18.12.2009 | 20:04
Jóla jóla jólasnjór;)
Já það eru jólin framundan og bara svo huggulegt að vera hér í Danmörku að undirbúa þau segi ekki að mamma mín mætti ekki vera hér mest af öllum ........ En ég er bara glöð, erum búin að gera laufabrauðið frá grunni að þessu sinni með þremur ísl. frábærum fjölskyldum og það var yndisleg stemmning við það. Desembermánuður hefur semsagt verið stútfullur af gleði og uppákomum. Fór í frábæra jólafrukosti hreint æði bæði með vinnunni og skólanum mínum. Mikil gleði og glaumur. Svo var það Hamborg um síðustu helgi sem var ljúft, tók reyndar um 4 tíma að finna jólakjól á eldri prinsessuna en hvað er það á milli vina! Hún er á milli stærða svo það er vandinn auk þess að vita hvað hún vil eða hvað hún vil ekki Hamborg iðaði af jólalífi, Kobbi var vísu heldur slappur svo ég og Blædís Björt fórum á laugardagskvöldið með Pétir á röltið í Altona og fengum okkur smá glögg og svona og svo á þennan fína ítalska veitingastað. Svo fórum við og keyptum kúluís á sunnudeginum sem mágkonan vandi okkur á í sumar ummmmm Svo hefur það verið félagsbakstur með góðri vinkonu og þar hefur bara rólegheitin verið við völd ekkert STRESS jólin koma Svo er ferðinni heitið til Birkerød á þriðjudaginn það verður nice. Svo er það snjórinn maður ekki má gleyma honum. Það var eins og gull hefði komið frá himnum. Danirnir halda vart vatni yfir snjónum, allt fer einhvernvegin úr skorðum. Nágranni minn spurði mig undrandi hvort ég ætlaði á BÍLNUM e já svaraði ég enda sá engan "snjó eða ófærð". Á fimmtudaginn var ég líka snemma komin heim úr vinnu þar sem öllum heimsóknum í vinnunni minni var nánast aflýst útaf snjó, ég hafði reyndar ekki heimsóknir þennan dag en ákað að drífa mig heim þegar vinnufélagarnir spurðu Ragna ætlarðu ekki bara að fara að fara heim, þá ekki komið hádegi og ég var orðin nánast ein eftir, "he jú jú" svarði ég og flexaði mig út eins og það er kallað þar sem ég er í flex jobbi eða með sveigjanlegan vinnutíma. Mér líka samt hvað Danir kunna að láta sér líða vel í desember ekkert stress allavega ekki á þeim stöðum sem ég hef verið. Jólaglögg í vinnuni og ýmislegt öðruvísi..... Og svo eru það eplaskífurnar (án epla svo erum við búin að föndra eitt og annað.
En njótið aðventunnar og verið góð hvort við annað
bestu kvejur Ragna V
Athugasemdir
Enn hvað þetta hljómar yndislega hjá ykkur!:) Frábært að þið njótið ykkar svona vel:) Gleðileg jól bara kæra vinkona! (á sko ekki eftir að ná að senda þér jólakort fyrir jól... ) ;)
Karen (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.