Færsluflokkur: Bloggar
18.11.2009 | 18:07
Jú jú við erum vel lifandi !!
Heil og sæl
vei ég veit svolítið langt síðan síðast en von þið fyrirgefið það þar sem vinna hefur tekið hug og krafta mína alla. Hvað vinnuna varðar er að þetta verður betra og betra með hverri vikunni og er bara orðið alveg ljómandi gott núna og ég get gert aðeins meira en ekkert eftir að ég kem heim, er semsagt ekki eins þreytt eftir einbeitingarsaman dag. Nú er vinna flutt til Augustenborgar sem er hér ja 5km ca frá ég er svona 10 mín að keyra en er nú að reyna að mana mig upp í að fara að hjóla. Hjólið mitt er reyndar bilað í augnablikinu svo það er enn ágætis afsökun fyrir að vera ekki þegar byrjuð en við fluttum nú bara í lok síðustu viku Ég var svo glöð í dag þegar sú sem hefur verið að koma mér inní starfið og mín hægri hönd, kona sem hefur unnið þarna lengi, að þetta gengi nú "fantastik" hjá mér svo ég skildi bara vera róleg. Nýji vinnustaðurinn þ.e í Augustenborg er allt öðruvísi en ég og hinar flestar eru vanar. Opið rými sem við deilum 16, 1 kall þar af sem er frá Svíþjóð hetja í konuskaranum. Ég fór á námskeið í hjálpartækjum um daginn já það hljómar fyndið og spennandi en þetta var semsagt með hjálpartæki eins og hjólastóla og til skeiða með breiðu skafti og allt þar á milli. Við fórum ég og Svínn til Aabenraa og þetta var ljómandi fínt þar sem þetta er með öðru sniði hér en á Íslandi. Svo það rann upp fyrir mér ljós hér er þetta semsagt á vegum kommununnar eða sveitarfélagsins og er svipað og tryggingarstofnun en þjónar minna svæði og er ekki Ríkisins. Þarna er líka hægt að prófa hin ýmsu hjálpartæki og fá ráðgjöf bæði skjólstæðingar og meðferðaraðilar.
Af félagslífinu er bara allt í gangi. Helgin var fín við fengum óvænt þannig lagað séð Pétur, Þórunni og Dagbjörtu Fjólu í heimsókn en þær mæðgur voru í Hamborg í stuttu stoppi að sinna maka og pabba. Það var bara yndislegt að fá þau eins og alltaf, og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Við fórum með þeim í jólafrukost hjá Henning og Erlu Völu. Frukosturinn var mjög góður og smakkaðist ægilega vel. Steinunn vinkona Erlu Völu var í heimsókn og ekki var nú leiðinlegt að hitta sveitunga sinn...... Sem og aðra furðu Dani bæði vini Erlu Völu og Hennings. Þessum Dönum var það til lista lagt að reykja þó nokkuð sem telst kannski ekki til lista en það gátu þau allavegna Snafsamenning er líka eitthvað sem fylgir jólafrukost hér og var það bara skemmtilegt þó ég bragði ekki á þeim en það fór allavegna ekki í mann eins og reikurinn. Mér finnst bara gaman að bera þetta saman við íslenska menningu. Við tókum líka langan tíma í að borða marga klukkutíma og það var þríréttað eða forréttir, aðalréttir og eftirréttir Auður dóttir vinafólks okkar passaði dömurnar og gekk það ljómandi vel. Síðan fékk ég þá góðu hugmynd að fá Afganastelpurnar á móti hér í stigaganginum að vera pössunarpíur hjá okkur. Þær eru eldri og eiga heima hér i beint á móti og eru bara góðar og ekki uppteknar þegar eitthvað íslenskt er um að vera og svona. Á sunnudeginum var svo jólaföndur eftir að við vorum búin að kveðja Pétur og Þórunni. Mjög notarlegt með kakói og piparkökum. Jólalög voru spiluð og við mæðgurnar föndruðum sem aldrei fyrr. Við fórum bara ég og Blædís Björt en ég sá ekki fyrir mér að Amanda myndi sitja kyrr og föndra. Hún fór því bara á heimsóknarrölt með pabba sínum og græddi súkkulaðiköku og fleira góðgæti.
Framundan er bara gleði og jólaundirbúningur en við stefnum að því að vera í Birkeröd um jólin, í húsi vina sem ætla til Íslands. Vildum gera eitthvað öðruvísi þessi jól í stíl við allt árið Svo er jólaglögg og frukostur og fleira framundan með vinnunni. Frukosturinn í skólanum er því miður á sama tíma og í vinnunni en ég mæti í vinnufrukostinn. Svo er stefnan að kíkja til Hamborgar eina helgi svo það er nóg að gera.
Semsagt gott að frétta héðan knús knús
Kv Ragna V
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2009 | 18:17
Nýjar myndir komnar smá hér og svo í albúmið!
Blædís Björt á leiðinni á Hellowenskemmtun Ísl félagsins
og ein af systrunum
Geggjaðir haustlitir séð með Kobbalinsu
Blædís Björt nýklippt og það stutt ...........
Amanda Ösp var klippt stuttu síðar
Bloggar | Breytt 10.11.2009 kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2009 | 16:51
Haustfríið búið og vinnan tekin við
Góðan og blessaðan daginn ég hef verið hálf blogg löt uppá síðkastið. Lífið hér gengur sinn vanagang ef hægt er að segja það þar sem við erum ekki vön að fá svona vikufrí á haustinn. Ég var í fríi með stelpunum en Kobbi var að mestu í skólanum (en hann fær vikuvetrarfrí í feb). Haustfríið er ansi heilagt hér a.m.k hjá foreldrum sýnist mér. Við vorum nýbúin að fara til Birkerød svo við vorum bara heima. Ég fór með Blædísi Björt í klippingu, á sömu dönsku stofuna og ég og Amanda erum búnar að fara á. Kobbi er alltaf heimaklipptur sem hlýtur að hafa sama standard og annað hjemmlaved hér í Danmörku. Á meðan Blædís Björt var klippt var bros og skeifa á víxl hjá mér því nú er síddinn í axlarhæð og ég sá liðina hverfa og spurði í öngum mínum "koma þeir aftur?" hárgreiðlsukonan sannfærði mig um að þeir kæmu aftur En þetta var það sem Blædís Björt vildi og styttra meira að segja svo við fórum milliveginn. Hún var alsæl og kom út með fléttu. Amanda Ösp hefur verið smá saman að hressast, hún var á leikskólanum smá á hverjum degi, leið á að vera heima sem hún hafði auðvitað verið meira og minna vikuna á undan. Það gerði henni gott að fara á leikskólann enda er ég búin að vera hálflasin í haustfríinu massa mikið kvef og tilheyrandi svo hún var glöð að komast út enda ekkert að fara varlega hér heima frekar en á leikskólanum en þetta er á réttri leið. Á föstudagskvöldið kom svo Pétur og var gaman að fá hann þó nokkuð síðan hann kom síðast. Blædís Björt var boðin í stelpubekkjarafmæli á laugardaginn kl 10 um morguninn, þið sem þekkið stúlkuna vitið hvort sá tími passar henni. Til allar lukku var hún samt vöknuð og með bæði augun opin svo þetta gekk betur en á horfðist. Afmælið var hjá stelpu sem býr á Midtkobbel (sömu götu og draumahúsið). Það er semsagt allt sem mælir með þessari götu, fullt af bekkjarsystrum BBJ og fleiri kostir. Ég fór framhjá húsinu og setti í póstkassan þeirra bréf sem innihélt boð um að leigja húsið og kaupa það svo í framhaldinu. Í dag hringdu þau svo í okkur(sem ég átti alls ekkert endilega von á) og sögðust ekki geta leigt húsið og ég hafði greinilega misskilið að þau væru byrjuð að byggja annað hús en þau eru bara með það á planinu að byggja fyrir utan bæinn eða hér í nágrenni við Sønderborg og hafa því nægan tíma til að selja. Þau voru mjög ánægð með að okkur litist á húsið og vona bara að þetta gangi hjá okkur sem við vonum líka en það kemur bara í ljós eftir nokkra mánuði þolinmæði, þolinmæði Takk fyrir hugmyndina að bréfinu Vera!!! Aftur að laugardeginum og afmælinu, Blædísi Björt var mjög ánægð í afmælinu og buðu þau henni að koma endilega að leika einhvern daginn. Ég sótti Blædísi tímanlega í næsta partý en það var Helloween skemmtun á loftinu hjá Íslendingafélaginu. Þar skemmti hún sér vel en var mestan tímann úti enda loftið staðsett í leikskóla, ekki hægt að hafa Íslendinga í óverndaðra umhverfi he he Amanda Ösp fór með pabba sínum og Pétri í heimsókn á meðan en ég var nokkuð viss um að hún hefði orðið hrædd við þessa hrekkjavökubúninga sem þarna voru á ferðinni, allavegna suma hverja. Við Pétur klæddum okkur svo upp um kvöldið og aftur á loftið á Helloween skemmtun fullorðinna vúha, Erla Vala og co komu líka með en búningalaus sem var ekki góð frammistaða fannst okkur Pétri humm. Svo var það vinnan í morgunnsárið og það var bara ljómandi fínt, ég hlakka til að takast á við þetta verkefni sem verður heilmikil áskorun bæði alveg nýtt þannig lagað séð fyrir mér sem og að vera á dönskum vinnustað.
Að sinni man ég ekki eftir fleiru hafið það gott kæru vinir
Ragna V
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2009 | 18:10
Byrjuð að vinna á dönskum vinnustað og Amanda Ösp viðbeinsbrotin
Heil og sæl.
Það nýjasta er síðan síðast að við tökum pásu í húsakaupum þó draumahúsið sé enn á sínum stað því bankinn vill (ólíkt íslenskum bönkum allavegna í þátíð) sjá hvernig hlutirnir funkera hjá okkur næstu sex mánuði. Svo nú er bara að snúa sér að fullum krafti að nýju vinnunni Nú er ég byrjuð eftir langt "sumarfrí", alveg tilbúin! Ég byrjaði á mánudaginn en um síðustu helgi fórum við til Birkerød að heimsækja fólk sem við bara kynntumst í Norrænu eða öllu heldur konunni, börnunum og afanum þar sem húsbóndinn var farinn nokkru fyrr til Dk að vinna. Á leiðinni til Birkerød sem er jú rétthjá Køben stoppuðum við í Odense svo ég gæti hitt eina íslenska vinkonu sem var þar á ráðstefnu og hafði mjög takmarkaðan tíma , svo þarna voru slegnar tvær flugur í einu höggi. Mjög fínt að stoppa í Odense með dömurnar því þá vorum við komin hálfa leið. Ég skildi Kobba og stelpurnar eftir ekki í reiðileysi heldur skelltu þau sér á Mac donalds á meðan ég skundaði að finna Sóleyju, auðvitað í H&M og svo hlupum við á kaffihús eða cafe eins og það heitir hér held ég Danir tala ekki um Kaffihús ó nei. Þetta var æði að hitta Sóleyju þó stutt væri og til að nýta tímann sem best fór ég labbandi með henni að finna hópinn sem var með henni á ráðstefnunni og löbbuðum við hálfáttavilltar að finna HC Andersen safnið. Þarna græddum við meiri tíma til að spjalla. Bara gaman þó það hafi rignt á okkur á göngunni Í Birkerød var ofsalega notarlegt og frábært þegar maður getur samsamað sig með fólki. Þrátt fyrir að við hefðum aldrei hitt húsbóndann þá var eins og við heðum lengi þekkt hann. Krakkarnir léku líka saman sem aldrei fyrr og var það æði. Þau leigja annars æðislegt hús af íslensku fólki og hafa þetta líka fína gestahús sem við hvíldum okkur vel í þessa helgi. Þrátt fyrir veðurlag kíktum við auðvitað á bæinn sem er mjög fallegur en þau búa í gamla hluta bæjarins. Þau buðu okkur að eyða jólunum í húsinu þar sem þau verða á Íslandi og getum við vel hugsað okkur það vorum búin að vera að hugsa um að bregða okkur í sumarbústað en þetta er enn betra. Kærar þakkir fyrir okkur!!!! og okkur er farið að hlakka til að fá ykkur í heimsókn síðar. Síðan var það heim á sunnudeginum endurnærð til að mæta í vinnuna daginn eftir þ.e. fyrsta daginn minn þar. Ég er semsagt byrjuð að vinna í "hjælpemiddelgruppen" sem samanstendur af 15 iðjuþjálfum, sjúkraþjálfa og fleira fagfólki. Mjög svo gott að vera að fara að vinna á sama stað og svona margir iðjuþjálfar eru samankomnir. Það sem mín fyrstu verkefni verða a.m.k að taka á móti og vinna úr umsóknum um rafskutlur en þær eru mjög mikið notaðar hér í Danmörku þó ekki sé meira sagt og kommúnan hér borgar 50% af verðinu ef fólk á rétt á slíku tæki (sem við jú metum eftir ströngum lagaramma Þetta eru því heimsóknir til fólks ásamt fleiru skemmtilegu. Gjörólíkt öllu sem ég hef gert fyrr svo nú skal bretta upp ermar Þau hafa samt bara fengið leyfi til að ráða manneskju þ.e mig næstu 6 mánuði en svo bara sjáum við hvað verður, það er víst full þörf á fleirum þarna en það er annað mál. Það er margt nýtt í gangi þarna þar sem hluti af hópnum er í Broager og þar byrja ég og síðan flytja allir yfir í Augustenborg sem verður mjög spennandi og styttra fyrir mig að keyra núna er ég rúmar 15 mín en svo eru þetta bara 4 km til Augustenborgar. Ég ætla að vinna 30 tíma og vera áfram í dönskukennslunni 1 kvöld og svo á föstudögum en þetta er svona flex job eða það sem kallað er sveigjanlegur vinnutími svo það er magnað. Fyrsti dagurinn í vinnunni var auðvitað erfiður, það var tekið vel á móti mér og þarna eru miklir reynsluboltar sé ég 2 eldri konur sem notabene kalla sig rotturnar en þær þekktu iðjuþjálfa á Íslandi sem er barasta dáin þar sem hún var orðin svo gömul hmm, þær höfðu meira að segja heimsótt hana til Íslands. Ég er með frábærar konur sem eru að hjálpa mér að setja mig inní starfið og þetta er einhvernveginn á öðru tempói en ég er vön eða virðist a.m.k vera það. Þarna kemur enginn, allir eru með símatíma á sama tíma og annars er ekki aðgangur að manni já aðeins öðruvísi en það gerðist á fjölskyldudeildinni (en þið megið vita að ég sakna fjölskyldudeildarinnar). Þennan fyrsta dag fór ég í heimsóknir í hinn hlutann sem er í Augustenborg og lagerinn eða hvað það nú heitir sem þjónustar notendur þjónustunar þetta er staður sem öll hjálpartækinn geymast á, og eru lagærð eftir þörfum. Þetta var ljómandi en pínu erfitt að skilja alla og henda reiður á þetta allt. Dagur 2 var svo miklu betri þá fékk ég mun meiri tilfinningu fyrir starfinu þar sem ég las lög og reglur varðandi þjónustuna. Þriðja daginn fór ég svo með iðjuþjálfa í heimsókn til umsækjanda og þá fékk ég verulega í æð hvernig þetta virkar og þetta lýtur vel út gott umhverfi með góðum ramma. Svo í dag var ég eftir hádegi á námskeiði því það eru fleiri breytingar ó jú ekki það sem ég þurfti á að halda en það á að taka upp annað skráningarsystem, eftir þetta námskeið í dag þá var ég verulega þreytt í höfðinu eins og reyndar síðustu daga en sem betur fer gat ég fylgst með vel en gat svo sum ekki mikið áttað mig á systeminu þar sem það byggir mikið á því sem er núna í notkun. Það hefur samt komið mér á óvart að Danir eru mun tæknivæddari en ég hélt allavegna á þessum vinnustað og fyrir mörgu hugsað. Svo eru það matpakkarnir sem eru ágætir en ég á nú eftir að sakna hennar Hennýar (matráðnum í Glerárgötunni) þegar kemur að þeim En ég verð orðin góð í "pokeface" eftir þetta því þegar ég ekki skil dönskuna í tilfellum sem það er ekki svo mikilvægt þá set ég upp "jú ég skil svipinn"
Annars leggst þetta mjög vel í mig. Núna er ég svo að fara í vikufrí svona nýbyrjuð með dömunni minni henni Blædísi Björt því nú er haustfrí framundan. Alveg æði en ekki eins æðislegt að Amöndu Ösp tókst að viðbeinsbrjóta sig á mánudag í leikskólanum. Þær töldu reyndar á leikskólanum að hún hefði dottið á eyrað. Við fórum með hana á læknavaktina hér og létum kíkja á hana viðbúin að Amanda Ösp yrði ekki ánægð með að hitta doktorinn en viti menn eldri maður tók á móti okkur og meira segja hleypti kona sem beið, okkur framfyrir sig verulega þykk kona bara eins og tvær konur hmm. Amanda tók lækninum strax vel og skoðaði hann hana vel, eyru og augu og ég sagði honum frá olboganum sem fór úr lið fyrir nokkrum mánuðum ef eitthvað skildi ama þar að en ekkert fannst. Á þriðjudag var Kobbi svo heima með litla skinnið því hún var ómöguleg og virtist finna til en hún er svo dugleg og vildi alls ekki segja okkur hvar hún finndi til. Hún lék sér eins og hún gat svo við ákváðum að fara með hana á leikskólann á miðvikud. Stuttu eftir hádegið hringdu þær frá leikskólanum og sögðu Amöndu greinilega finna til svo Kobbi greyið brunaði á hjólinu að sækja hana (þar sem ég var á bílnum í vinnunni) og beint til læknis sem vildi að við færum á sjúkrahúsið svo ég henntist inní Sönderborg til að fara með þau keyrandi þangað ....... Þar hringir maður bjöllu og svo kemur einhver fram eða vonandi hugsuðum við. Jú það kom læknir fram og svo hjúkrunarfræðingur sem var komin til ára sinna og ekki með mikla þolinmæði fyrir börnum eins og Amöndu Ösp sem gargaði þegar hún kom við hana ekki hrifinn af þessu poti og dönskum spurningum en svaraði hátt og skýrt "det må du ikke", hjúkkan hröklaðist frá henni og bað okkur að ræða við hana sem jú jú bar smá árangur en hún var samt ekki hrifin þegar hún ætlaði að reyna aftur. Næsta skref var svo labb labb í myndatöku en áður en við fórum sagði hjúkkan "þar verður hún að vera still og rolig" ég pirraðist og sagði við höfum gert þetta fyrr bless!!! Á röntgen tók við okkur mun almennilegra fólk fannst mér sem skildi vel að það væri ekki gaman fyrir mig, en ég fór með Amöndu Ösp inn, að hún gréti eins og það væri verið að drepa hana, pirruð eftir daginn og þreytt á verkjunum auk þess að vita ALLTAF hvað hún vill. Þetta gekk þó allt og við vorum send eftir myndatöku aftur til hjúkkunnar á slysó, ég bjóst við biðtíma þar en myndirnar og nyðurstöðurnar komu strax og því miður er hún brotin eða brákuð, beinið er ekki alveg í sundur. Þannig það er ekki verra að ég sé hér heima í næstu viku.
Svona var nú það þar til næst hafið það gott.....
Ragna V nú vinnandi
Bloggar | Breytt 9.10.2009 kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2009 | 12:18
Nú er þetta að smella allt saman ;)
Sæl verið þið. Þolinmæðin er bara að vinna þó ég hafi kannski ekki verið pollróleg jú jú bara spennt að heyra hvort þetta gengi en ég fékk vinnuna og allt sem ég bað um svo ég get ekki beðið um meira Byrja 5. okt eins og ég vildi þar sem fjölskyldan var búin að plana ferðalag snemma þann 2. okt. Svo fæ ég að vinna eins marga tíma á viku og ég vildi þ.e. 30 tíma, sko alveg nóg ef ég á að geta haldið áfram í dönskunáminu og sinnt fjölskyldunni ja ja. Ég lýg því ekki að ég hef aldrei verið svona fengin og glöð að fá nokkra vinnu. Það hefur bara eitthvað með það að gera að vera í öðru landi en heimalandinu og líka hvað þeir eru stífir með dönskuna. Ég byrja að vinna í Broager en þar verð ég með einum iðjuþjálfa sem ætlar að koma mér inní þetta með rafskutlurnar og svo flyt ég um leið og þau í Broager til Augustenborg sem er bara 4 km héðan. Rosa fínt. Helgin er meira en hálfnuð og er búin að vera æðislega nice fyrir utan smá kvefslen í mér ekki orð um það meir. Ég fór í filípískan frukost í gær hjá bekkjarfélaga mínum sem vildi ólm fá að bjóða mér. Það var mjög gaman og einmitt í Broager þar sem ég er að fara að vinna. Hún gerir æðislegan mat og fengum við kjúkling í lárviðarlaufum, kúskússalat, kartöflusalat og svo auðvitað hrísgrjón nammi namm. Hún á danskan mann og í frukostinn komu fleiri filípískar konur og einn danskur eiginmaður. Já ljómandi gaman og öðruvísi en hin ísl. vinkona mín sem er einnig í bekknum þurfti að sinna fjölskyldunni og kom því ekki, sem ég gerði bara síðar þennan dag Ég spjallaði mest við manninn hennar (gestgjafann) og var hann helling að kenna mér dönsku og hvernig maður segði "er" og vá það var skrítið og hálf pínlegt en slapp samt. Hann er sjóntækjafræðingur og mjög víðsýnn, búin að búa lengi á Grænlandi. Svo þegar ég ætlaði að fara að yfirgefa samkvæmið eftir 3 klst notabene en þetta var mjög huggulegt og ekkert formlegt bara notarlegt, sögðu þau ertu að fara strax he he já svolítið öðruvísi eða hvað afslappað mjög.
Það leggst annars ljómandi vel í mig að fara að vinna og svo eftir viku vinnu þá er vikuhaustfrí í skólanum hjá Blædísi Björt og ég fæ bara líka að vera í fríi þá ekkert mál. Bara segja hvað maður vill muniði og þá er kannski möguleiki að fá það !!!!!!!!!!!!!!!!!! Kobbi fær nefnilega ekki haustfrí svo ég var búin að lofa Blædísi Björt fríi með múttu sinni svo ekki langar mig að svíkja það. Hér er það samt þannig að ef maður á börn þá hefur maður rétt á að taka frí með þeim í þessum hefðbundnu haust og vetrarfríum sem er vika fyrir og eftir áramót það er bara þannig........
Eftir helgina förum við svo á fullt að reyna að kaupa húsið já já ekkert að hika með það nú er ég komin með vinnu og þá á þetta að ganga betur og það skal bara gera það Húsið er allavegna enn á sýnum stað og við bara kaupendurnir held nú ÞAÐ
Í vikunni fór ég með litlu músina mína hana Amöndu Ösp í langþráða klippingu. Fór með hana á sömu stofu og ég fór á um daginn til sömu konu. Amanda var bara eins og engill eins og hún er næstum alltaf og skildi allt sem danska kvinnan sagði og var bara svo rosa sæt og fín. Héldum okkur við að hafa hana topplausa eða ekki með penne hár eins og danska konan sagði og ég var næstum búin að misskilja og það kemur svona líka vel út þá er það bara rétt við axlir og miklu viðráðanlegra.
Kobbi er svo bara HEIMA í dag (sunnudagur) já vá eins og hann sé bara í SUMARFRÍI finnst mér því hann hefur verið frekar mikið að brasa að undanförnu.
Þetta voru örfréttir frá Sönderborg .........................
þar til næst Stórt knús á ykkur
Ragna V
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.9.2009 | 08:52
símtalið lét bíða eftir sér en kom svo í morgunn
Já eins og ég hef sagt áður þá vona ég að þolinmæði mín þrautir vinni allar því nú vil ég fara að láta þetta gerast þó mér leiðist ekki. Vonandi verðandi vinnuveitandi minn hringdi ekki fyrr en í morgunn. Hún baðst afsökunar á að hafa ekki hringt í gær eins og hún lofaði að gera. Auðvitað sagði ég já já ekkert mál þó það hafi verið fúlt Þær hafa klórað sér eitthvað í hausnum eftir viðtalið því þær eru að reyna að finna BESTU lausnina. Verkefnið sem ég átti að fara í krefst mikillar nákvæmrar skriffinnsku á dönsku að sjálfsögðu og þær vita ekki hvernig ég stend þar á bæ. Þeim hafa það á tilfinningunni að ég passi vel inní hópinn o.s.frv. Það sem þeim langar að gera er að reyna að finna önnur iðjuþjálfaverkefni þarna sem ég gæti farið í sem krefjast ekki svona gríðarlegrar skriffinnsku og fá þá aðra í rafskutlumálin. Nú er semsagt næsti biðtími út þessa viku hún lofaði að hringja aftur á föstudag svo það er bara að krossa fingur að þær finni útúr þessu, vá hvað ég vona það.
Annars fékk Amanda Ösp smá ælupest og vorum við mæðgur heima í gær sem var ekki svo slæmt þar sem AÖ ældi einu sinni um nóttina og svo búið en það var rafmagnslaus dagur því það var verið að skipta út rafmagnstöflu fyrir húsið. Amanda Ösp var engan veginn að skilja þetta BULL að hún gæti ekki horft né hlustað á NEITT. Svo þegar ég var farin að reita hár mitt sem hefur minnkað til muna eftir klippinguna þá bara fórum við yfir til Erlu Völu og nutum menningarinnar þar DVD og Internet Svo brunuðum við á hjólinu í morgunn í leikskólann. Amanda Ösp sem er vön að pabbi hennar fari með hana var pínu ósátt þegar ég kvaddi hana en það bráði fljótt af henni sem betur fer fyrir móðurhjartað
Blædís Björt er svo að fara í ísl kennslu í dag, kannski leikfimi með íslendingafélaginu í dag búið að skora nóg á okkur svo það er spurning að fara að láta sjá sig hummm. Svo er það afmæli á morgunn. Hún reyndar er ekki alveg að nenna þessum endalausu afmælum 16 stelpur í bekknum svo hún var líka í afmæli á sunnudag. Henni finnst samt gaman en á oft erfitt með að drífa sig af stað.
Helgin var líka yndisleg með góðu fólki en Kobbi var mikið að vinna. Við enduðum helgina á að fara í heimsókn til frænda minns og hans konu og barns í Egnersund það var æði.
Svo er það grill í Augustenborg á morgunn með samnemendum mínum í Lær dansk -bara gaman
Jæja læt þetta nægja í bili, elskið friðinn kæru vinir
kveðja Ragna V sem vill núna fara að fá svör við vinnumálunum ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2009 | 14:57
Atvinnuviðtalinu lokið og spennan eykst ;)
Heil og sæl afmælisbörn til lukku með daginn og muna nú að njóta hans það eru semsagt systkinasynir mínir þeir Arnór Ari og Páll Erlingur sem eru orðnir árinu eldri en ekki ég eldist bara ekkert
Eitt ef ekki fleira vil ég nefna en það er greinilega málið að nota bara athugasemdadálkinn þar sem þessi gestabók er eitthvað pirrandi of langt ferli o.sv.frv. Notið bara athugasemdirnar til að forðast vesen en það er alltaf svo gaman að heyra frá ykkur það getið þið verið viss um!
En mál dagsins er númer eitt atvinnuviðtalið. Dagurinn byrjaði með því að rísa úr rekkju og hjúkra veika barninu mínu sem var ekki eins veik og í gær sem betur fer en vildi meira fá þjónustu en hjúkrun. Hún er semsagt 7-9-13 að verða eldhress eftir veikindardag nr 2. Ég var sem betur fer nýbúin að endurheimta rauða drekann úr smá klössun sem var ekki alveg nógu góð hjá júgganum fannst mér en sjáum til gef þessu séns! Ég renndi á drekanum tímanlega til Augustenborgar í viðtalið en þar er þessi vinnustaður en það eru rétt um 5 km héðan í þennan fallega bæ. Ég var smá bara smá stund að finna staðinn en ekkert til að tala um. Þrjár konur biðu mín tvær á aldri við mig og svo ein eldri kona sem hafði talað við mig í síma líka. Vinnan er iðjuþjálfastarf sem snýst um að heimsækja fólk og meta hvort það á rétt á að fá rafskutlur og allt sem því viðkemur. Mjög spennandi, margir iðjuþjálfar og fleira fagfólk sem vinnur þarna og viðkunnarlegar konur sem ég hitti. Þær voru mjög skilningsríkar og einhvernveginn var mín tilfinning að með þessum konum gæti ég unnið þó ólíkar væru. Ég fæ síðan svar á mánudaginn hefði fengið það á morgunn en sú sem ræður er bara ekki í húsinu þann dag svo þetta verður að taka helgina það er því eins gott að hafa nóg að gera bara til að deyja ekki úr spenningi. Ef ég fæ þessa vinnu þá verð ég byrjuð að vinna áður en ég veit af HALELÚJA
En ég fór glæný í þetta samtal þar sem ég lét klippa mig stutt daginn áður en það gerði ein dönsk Sönderborgarpige. Ég er bara ánægð með afraksturinn hjá henni.
Svo látum við okkur enn dreyma um húsið góða en sjáum til sjáum til reynum að vera á jörðinni þó erfitt sé
Af Kobba er eitt og annað að frétta það helsta er að kennararnir í skólanum vilja ólmir aðstoða hann þessa dagana kannski finnst þeim eitthvað margir hættir í náminu og hræddir við að missa fleiri eða finnst Kobbi helst til hlédrægur veit ekki veit ekki. Það var verið að bjóða honum dönskukennslu sem ég var reyndar búin að segja honum allar leiðir að humm og svo að hafa íslenskan kontakt sem er kennari þarna. Svo Det kommer!!!
Við vorum búin að plana ferð til Birkeröd um helgina en frestuðum henni þar sem hús vinafólks okkar er bara allt í skralli þessa dagana og ekkert klósett svo það verður bara enn betra að fara í byrjun okt. og þá slæ ég tvær flugur í einu höggi þar sem ég hitti góða vinkonu á leiðinni þangað í Odense bara gaman
Annars gerast hlutirnir þessa dagana mest hjá mér í Lær dansk en hópurinn nær svo vel saman að það er frábært, grill í næstu viku o.fl.
Af rúgbrauðinu sem ég auglýsti eftir (á fésinu) þar sem ég er búin með íslensku byrgðirnar þá er ég búin að fá nokkrar uppskriftir svo þetta er bara allt í vinnslu eins og maður segir, betur af því síðar.
Þetta var það helsta þennan daginn, hafið það gott
fjölskyldan Sönderborg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2009 | 08:41
Samtal tvo lofar góðu
Jæja nú er vinnan vonandi framundan mér var allavegna boðið að koma í óvænt viðtal í þessari viku fer á fimmtudaginn. Það hljómar vel mjög fjölbreytt iðjuþjálfastarf hjá kommúnunni, heimsækja fólk á öllum aldri líka vegna barna. Krossa fingur að þetta gangi fullt starf og byrja sem fyrst hummm væri það ekki ég allt á fullt í hvelli
Stelpurnar eru glaðar Amanda Ösp vaknaði með hor í nös í morgunn en var tilbúin samt að fara á leikskólann og ekki með hita enda myndataka þar í dag sem hún missir auðvitað ekki af. Blædís Björt átti líka að fara í myndatöku í sínum skóla. Ég er í skólafríi í dag mjög ljúft ekki á hverjum degi sem ég sit við tölvuna og blogga án alls skarkala í kringum mig
Draumahúsið okkar bíður enn og þarf að sýna þolinmæði því við erum ekki tilbúin en kannski verðum við það hver veit
Svo er það bara Birkeröd um helgina æði æði heimsækjum vinafólk rétt utan við Köben...
jæja kæru vinir þetta voru örfréttir héðan þar til næst knús og klem
Ragna V og co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2009 | 08:35
Alltaf allt að gerast en ekki hvað
Já já nú er það þolinmæðin þrautir vinnur allar. Já býð eftir að fá vinnu og hús Það er bara allt eða ekkert-sannur Íslendingur hér á ferð. En ég var að tala við geðsjúkrahús fyrir börn ekki mig og þar gæti reynst góð von með vinnu í náinni framtíð vona ég en á meðan nýti ég samt tímann í ýmislegt læra dönsku, knúsa Kobba minn og dæturnar og hygge mig Núna í þessum skrifuðu orðum er ég að skella mér til Flensborgar að versla inn með góðri vinkonu. Svo erum við búin loksins að plana Birkeröd ferð um þar næstu helgi til góðra vina sem við kynntumst í Norrænu á leið hingað, ekki svo amarlegt ferðalag það þó ég hafi verið logandi hrædd á leiðinni ef satt skal segja sérstaklega á nóttunni brrrrrr.
Annars vantar mér fólk í heimsókn núna einhverja góða vinkonu eða frænku frá Íslandi............
Ég verð að segja ykkur frá umferðarkrökkunum hérna, fynnst þau æði þau semsagt eru svona í staðinn fyrir gangaverðina sem eru á Íslandi þau leifa okkur að hjóla yfir stoppa umferðina því gangadi og hjólandi ganga fyrir. Þau eru í rosa búningum og með eitthver svona stoppmerki alveg mögnuð.
nú verð ég að þjóta sólarkveðjur frá Sönderborg .....
Ragna V
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)