bili og MUNIÐ GESTABÓKINA
Sólarkveðjur með sanni frá SDB
Ragna V og co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2009 | 20:38
nýjar myndir nýjar myndir OG muna að skrifa í gestabókina gott fólk
Bloggar | Breytt 3.8.2009 kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2009 | 09:31
Lífið heldur áfram.......
Það er búið að vera nóg að gera að undanförnu veit ekki hvar ég á að byrja en um helgina þá komu Pétur og Þórunn með Dagbjörtu Fjólu náttúrulega ásamt frábærri mömmu hennar. Það var mjög gaman en það hafði orðið misskilningur hjá okkur vegna tæknilegra örðuleika að þau nýgiftu Stebba og Áki Heiðar og börnin létu ekki sjá sig þennan dag eins og við áttum von á það var því bara gaman að fá Hamborgarana Pétur og co í staðinn þó seint væri bara komið kvöld þegar þau birtust. Stebba og Áki komu síðan daginn eftir og drógum við þau beint í fjölskyldugönguferð um Sönderborg Löbbuðum niður á strönd og svo niður í bæ. Strákarnir demdu sér í sjóinn og fóru mjög blautir heim en Erla Vala var bara heima hjá okkur á meðan. Við héldum því afgnagurinn niður í bæ og stoppuðum og fengum okkur góðan lystauka á IB Rhene Cairo ummmmm þvílíkt kaffihús. Síðan bauð ég upp á eftirrétt heimatilbúin súkkulaðiköku og eplaköku sem fór vel í mannskapinn a.m.k flesta
Við fórum síðan til Flensborgar að kíkja á Stebbu og co. Þau eru í rosa huggulegu húsi þar í útjaðri Flensborgar. Þau pössuðu svo liðið á meðan Ég og Erla V brugðum okkur í matvöru stórinnkaup. Síðan fórum við út að borða með Stebbu og krökkunum og var það bara fínt þrátt fyrir ofsagleði Amöndu Aspar en hún mátti ekkert vera að því að borða heldur vildi vera bara úti á göngugötunni enda opið út sem betur fer vorum við ein á staðnum fyrir utan pizzubakarann Já hún er hressasti krakkinn í fjölskyldunni enn sem komið er skilst mér humm allavegna minni fjölskyldu af 15 stykkjum að henni meðtalinni er það nokkuð gott. En hún er samt engill ljóshærður engill
Á mánudaginn fór ég svo að eigin beiðni í viðtal vegna dönskukennslu sem ég hafði ekki fengið neitt boð um vonandi bara afþví ég hef getað bjargað mér í dönskunni, tek því bara þannig he he. En ég vil endilega fara í dönskukúrsus það gerir mér bara gott að sjálfsögðu. Ég fór og hitti þessa líka almennilegu konu sem starfar í sama húsi og félagsráðgjafara kommúnunnar sem sjá um ýmsa hluti, starthjálp og kontakthjálp svo eitthvað sé nefnt. Ég hef mikið verið að spá í hvernig þetta virkar hér og bera þetta saman við íslensku leiðina. Danmörk hefur upp á fullt af möguleikum að bjóða og yfirleitt möguleikum sem eru hvetjandi finnst mér. Hvetjandi til að gera eitthvað fara í nám eða prófa sig áfram á vinnumarkaðnum án þess að þú hafir einhverja fötlun eða slíkt. Síðan þykir það bara sjálfsagt að fólk borgi hér eftir tekjum leikskólapláss og frístund fyrir börnin, við borgum því 0 krónur í augnablikinu á meðan ég er ekki með vinnu Ég ákvað samt að koma með nokkrar ábendingar til þessarar konu þar sem hún var sérlega almennileg. Það er þarna félagsráðgjafi sem mér finnst alls ekki almennileg sem á að hjálpa fólki. Hún biður fólk að sýna sér ofan í veskið sitt þegar það sækir um starthjálp (fjárhagsaðstoð fyrir þá sem eru nýfluttir og aðstoð við vinnuleit) þetta veit ég að er barasta ekki í boði að gera. Hún var alveg sammála mér sú sem ég var að tala við og var ég ánægð með það og bað hana að koma þessu áfram fyrir mig. Síðan skil ég ekki afhverju fólk er ekki látið skila inn skattaskýrslu hér þegar það sækir um svona hluti og athugaði hún það einnig en þá er þetta bara samskattað síðar og kemur fólki þá eftir á í koll væri nú gáfulegra að fá skattaskýrslula bara strax eins og við gerum á Íslandinu góða. Semsagt svona smáatriðum sem mér finnst náttúrulega stór atriði hef ég aðeins velt mér upp úr bara til gamans og til að átta mig á mismuninum hér og á ÍSL Mér finnst samt meira á Ísl að fólk þurfi að hafa það svo skítt til að fá aðstoð en hér þykir þetta meira sjálfsagt eins og með vistunargjaldið og svona.
Endilega kommentið á þetta ef þið hafið eitthvað til að leggja mér finnst það bara gaman.....
Annars á ég von á mútter á mánudaginn og finnst það ekki leiðinlegt
læt þetta gott í bil sólarkveðjur Ragna V
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2009 | 07:39
Gaman saman
Þessa dagana hefur verið minni tími þannig lagað séð í bloggskriftir og hugsanir en Amanda Ösp er í fríi frá leikskólanum svo hér er nóg að gera. Reyndar fékk ég dyggan liðsmann sendann frá Íslandi hann Palla en Blædís Björt og hann eru eins og samloku þrátt fyrir aldursmun 6 ár sem hann mælir reyndar ekki með að hafa á milli barna af fenginni reynslu en systir hans er 6 árum eldri Við Amanda Ösp skelltum okkur í góða göngu róluferð o.fl með nýjum vinum hér í Sönderborginni það var ofsalega ljúft komum við í fínum garði með skemmtilegum leikgarði og þessu fína ja svona la la klósetti sem Amanda prófaði auðvitað. Þegar heim var komið sáum við fullt af litlum ormum hér úti að leika og mömmum með lítil börn svo við þangað bara hérna í garðinn fyrir aftan hús, allar danskar svo það var ókeypis dönskukennsla fínar kellur þarna á ferð eigum eftir að hitta þær oftar ekki spurning þær sögðust alltaf vera þarna á leiksvæðinu ef viðraði og ég væri bara velkomin að kíkja með skæruliðann ég meina engilinn. sem núna syngur í þessum skrifuðu orðum Kim Larsen he he.
Í dag fljúga svo nýgiftu hjónin yfir hafið til Danaveldis með börnin 2, ég á von á að sjá þau í síðasta lagi á morgunn svo verða þau í Flensborg út vikuna nice.
Kobbi hefur nóg að gera og leiðist það ekki. Við skelltum okkur á kaffihús hjónin í gærkvöldi svona aðeins til að kíkja á lífið ofsa nice nema eldhúsið lokaði kl 21 og þá var ekki einu sinni kaka í boði. Erla Vala reif sig upp eldsnemma í morgunn til að halda af stað í vinnu, já hún er komin með vinnu og er það alveg rosalega magnað lýst vel á það í alla staði. Svo nú erum við bara heima og Palli hjá okkur að "hygge sig". Ég hlýt að eiga einhvern þátt í þessu vinnutilboði hennar þar sem ég hjálpaði henni með CV skrifaði um hana línu og var ekkert smá ánægð að ráðgjafinn hjá Jobcenter sagði þetta alveg hárrétt skrifað og flott; Kann að meta það eins og við segjum og varð bara öll glaðari. Garðmaðurinn hrósaði okkur systrum líka um daginn og sagði okkur tala betri dönsku en kona hér sem væri búin að búa hér í 10 ár Ég ætla samt að kíkja í dönskukennsluna á mánudaginn að eigin beiðni svona til að nýta tímann sem best. Í fyrradag fórum við útá strönd sem er á Kægenes rosa ljúft mínus rigninguna sem plataði okkur til að taka allt saman en varð síðan bara ekkert úr en nú vitum við hvar strönd er að finna.
Af vinnumálum hjá mér er gott að frétta allavegna allt í vinnslu og ég verð áfram að sýna fullkomna þolinmæði og stóíska ró hvað er nú það aftur En ég er að sverma fyrir tveim iðjuþjálfastöðum og er bara ánægð að vera að sækja um slíkar stöður en ekki skúringar í Bónus þið vitið hvað ég meina.
Segjum þetta gott í bili knús og klem frá Sönderborg, Ragna V
p.s. gleymið ekki að njóta sumarsins kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)