Byrjuð að vinna á dönskum vinnustað og Amanda Ösp viðbeinsbrotin

Heil og sæl.

Það nýjasta er síðan síðast að við tökum pásu í húsakaupum þó draumahúsið sé enn á sínum stað því bankinn vill (ólíkt íslenskum bönkum allavegna í þátíð) sjá hvernig hlutirnir funkera hjá okkur næstu sex mánuði. Svo nú er bara að snúa sér að fullum krafti að nýju vinnunni Grin Nú er ég byrjuð eftir langt "sumarfrí", alveg tilbúin! Ég byrjaði á mánudaginn en um síðustu helgi fórum við til Birkerød að heimsækja fólk sem við bara kynntumst í Norrænu eða öllu heldur konunni, börnunum og afanum þar sem húsbóndinn var farinn nokkru fyrr til Dk að vinna. Á leiðinni til Birkerød sem er jú rétthjá Køben stoppuðum við í Odense svo ég gæti hitt eina íslenska vinkonu sem var þar á ráðstefnu og hafði mjög takmarkaðan tíma Wink, svo þarna voru slegnar tvær flugur í einu höggi. Mjög fínt að stoppa í Odense með dömurnar því þá vorum við komin hálfa leið. Ég skildi Kobba og stelpurnar eftir ekki í reiðileysi heldur skelltu þau sér á Mac donalds á meðan ég skundaði að finna Sóleyju, auðvitað í H&M og svo hlupum við á kaffihús eða cafe eins og það heitir hér held ég Danir tala ekki um Kaffihús ó nei. Þetta var æði að hitta Sóleyju þó stutt væri og til að nýta tímann sem best fór ég labbandi með henni að finna hópinn sem var með henni á ráðstefnunni og löbbuðum við hálfáttavilltar að finna HC Andersen safnið. Þarna græddum við meiri tíma til að spjalla. Bara gaman þó það hafi rignt á okkur á göngunni Grin Í Birkerød var ofsalega notarlegt og frábært þegar maður getur samsamað sig með fólki. Þrátt fyrir að við hefðum aldrei hitt húsbóndann þá var eins og við heðum lengi þekkt hann. Krakkarnir léku líka saman sem aldrei fyrr og var það æði. Þau leigja annars æðislegt hús af íslensku fólki og hafa þetta líka fína gestahús sem við hvíldum okkur vel í þessa helgi. Þrátt fyrir veðurlag kíktum við auðvitað á bæinn sem er mjög fallegur en þau búa í gamla hluta bæjarins. Þau buðu okkur að eyða jólunum í húsinu þar sem þau verða á Íslandi og getum við vel hugsað okkur það vorum búin að vera að hugsa um að bregða okkur í sumarbústað en þetta er enn betra. Kærar þakkir fyrir okkur!!!! og okkur er farið að hlakka til að fá ykkur í heimsókn síðar. Síðan var það heim á sunnudeginum endurnærð til að mæta í vinnuna daginn eftir þ.e. fyrsta daginn minn þar. Ég er semsagt byrjuð að vinna í "hjælpemiddelgruppen" sem samanstendur af 15 iðjuþjálfum, sjúkraþjálfa og fleira fagfólki. Mjög svo gott að vera að fara að vinna á sama stað og svona margir iðjuþjálfar eru samankomnir. Það sem mín fyrstu verkefni verða a.m.k að taka á móti og vinna úr umsóknum um rafskutlur en þær eru mjög mikið notaðar hér í Danmörku þó ekki sé meira sagt og kommúnan hér borgar 50% af verðinu ef fólk á rétt á slíku tæki (sem við jú metum eftir ströngum lagarammaSmile Þetta eru því heimsóknir til fólks ásamt fleiru skemmtilegu. Gjörólíkt öllu sem ég hef gert fyrr svo nú skal bretta upp ermar Grin Þau hafa samt bara fengið leyfi til að ráða manneskju þ.e mig næstu 6 mánuði en svo bara sjáum við hvað verður, það er víst full þörf á fleirum þarna en það er annað mál. Það er margt nýtt í gangi þarna þar sem hluti af hópnum er í Broager og þar byrja ég og síðan flytja allir yfir í Augustenborg sem verður mjög spennandi og styttra fyrir mig að keyra núna er ég rúmar 15 mín en svo eru þetta bara 4 km til Augustenborgar. Ég ætla að vinna 30 tíma og vera áfram í dönskukennslunni 1 kvöld og svo á föstudögum en þetta er svona flex job eða það sem kallað er sveigjanlegur vinnutími svo það er magnað. Fyrsti dagurinn í vinnunni var auðvitað erfiður, það var tekið vel á móti mér og þarna eru miklir reynsluboltar sé ég 2 eldri konur sem notabene kalla sig rotturnar en þær þekktu iðjuþjálfa á Íslandi sem er barasta dáin þar sem hún var orðin svo gömul hmm, þær höfðu meira að segja heimsótt hana til Íslands. Ég er með frábærar konur sem eru að hjálpa mér að setja mig inní starfið og þetta er einhvernveginn á öðru tempói en ég er vön eða virðist a.m.k vera það. Þarna kemur enginn, allir eru með símatíma á sama tíma og annars er ekki aðgangur að manni já aðeins öðruvísi en það gerðist á fjölskyldudeildinni (en þið megið vita að ég sakna fjölskyldudeildarinnar).  Þennan fyrsta dag fór ég í heimsóknir í hinn hlutann sem er í Augustenborg og lagerinn eða hvað það nú heitir sem þjónustar notendur þjónustunar þetta er staður sem öll hjálpartækinn geymast á, og eru lagærð eftir þörfum. Þetta var ljómandi en pínu erfitt að skilja alla og henda reiður á þetta allt. Dagur 2 var svo miklu betri þá fékk ég mun meiri tilfinningu fyrir starfinu þar sem ég las lög og reglur varðandi þjónustuna. Þriðja daginn fór ég svo með iðjuþjálfa í heimsókn til umsækjanda og þá fékk ég verulega í æð hvernig þetta virkar og þetta lýtur vel út gott umhverfi með góðum ramma. Svo í dag var ég eftir hádegi á námskeiði því það eru fleiri breytingar ó jú ekki það sem ég þurfti á að halda en það á að taka upp annað skráningarsystem, eftir þetta námskeið í dag þá var ég verulega þreytt í höfðinu eins og reyndar síðustu daga en sem betur fer gat ég fylgst með vel en gat svo sum ekki mikið áttað mig á systeminu þar sem það byggir mikið á því sem er núna í notkun. Það hefur samt komið mér á óvart að Danir eru mun tæknivæddari en ég hélt allavegna á þessum vinnustað og fyrir mörgu hugsað. Svo eru það matpakkarnir sem eru ágætir en ég á nú eftir að sakna hennar Hennýar (matráðnum í Glerárgötunni) þegar kemur að þeim Smile En ég verð orðin góð í "pokeface" eftir þetta því þegar ég ekki skil dönskuna í tilfellum sem það er ekki svo mikilvægt þá set ég upp "jú ég skil svipinn" FootinMouth

Annars leggst þetta mjög vel í mig. Núna er ég svo að fara í vikufrí svona nýbyrjuð með dömunni minni henni Blædísi Björt því nú er haustfrí framundan. Alveg æði en ekki eins æðislegt að Amöndu Ösp tókst að viðbeinsbrjóta sig á mánudag í leikskólanum. Þær töldu reyndar á leikskólanum að hún hefði dottið á eyrað. Við fórum með hana á læknavaktina hér og létum kíkja á hana viðbúin að Amanda Ösp yrði ekki ánægð með að hitta doktorinn en viti menn eldri maður tók á móti okkur og meira segja hleypti kona sem beið, okkur framfyrir sig verulega þykk kona bara eins og tvær konur hmm. Amanda tók lækninum strax vel og skoðaði hann hana vel, eyru og augu og ég sagði honum frá olboganum sem fór úr lið fyrir nokkrum mánuðum ef eitthvað skildi ama þar að en ekkert fannst. Á þriðjudag var Kobbi svo heima með litla skinnið því hún var ómöguleg og virtist finna til en hún er svo dugleg og vildi alls ekki segja okkur hvar hún finndi til. Hún lék sér eins og hún gat svo við ákváðum að fara með hana á leikskólann á miðvikud. Stuttu eftir hádegið hringdu þær frá leikskólanum og sögðu Amöndu greinilega finna til svo Kobbi greyið brunaði á hjólinu að sækja hana (þar sem ég var á bílnum í vinnunni) og beint til læknis sem vildi að við færum á sjúkrahúsið svo ég henntist inní Sönderborg til að fara með þau keyrandi þangað ....... Þar hringir maður bjöllu og svo kemur einhver fram eða vonandi hugsuðum við. Jú það kom læknir fram og svo hjúkrunarfræðingur sem var komin til ára sinna og ekki með mikla þolinmæði fyrir börnum eins og Amöndu Ösp sem gargaði þegar hún kom við hana ekki hrifinn af þessu poti og dönskum spurningum en svaraði hátt og skýrt "det må du ikke", hjúkkan hröklaðist frá henni og bað okkur að ræða við hana sem jú jú bar smá árangur en hún var samt ekki hrifin þegar hún ætlaði að reyna aftur.  Næsta skref var svo labb labb í myndatöku en áður en við fórum sagði hjúkkan "þar verður hún að vera still og rolig" ég pirraðist og sagði við höfum gert þetta fyrr bless!!! Á röntgen tók við okkur mun almennilegra fólk fannst mér sem skildi vel að það væri ekki gaman fyrir mig, en ég fór með Amöndu Ösp inn, að hún gréti eins og það væri verið að drepa hana, pirruð eftir daginn og þreytt á verkjunum auk þess að vita ALLTAF hvað hún vill. Þetta gekk þó allt og við vorum send eftir myndatöku aftur til hjúkkunnar á slysó, ég bjóst við biðtíma þar en myndirnar og nyðurstöðurnar komu strax og því miður er hún brotin eða brákuð, beinið er ekki alveg í sundur. Þannig það er ekki verra að ég sé hér heima í næstu viku.

Svona var nú það þar til næst hafið það gott.....

Ragna V nú vinnandi Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ.

Frábært að lesa hvað gengur vel hjá ykkur. En ekki gaman að þið skilduð vera búin að fá að fara fara á sjúkrahúsið svona fljótt! Vonandi grær hún fljótt og vel. 

Bestu kveðjur úr rokinu í HF.

Guðlaug (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 20:13

2 identicon

Knús til hennar, vona að litla naglanum líði betur.

Eva (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband