17.9.2009 | 14:57
Atvinnuviðtalinu lokið og spennan eykst ;)
Heil og sæl afmælisbörn til lukku með daginn og muna nú að njóta hans það eru semsagt systkinasynir mínir þeir Arnór Ari og Páll Erlingur sem eru orðnir árinu eldri en ekki ég eldist bara ekkert
Eitt ef ekki fleira vil ég nefna en það er greinilega málið að nota bara athugasemdadálkinn þar sem þessi gestabók er eitthvað pirrandi of langt ferli o.sv.frv. Notið bara athugasemdirnar til að forðast vesen en það er alltaf svo gaman að heyra frá ykkur það getið þið verið viss um!
En mál dagsins er númer eitt atvinnuviðtalið. Dagurinn byrjaði með því að rísa úr rekkju og hjúkra veika barninu mínu sem var ekki eins veik og í gær sem betur fer en vildi meira fá þjónustu en hjúkrun. Hún er semsagt 7-9-13 að verða eldhress eftir veikindardag nr 2. Ég var sem betur fer nýbúin að endurheimta rauða drekann úr smá klössun sem var ekki alveg nógu góð hjá júgganum fannst mér en sjáum til gef þessu séns! Ég renndi á drekanum tímanlega til Augustenborgar í viðtalið en þar er þessi vinnustaður en það eru rétt um 5 km héðan í þennan fallega bæ. Ég var smá bara smá stund að finna staðinn en ekkert til að tala um. Þrjár konur biðu mín tvær á aldri við mig og svo ein eldri kona sem hafði talað við mig í síma líka. Vinnan er iðjuþjálfastarf sem snýst um að heimsækja fólk og meta hvort það á rétt á að fá rafskutlur og allt sem því viðkemur. Mjög spennandi, margir iðjuþjálfar og fleira fagfólk sem vinnur þarna og viðkunnarlegar konur sem ég hitti. Þær voru mjög skilningsríkar og einhvernveginn var mín tilfinning að með þessum konum gæti ég unnið þó ólíkar væru. Ég fæ síðan svar á mánudaginn hefði fengið það á morgunn en sú sem ræður er bara ekki í húsinu þann dag svo þetta verður að taka helgina það er því eins gott að hafa nóg að gera bara til að deyja ekki úr spenningi. Ef ég fæ þessa vinnu þá verð ég byrjuð að vinna áður en ég veit af HALELÚJA
En ég fór glæný í þetta samtal þar sem ég lét klippa mig stutt daginn áður en það gerði ein dönsk Sönderborgarpige. Ég er bara ánægð með afraksturinn hjá henni.
Svo látum við okkur enn dreyma um húsið góða en sjáum til sjáum til reynum að vera á jörðinni þó erfitt sé
Af Kobba er eitt og annað að frétta það helsta er að kennararnir í skólanum vilja ólmir aðstoða hann þessa dagana kannski finnst þeim eitthvað margir hættir í náminu og hræddir við að missa fleiri eða finnst Kobbi helst til hlédrægur veit ekki veit ekki. Það var verið að bjóða honum dönskukennslu sem ég var reyndar búin að segja honum allar leiðir að humm og svo að hafa íslenskan kontakt sem er kennari þarna. Svo Det kommer!!!
Við vorum búin að plana ferð til Birkeröd um helgina en frestuðum henni þar sem hús vinafólks okkar er bara allt í skralli þessa dagana og ekkert klósett svo það verður bara enn betra að fara í byrjun okt. og þá slæ ég tvær flugur í einu höggi þar sem ég hitti góða vinkonu á leiðinni þangað í Odense bara gaman
Annars gerast hlutirnir þessa dagana mest hjá mér í Lær dansk en hópurinn nær svo vel saman að það er frábært, grill í næstu viku o.fl.
Af rúgbrauðinu sem ég auglýsti eftir (á fésinu) þar sem ég er búin með íslensku byrgðirnar þá er ég búin að fá nokkrar uppskriftir svo þetta er bara allt í vinnslu eins og maður segir, betur af því síðar.
Þetta var það helsta þennan daginn, hafið það gott
fjölskyldan Sönderborg
Athugasemdir
Ég er nú alveg viss um að þú færð þessa vinnu. En mig langar nú líka til að hann Kobbi taki af þér mynd svona stutthærðri!
En ég á uppskrift af mjög einföldu og mjög góðu rúgbrauði ef þú vilt.
*kossarogknús*
Guðlaug (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 15:09
takk þigg uppskriftina með þökkum
Ragna Valdís Elísdóttir, 17.9.2009 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.