Gestir, afmæli, kursus, bóndadagur-allt í þessari röð ;)

Ég vil byrja á að óska bændum/körlum til hamingju með daginn Wizard 

Dagarnir að undanförnu hafa ætt áfram og verið hverjum yndislegri, jú það er alveg rétt ég er ekkert að plata. Á föstudaginn síðasta kom stórfjölskyldan, Áslaug, Bjössi og Sindri Már (sonur þeirra), og svo mamma & pabbi. Bara frábært, og okkur hlakkaði svo til að fá þau VÁ. Allir í vinnunni minni vissu að von væri á þeim held ég bara Smile en ég vinn jú með "mömmum" svo þær skyldu vel að það að fá mömmu sína skiftir jú  miklu máli oft fyrri dætur he he og ekki er verra þegar stóra systir fylgir með. Jæja tilefni komu þeirra var afmæli mömmu en hún varð bíb gömul á sunnudaginn þann 17. jan. Við vorum búin að skipuleggja máltíð að hætti Hennings (sem er kærastinn hennar Erlu V) og við byrjuðum á laugardagskvöldi með æðislegum mat hjá Henning heima hjá þeim en nú er Erla Vala nýflutt til hans, hann á hús hér 12km frá Sønderborg. Þett var þrírétta máltíð með dönsku sniði, þetta var eins og að vera á veitingastað ef ekki betra, huggulegra, og persónulegra í alla staði. Við eyddum dásamlegu kvöldi hjá þeim, sumir voru lengur en aðrir Grin Á sunnudeginum sem var jú eiginlegur afmælisdagur mömmu, var ég búin að skipuleggja með smá hjálp nágranna, surprise fyrir mömmu. Við keyrðum í snjónum til Gråsten og fórum í dekur á stað sem heitir Fisenæs Marina. Þar eyddum við deginum í notarlegheitum og mamma var mjög ánægð með daginn. Þetta var svo fínt og eitthvað sem við systur mættum líka gera meira af eitthvað í þessum stíl. Pétur kom auðvitað og eyddi helginni með okkur og hann og Sindri tóku tvöfallt á því . Svo var vikan bara fín og ég var í gestafríi á mánudag vann bara í staðinn síðasta föstudag. Elska að vera í svona FLEX jobbi. Blædís Björt var líka í fríi þann dag enda fannst henni svaka ósanngjarnt að við hetækjum ömmu hennar á afmælisdeginum svo hún var með forgang að henni á mánudeginum í staðinn hmmm. Svo er vikan búin að vera fín erum búin að kíkja í búðir og eitt og annað. Á fimmtudagsmorgunn eða nótt keyrði ég svo liðinu í lestina og hélt auðvitað mömmu eftir Wink Svo hef ég verið að mjög skemmtilegu námskeiði sem verður í 4 daga og byrjaði á fimmtudag. Átti að vera eitthvað með ældrepolitik að gera og mér fannst titillinn ekki svo spennandi en þetta er svo skemmtilegt og bara einhvernveginn allt öðruvísi en ég bjóst við að það yrði. Svo er helgin framundan með rólegheitum og kósý fínt inná milli að hafa slíkar helgar Halo Svo er þorrablót framundan í febrúar með góðum ísl hér í DK, mágkona og litla sæta frænka koma í heimsókn og svo ísl í mars í afmæli pabba og ná í allt dótið okkar.

ÍSLAND-DANMÖRK Grin

jæja held þetta sé ég í dag.......

Stórt knús á ykkur öll hver sem þið eruð og hvar sem þið eruð.

Ragna V

aaaa muna að skrifa athugasemd þegar þú hefur lesið þetta a.m.k kveðju..... TAKK

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að lesa að allt gangi vel hjá ykkur, bið að heilsa öllum

Jenna (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 16:54

2 Smámynd: Sifjan

ohhhh það lítur út fyrir að þið njótið ykkur til hins ýtrasta :=)  miss you ... :=(

Sifjan, 23.1.2010 kl. 17:04

3 identicon

Hlökkum líka til að hitta ykkur!!! ;)

Mágkonan og litla frænkan

Þórunn og Dagbjört Fjóla (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 11:16

4 identicon

Innilega til hamingju með daginn. Vona að þú eigir góðan dag með þinni fjölskyldu.

kveðja! að norðan

Þorgerður (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband