símtalið lét bíða eftir sér en kom svo í morgunn

Já eins og ég hef sagt áður þá vona ég að þolinmæði mín þrautir vinni allar því nú vil ég fara að láta þetta gerast þó mér leiðist ekki. Vonandi verðandi vinnuveitandi minn hringdi ekki fyrr en í morgunn. Hún baðst afsökunar á að hafa ekki hringt í gær eins og hún lofaði að gera. Auðvitað sagði ég já já ekkert mál þó það hafi verið fúlt FootinMouth Þær hafa klórað sér eitthvað í hausnum eftir viðtalið því þær eru að reyna að finna BESTU lausnina. Verkefnið sem ég átti að fara í krefst mikillar nákvæmrar skriffinnsku á dönsku að sjálfsögðu og þær vita ekki hvernig ég stend þar á bæ. Þeim hafa það á tilfinningunni að ég passi vel inní hópinn o.s.frv. Það sem þeim langar að gera er að reyna að finna önnur iðjuþjálfaverkefni þarna sem ég gæti farið í sem krefjast ekki svona gríðarlegrar skriffinnsku og fá þá aðra í rafskutlumálin. Nú er semsagt næsti biðtími út þessa viku hún lofaði að hringja aftur á föstudag svo það er bara að krossa fingur að þær finni útúr þessu, vá hvað ég vona það.

Annars fékk Amanda Ösp smá ælupest og vorum við mæðgur heima í gær sem var ekki svo slæmt þar sem AÖ ældi einu sinni um nóttina og svo búið en það var rafmagnslaus dagur því það var verið að skipta út rafmagnstöflu fyrir húsið. Amanda Ösp var engan veginn að skilja þetta BULL að hún gæti ekki horft né hlustað á NEITT. Svo þegar ég var farin að reita hár mitt sem hefur minnkað til muna eftir klippinguna þá bara fórum við yfir til Erlu Völu og nutum menningarinnar þar DVD og Internet Grin Svo brunuðum við á hjólinu í morgunn í leikskólann. Amanda Ösp sem er vön að pabbi hennar fari með hana var pínu ósátt þegar ég kvaddi hana en það bráði fljótt af henni sem betur fer fyrir móðurhjartað Heart

Blædís Björt er svo að fara í ísl kennslu í dag, kannski leikfimi með íslendingafélaginu í dag búið að skora nóg á okkur svo það er spurning að fara að láta sjá sig hummm. Svo er það afmæli á morgunn. Hún reyndar er ekki alveg að nenna þessum endalausu afmælum 16 stelpur í bekknum svo hún var líka í afmæli á sunnudag. Henni finnst samt gaman en á oft erfitt með að drífa sig af stað.

Helgin var líka yndisleg með góðu fólki en Kobbi var mikið að vinna. Við enduðum helgina á að fara í heimsókn til frænda minns og hans konu og barns í Egnersund það var æði.

Svo er það grill í Augustenborg á morgunn með samnemendum mínum í Lær dansk -bara gaman Smile

Jæja læt þetta nægja í bili, elskið friðinn kæru vinir

kveðja Ragna V sem vill núna fara að fá svör við vinnumálunum ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú alveg viss um að þú fáir vinnu hjá þessum kvinnum!

Nýja klippingin fer þér mjög vel!

Ég skil hana Blædísi mjög vel varðandi þessi afmæli, Kristrúnu var boðið í 3 afmæli í síðustu viku fös. lau og sun og hún nennti nú engan veginn að fara í þau öll!

Bíð spennt eftir frekari vinnu tengdum fréttum .

*kossarogknús*

Guðlaug (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:07

2 identicon

Frábært ég er viss um að þær finna eitthvað fyrir þig. Þú veður orðin vinnandi kona í næstu viku :)

Eva (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:42

3 identicon

Þetta á allt eftir að ganga upp, það er ég viss um  - þær fá enga sem er betri en Ragna , það er alveg pottþétt:)

Skemmtilegar myndir sem voru að koma af ykkur, stelpurnar orðnar svo stórar og þú svo fín með stutta hárið:)

 Kveðja, Jóna

Jóna (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband