Nú er þetta að smella allt saman ;)

Sæl verið þið. Þolinmæðin er bara að vinna þó ég hafi kannski ekki verið pollróleg jú jú bara spennt að heyra hvort þetta gengi en ég fékk vinnuna og allt sem ég bað um svo ég get ekki beðið um meira Wink Byrja 5. okt eins og ég vildi þar sem fjölskyldan var búin að plana ferðalag snemma þann 2. okt. Svo fæ ég að vinna eins marga tíma á viku og ég vildi þ.e. 30 tíma, sko alveg nóg ef ég á að geta haldið áfram í dönskunáminu og sinnt fjölskyldunni ja ja. Ég lýg því ekki að ég hef aldrei verið svona fengin og glöð að fá nokkra vinnu. Það hefur bara eitthvað með það að gera að vera í öðru landi en heimalandinu og líka hvað þeir eru stífir með dönskuna. Ég byrja að vinna í Broager en þar verð ég með einum iðjuþjálfa sem ætlar að koma mér inní þetta með rafskutlurnar og svo flyt ég um leið og þau í Broager til Augustenborg sem er bara 4 km héðan. Rosa fínt. Helgin er meira en hálfnuð og er búin að vera æðislega nice fyrir utan smá kvefslen í mér ekki orð um það meir. Ég fór í filípískan frukost í gær hjá bekkjarfélaga mínum sem vildi ólm fá að bjóða mér. Það var mjög gaman og einmitt í Broager þar sem ég er að fara að vinna. Hún gerir æðislegan mat og fengum við kjúkling í lárviðarlaufum, kúskússalat, kartöflusalat og svo auðvitað hrísgrjón nammi namm. Hún á danskan mann og í frukostinn komu fleiri filípískar konur og einn danskur eiginmaður. Já ljómandi gaman og öðruvísi en hin ísl. vinkona mín sem er einnig í bekknum þurfti að sinna fjölskyldunni og kom því ekki, sem ég gerði bara síðar þennan dag Grin Ég spjallaði mest við manninn hennar (gestgjafann) og var hann helling að kenna mér dönsku og hvernig maður segði "er" og vá það var skrítið og hálf pínlegt en slapp samt. Hann er sjóntækjafræðingur og mjög víðsýnn, búin að búa lengi á Grænlandi. Svo þegar ég ætlaði að fara að yfirgefa samkvæmið eftir 3 klst notabene en þetta var mjög huggulegt og ekkert formlegt bara notarlegt, sögðu þau ertu að fara strax he he já svolítið öðruvísi eða hvað afslappað mjög.

Það leggst annars ljómandi vel í mig að fara að vinna og svo eftir viku vinnu þá er vikuhaustfrí í skólanum hjá Blædísi Björt og ég fæ bara líka að vera í fríi þá ekkert mál. Bara segja hvað maður vill muniði og þá er kannski möguleiki að fá það !!!!!!!!!!!!!!!!!! Kobbi fær nefnilega ekki haustfrí svo ég var búin að lofa Blædísi Björt fríi með múttu sinni svo ekki langar mig að svíkja það. Hér er það samt þannig að ef maður á börn þá hefur maður rétt á að taka frí með þeim í þessum hefðbundnu haust og vetrarfríum sem er vika fyrir og eftir áramót það er bara þannig........

Eftir helgina förum við svo á fullt að reyna að kaupa húsið já já ekkert að hika með það nú er ég komin með vinnu og þá á þetta að ganga betur og það skal bara gera það Woundering Húsið er allavegna enn á sýnum stað og við bara kaupendurnir held nú ÞAÐ

Í vikunni fór ég með litlu músina mína hana Amöndu Ösp í langþráða klippingu. Fór með hana á sömu stofu og ég fór á um daginn til sömu konu. Amanda var bara eins og engill eins og hún er næstum alltaf Blush og skildi allt sem danska kvinnan sagði og var bara svo rosa sæt og fín. Héldum okkur við að hafa hana topplausa eða ekki með penne hár eins og danska konan sagði og ég var næstum búin að misskilja og það kemur svona líka vel út þá er það bara rétt við axlir og miklu viðráðanlegra.

Kobbi er svo bara HEIMA í dag (sunnudagur) já vá eins og hann sé bara í SUMARFRÍI finnst mér því hann hefur verið frekar mikið að brasa að undanförnu.  

Þetta voru örfréttir frá Sönderborg .........................

þar til næst Stórt knús á ykkur

Ragna V 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús á ykkur öll...enn og aftur til hamingju með vinnuna.

Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 12:30

2 Smámynd: Tinna

Til hamingju með vinnuna, nú geturðu komið í kaffi eftri vinnu .... það er ekki svo langt í okkur.

Tinna, 27.9.2009 kl. 19:02

3 identicon

Vííí til hamingju með vinnuna mín kæra, hlakka til að koma í heimsókn í nýja húsið.

Koss og knús á skvísurnar mínar.

Love Eva

Eva (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 09:38

4 identicon

Til hamingju með vinnuna - ekki að spyrja að því þegar þú átt í hlut!

Kveðja Erla Rán og co. 

Erla Rán og co. (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:02

5 identicon

Hæ,hæ

Bíð spennt að heyra frá þér með nýju vinnunna!!!!!!!!!!!!!!!!

Þorgerður (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband