19.10.2009 | 16:51
Haustfríið búið og vinnan tekin við
Góðan og blessaðan daginn ég hef verið hálf blogg löt uppá síðkastið. Lífið hér gengur sinn vanagang ef hægt er að segja það þar sem við erum ekki vön að fá svona vikufrí á haustinn. Ég var í fríi með stelpunum en Kobbi var að mestu í skólanum (en hann fær vikuvetrarfrí í feb). Haustfríið er ansi heilagt hér a.m.k hjá foreldrum sýnist mér. Við vorum nýbúin að fara til Birkerød svo við vorum bara heima. Ég fór með Blædísi Björt í klippingu, á sömu dönsku stofuna og ég og Amanda erum búnar að fara á. Kobbi er alltaf heimaklipptur sem hlýtur að hafa sama standard og annað hjemmlaved hér í Danmörku. Á meðan Blædís Björt var klippt var bros og skeifa á víxl hjá mér því nú er síddinn í axlarhæð og ég sá liðina hverfa og spurði í öngum mínum "koma þeir aftur?" hárgreiðlsukonan sannfærði mig um að þeir kæmu aftur En þetta var það sem Blædís Björt vildi og styttra meira að segja svo við fórum milliveginn. Hún var alsæl og kom út með fléttu. Amanda Ösp hefur verið smá saman að hressast, hún var á leikskólanum smá á hverjum degi, leið á að vera heima sem hún hafði auðvitað verið meira og minna vikuna á undan. Það gerði henni gott að fara á leikskólann enda er ég búin að vera hálflasin í haustfríinu massa mikið kvef og tilheyrandi svo hún var glöð að komast út enda ekkert að fara varlega hér heima frekar en á leikskólanum en þetta er á réttri leið. Á föstudagskvöldið kom svo Pétur og var gaman að fá hann þó nokkuð síðan hann kom síðast. Blædís Björt var boðin í stelpubekkjarafmæli á laugardaginn kl 10 um morguninn, þið sem þekkið stúlkuna vitið hvort sá tími passar henni. Til allar lukku var hún samt vöknuð og með bæði augun opin svo þetta gekk betur en á horfðist. Afmælið var hjá stelpu sem býr á Midtkobbel (sömu götu og draumahúsið). Það er semsagt allt sem mælir með þessari götu, fullt af bekkjarsystrum BBJ og fleiri kostir. Ég fór framhjá húsinu og setti í póstkassan þeirra bréf sem innihélt boð um að leigja húsið og kaupa það svo í framhaldinu. Í dag hringdu þau svo í okkur(sem ég átti alls ekkert endilega von á) og sögðust ekki geta leigt húsið og ég hafði greinilega misskilið að þau væru byrjuð að byggja annað hús en þau eru bara með það á planinu að byggja fyrir utan bæinn eða hér í nágrenni við Sønderborg og hafa því nægan tíma til að selja. Þau voru mjög ánægð með að okkur litist á húsið og vona bara að þetta gangi hjá okkur sem við vonum líka en það kemur bara í ljós eftir nokkra mánuði þolinmæði, þolinmæði Takk fyrir hugmyndina að bréfinu Vera!!! Aftur að laugardeginum og afmælinu, Blædísi Björt var mjög ánægð í afmælinu og buðu þau henni að koma endilega að leika einhvern daginn. Ég sótti Blædísi tímanlega í næsta partý en það var Helloween skemmtun á loftinu hjá Íslendingafélaginu. Þar skemmti hún sér vel en var mestan tímann úti enda loftið staðsett í leikskóla, ekki hægt að hafa Íslendinga í óverndaðra umhverfi he he Amanda Ösp fór með pabba sínum og Pétri í heimsókn á meðan en ég var nokkuð viss um að hún hefði orðið hrædd við þessa hrekkjavökubúninga sem þarna voru á ferðinni, allavegna suma hverja. Við Pétur klæddum okkur svo upp um kvöldið og aftur á loftið á Helloween skemmtun fullorðinna vúha, Erla Vala og co komu líka með en búningalaus sem var ekki góð frammistaða fannst okkur Pétri humm. Svo var það vinnan í morgunnsárið og það var bara ljómandi fínt, ég hlakka til að takast á við þetta verkefni sem verður heilmikil áskorun bæði alveg nýtt þannig lagað séð fyrir mér sem og að vera á dönskum vinnustað.
Að sinni man ég ekki eftir fleiru hafið það gott kæru vinir
Ragna V
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.