10.9.2009 | 08:35
Alltaf allt að gerast en ekki hvað
Já já nú er það þolinmæðin þrautir vinnur allar. Já býð eftir að fá vinnu og hús Það er bara allt eða ekkert-sannur Íslendingur hér á ferð. En ég var að tala við geðsjúkrahús fyrir börn ekki mig og þar gæti reynst góð von með vinnu í náinni framtíð vona ég en á meðan nýti ég samt tímann í ýmislegt læra dönsku, knúsa Kobba minn og dæturnar og hygge mig Núna í þessum skrifuðu orðum er ég að skella mér til Flensborgar að versla inn með góðri vinkonu. Svo erum við búin loksins að plana Birkeröd ferð um þar næstu helgi til góðra vina sem við kynntumst í Norrænu á leið hingað, ekki svo amarlegt ferðalag það þó ég hafi verið logandi hrædd á leiðinni ef satt skal segja sérstaklega á nóttunni brrrrrr.
Annars vantar mér fólk í heimsókn núna einhverja góða vinkonu eða frænku frá Íslandi............
Ég verð að segja ykkur frá umferðarkrökkunum hérna, fynnst þau æði þau semsagt eru svona í staðinn fyrir gangaverðina sem eru á Íslandi þau leifa okkur að hjóla yfir stoppa umferðina því gangadi og hjólandi ganga fyrir. Þau eru í rosa búningum og með eitthver svona stoppmerki alveg mögnuð.
nú verð ég að þjóta sólarkveðjur frá Sönderborg .....
Ragna V
Athugasemdir
Ég væri svo til í að koma í heimsók til ykkar. Helst bara flytja eitthvað út þetta er hljómar svo vel hjá þér.
Vildi að ég væri nálægt ykkur.
Knús og kossar
Eva (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:41
ooohhhhhhhh hvað ég væri til í að koma til ykkar í heimsókn :o)
Það gerist einn góðan veðurdag.
*kossarogknúsáykkur*
Guðlaug (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.