31.1.2010 | 14:25
Orðin árinu eldri og reynslunni ríkari og mamma enn hjá okkur.
Góðan bjartan og fagran dag. Hér er snjór yfir öllu og fallega bjart veður sem bæði bætir og kætir. Svona mikill snjór hefur ekki verið hér í 14 ár segja Danir mér og spyrjum við okkur hvort þetta sé í tilefni okkar hér Námskeiðið sem ég var á þegar ég skrifaði hér síðast var mjög skemmtilegt endaði með afmælissöng að dönskum hætti. Í tilefni dagsins var ég með matarboð og vinkonuheimsókn og las góða bók(sem ég hafði lengi beðið eftir) nice fyrir mig. Síðan er ættarmótsundirbúningur komin á fulla ferð og lofar bara góðu hjá Brekkuættinni. Síðan er dótið okkar væntanelgt hér í apríl með tengdapabba sem gerir okkur stóran greiða að koma með það með norrænu, það verður ljúft að fá það þó við höfum ekki saknað þess svo mikið en þetta er meira svona lúxus að fá það hingað. Síðan erum við auðvitað á leið til Íslands í tvær vikur um páskana, til að koma dótinu í bílinn og halda uppá 80 ára afmælið hans pabba. Vá hvað það verður gaman.
Varðandi vinnuna hjá mér þá er spennandi framundan. Einhverjir vita og skilja hvað ég á við en ég þarf að sækja um stöðu sem hefur með bíla fyrir fatlaða að gera en ráðningartíminn minn núna er til 14 maí. Það verður meiri challens að fara í það jobb heldur en það sem ég hef verið í einhvernveginn og hefði ég heldur viljað vera áfram með hjálpartækin en samt mjög spennt fyrir bílunum líka. Vona bara þetta komi í ljós sem fyrst.
Þórunn og Pétur með Dagbjörtu Fjólu hafa eytt helginni með okkur en við sóttum Þórunni á flugvöllinn á föstudagskvöld. Yndislegt að hafa þau og get ég ekki hugsað þá hugsun til enda að Pétur hætti að vinna í Hamborg. Við heimsóttum Erlu Völu og Henning í gær en þau voru með krakkana hans og það var gaman að sjá þau í fyrsta skifti. Amöndu leist vel á þau en ekki hundinn sem þau eru komin með hann Alfredo. Svo er bara vinnuvika framundan sem er bara fínt líka. Á fimmtudaginn síðasta rétt eftir að Ísland vann Noreg fórum við í Nyársfrukost hjá Blædísi Björt í skólanum. Allir komu með eitthvað og var þetta mjög góð stund.
Núna erum við að gæla við að fá hús leigt hér en það er vonandi alveg að gerast, vona ég geti skrifað næst hér að það sé orðið að veruleika. Ekki það að við nennum neitt að flytja en okkur bara langar í garð og HÚS he he sannir ísl.
Eigið góða viku framundan. Bestu kveðjur frá snjólandi Ragna Valdís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2010 | 14:31
Gestir, afmæli, kursus, bóndadagur-allt í þessari röð ;)
Ég vil byrja á að óska bændum/körlum til hamingju með daginn
Dagarnir að undanförnu hafa ætt áfram og verið hverjum yndislegri, jú það er alveg rétt ég er ekkert að plata. Á föstudaginn síðasta kom stórfjölskyldan, Áslaug, Bjössi og Sindri Már (sonur þeirra), og svo mamma & pabbi. Bara frábært, og okkur hlakkaði svo til að fá þau VÁ. Allir í vinnunni minni vissu að von væri á þeim held ég bara en ég vinn jú með "mömmum" svo þær skyldu vel að það að fá mömmu sína skiftir jú miklu máli oft fyrri dætur he he og ekki er verra þegar stóra systir fylgir með. Jæja tilefni komu þeirra var afmæli mömmu en hún varð bíb gömul á sunnudaginn þann 17. jan. Við vorum búin að skipuleggja máltíð að hætti Hennings (sem er kærastinn hennar Erlu V) og við byrjuðum á laugardagskvöldi með æðislegum mat hjá Henning heima hjá þeim en nú er Erla Vala nýflutt til hans, hann á hús hér 12km frá Sønderborg. Þett var þrírétta máltíð með dönsku sniði, þetta var eins og að vera á veitingastað ef ekki betra, huggulegra, og persónulegra í alla staði. Við eyddum dásamlegu kvöldi hjá þeim, sumir voru lengur en aðrir Á sunnudeginum sem var jú eiginlegur afmælisdagur mömmu, var ég búin að skipuleggja með smá hjálp nágranna, surprise fyrir mömmu. Við keyrðum í snjónum til Gråsten og fórum í dekur á stað sem heitir Fisenæs Marina. Þar eyddum við deginum í notarlegheitum og mamma var mjög ánægð með daginn. Þetta var svo fínt og eitthvað sem við systur mættum líka gera meira af eitthvað í þessum stíl. Pétur kom auðvitað og eyddi helginni með okkur og hann og Sindri tóku tvöfallt á því . Svo var vikan bara fín og ég var í gestafríi á mánudag vann bara í staðinn síðasta föstudag. Elska að vera í svona FLEX jobbi. Blædís Björt var líka í fríi þann dag enda fannst henni svaka ósanngjarnt að við hetækjum ömmu hennar á afmælisdeginum svo hún var með forgang að henni á mánudeginum í staðinn hmmm. Svo er vikan búin að vera fín erum búin að kíkja í búðir og eitt og annað. Á fimmtudagsmorgunn eða nótt keyrði ég svo liðinu í lestina og hélt auðvitað mömmu eftir Svo hef ég verið að mjög skemmtilegu námskeiði sem verður í 4 daga og byrjaði á fimmtudag. Átti að vera eitthvað með ældrepolitik að gera og mér fannst titillinn ekki svo spennandi en þetta er svo skemmtilegt og bara einhvernveginn allt öðruvísi en ég bjóst við að það yrði. Svo er helgin framundan með rólegheitum og kósý fínt inná milli að hafa slíkar helgar Svo er þorrablót framundan í febrúar með góðum ísl hér í DK, mágkona og litla sæta frænka koma í heimsókn og svo ísl í mars í afmæli pabba og ná í allt dótið okkar.
ÍSLAND-DANMÖRK
jæja held þetta sé ég í dag.......
Stórt knús á ykkur öll hver sem þið eruð og hvar sem þið eruð.
Ragna V
aaaa muna að skrifa athugasemd þegar þú hefur lesið þetta a.m.k kveðju..... TAKK
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2010 | 15:57
Jólamyndirnar komnar inn, munið svo að kommenta
gjöriði svo vel myndir í boði bæði albúm sem er merkt jól 2009 og des 2009 (þegar við fórum til Hamborgar
góða helgi kæru vinir ...................farið vel með ykkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2010 | 15:14
Ég vil óska ykkur kæru lesendur gleðilegs árs og takk fyrir allt sem liðið er bæði súrt og sætt.
Svo vil ég minna ykkur á máltækið að betra er að gefa en þyggja og held ég það komi sér vel í ár að hafa það af leiðarljósi og gjafir geta verið margvíslegar.Ég var búin að gefa mér tíma á annan í jólum að skrifa heillanga bloggfærslu kerfið vildi ekki taka við henni þá svo ég vona að ég geti endurheimt hana þar sem ég vistaði hana í fartölvunni sem er reyndar hrunin hmmm en sjáum til. Við erum nýkomin heim frá góðum vinum í Horsens en þar höfum við bara verið síðan á mánudag ótrúlgea notarlegt fyrir utan að Amanda Ösp hefur verið lasin en er öll að braggast á nýju ári. Við eyddum annars jólunum í Birkerød í húsi vina það var ekki síður notarlegt en meira af því síðar. Haldið áfram að elska friðinn
ykkar Sønderborgarvinir Ragna V og co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2009 | 20:04
Jóla jóla jólasnjór;)
Já það eru jólin framundan og bara svo huggulegt að vera hér í Danmörku að undirbúa þau segi ekki að mamma mín mætti ekki vera hér mest af öllum ........ En ég er bara glöð, erum búin að gera laufabrauðið frá grunni að þessu sinni með þremur ísl. frábærum fjölskyldum og það var yndisleg stemmning við það. Desembermánuður hefur semsagt verið stútfullur af gleði og uppákomum. Fór í frábæra jólafrukosti hreint æði bæði með vinnunni og skólanum mínum. Mikil gleði og glaumur. Svo var það Hamborg um síðustu helgi sem var ljúft, tók reyndar um 4 tíma að finna jólakjól á eldri prinsessuna en hvað er það á milli vina! Hún er á milli stærða svo það er vandinn auk þess að vita hvað hún vil eða hvað hún vil ekki Hamborg iðaði af jólalífi, Kobbi var vísu heldur slappur svo ég og Blædís Björt fórum á laugardagskvöldið með Pétir á röltið í Altona og fengum okkur smá glögg og svona og svo á þennan fína ítalska veitingastað. Svo fórum við og keyptum kúluís á sunnudeginum sem mágkonan vandi okkur á í sumar ummmmm Svo hefur það verið félagsbakstur með góðri vinkonu og þar hefur bara rólegheitin verið við völd ekkert STRESS jólin koma Svo er ferðinni heitið til Birkerød á þriðjudaginn það verður nice. Svo er það snjórinn maður ekki má gleyma honum. Það var eins og gull hefði komið frá himnum. Danirnir halda vart vatni yfir snjónum, allt fer einhvernvegin úr skorðum. Nágranni minn spurði mig undrandi hvort ég ætlaði á BÍLNUM e já svaraði ég enda sá engan "snjó eða ófærð". Á fimmtudaginn var ég líka snemma komin heim úr vinnu þar sem öllum heimsóknum í vinnunni minni var nánast aflýst útaf snjó, ég hafði reyndar ekki heimsóknir þennan dag en ákað að drífa mig heim þegar vinnufélagarnir spurðu Ragna ætlarðu ekki bara að fara að fara heim, þá ekki komið hádegi og ég var orðin nánast ein eftir, "he jú jú" svarði ég og flexaði mig út eins og það er kallað þar sem ég er í flex jobbi eða með sveigjanlegan vinnutíma. Mér líka samt hvað Danir kunna að láta sér líða vel í desember ekkert stress allavega ekki á þeim stöðum sem ég hef verið. Jólaglögg í vinnuni og ýmislegt öðruvísi..... Og svo eru það eplaskífurnar (án epla svo erum við búin að föndra eitt og annað.
En njótið aðventunnar og verið góð hvort við annað
bestu kvejur Ragna V
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
já það er óvanalegt að fyrrum eigendur kaupi enda erum við komin með forkaupsrétt ef þau einhverntímann selja aftur he he lofa að blogga svo að hafa þetta lengra sem fyrst lifið heil
knús frá Hamborg í þessum skrifuðu orðum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2009 | 11:04
nýtt í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2009 | 09:12
Enn reynir á þolinmæðina ;)
Já það er núna bara svona allt í einu sem allt er að gerast án þess að við höfum annað en hugsað um það er þetta eitthvað í ætt við "secret leyndarmálið" eða hvað.
Byrum á þessu almenna; vikan gekk vel og leið hratt og örugglega endaði vinnuvikuna á fimmtudagin með julehygge eða jólaglöggi (sem ég annars drekk ekki), hjá einum vinnufélaganum. Hún býr á sloti hér úti í sveit og byrjuðum við á því að ná okkur í smá jólapunt eða greni eins og það hetir í minni sveit. Þetta var ljómandi huggulegt og var ég svo bara komin heim um kvöldmat, nice það. Á föstudeginum var það svo Dönskukennslan og það er skemmtilegt að hitta bekkjarfélagana aðeins. Danski kennarinn minnti á að kveikt yrði á jólatréunu og allt sem því tilheyrir seinna um daginn svo samviskan kom upp í mér að drífa mig með dömurnar í bæinn, án þess að ég sérstaklega nennti svona á föstudegi. Blædísi Björt þurfti ég að byrja á að selja hugmyndina meira segja og tókst það svo við drifum okkur með einn jörgensbúa með og kíktum á herlegheitin. Bara nokkuð nice fyrir utan rigninguna sem kom rétt áður en kveikt var á trénu. Við gerðum nú gott úr því og hlupum bara inná kaffihúsið okkar góða sem alltaf er þarna á sínum stað heitt kakó gerði gæfumuninn. Svo þurftum við að drífa okkur heim til að taka á móti manni sem var að koma með eitt stykki hjól sem við vorum að kaupa handa Amöndu Ösp. Átti reyndar að vera jólagjöf en hver getur beðið með slíkan grip til jóla án notkunar. Daman var heldur betur ánægð og fannst þetta mun meiri jólamaður en hún hafði hitt niðri í bæ. Þessi kom allavegna færarndi hendi, hinn var reyndar með nammipoka handa börnunum. Byrjunin var að prófa innanhúss jú jú. Svo fór Blædís Björt að leika við eina danska vinkonu á Midtkobbel (vonandi verðandi nágrannar okkar svo við tókum hjólaprófun í leiðinni. Amanda Ösp hjólaði eins og hún hefði aldrei gert annað svo það var mjög skemmtilegt. Annars hefur þetta verið "róleg" helgi þannig lagað. Blædís Björt og vinkonan komu svo hingað að leika og mamma vinkonunnar talaði um að það væri gjörbylting á dönskunni hennar Blædísar Bjartar bara "hold da op" og dóttirin hafði líka verið búin að nefna það við mömmu sína. Á laugardeginum fengum við svo óvænta símhringingu. Fasteignasalinn sem heitir Siggi var í símanum, ég hélt fyrst það væri Siggi bróðir þegar Kobbi kallaði á mig en það reyndist annar Siggi. Það er semsagt komið tilboð í húsið okkar sem er bara dýrlegt en það er jú bara nýkomið á sölu þ.e. á föstudag á netið. Svo erum við að tala um draumakaupendur sem við þekkjum ágætlega af fyrri viðskiptum (vil ekki nefna nein nöfn af tillitsemi við þau). Nú er bara að bretta upp ermar og klára þetta og ganga frá og KAUPA MIDTKOBBEL draumahúsið okkar hér þarf að sannfæra bankann um að það sé málið en fyrst er að klára söluna, "still og rolig", já já. Þetta er bara eins og í lygasögu, einhvernvegin of gott til að vera satt ég meina það!!!!!
Sunnudagurinn er síðan aðventukaffi á loftinu (sal ísl. félagsins), ljómandi alveg svona á sunnudegi. Í gær bakaði ég danskan jólakrans (en allir eiga að koma með eitthvað í kaffið). Mjög ánægð með kransinn. Fléttaður brauðkrans með svona spes brauði með kardó í og svo set ég kerti enda fyrsti sunnudagur í aðventu. Við höfum líka verið að skreyta pínu um helgina.......
Þetta var það svo er það bara vikan sem verður annasöm og spennandi, svo spennandi að ég get varla beðið. Verð fegin þegar þetta er afstaðið.
en munið að kvitta eða koma með athugasemdir það er alltaf skemmtilegra fyrir mig annars veit ég ekki af ykkur þarna að lesa bloggið mitt sem er UM OKKUR og er persónulegt
Stórt knús á ykkur öll elskiði friðinn
Ragna Valdís ávallt þolinmóð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.11.2009 | 19:57
Aðventan kemur sterk inn ....og ekkert jólastress framundan
Já það er bara eins og aðventan sé byrjuð. Um helgina fór ég og Amanda Ösp í heimsókn til Erlu V og Hennings (út í sveit þar sem hann á heima) hér rétt hjá og fórum á smá svona julehygge hjá myllu þar rétthjá. Amanda Ösp fékk þetta fína hjól í láni hjá Henning og hjólaði eins og aldrei fyrr að myllunni sem var smá spotta frá heimilinu hans Hennings. Foreldrar hans komu með okkur og var þetta hin notarlegasta stund. Byrjuðum á að labba niður að sjó og svo að myllunni. Þar var verið að selja jólahandverk og svo hitti Amanda jólasveinin sem var öllu stilltari en þeir sem ég þekki á Íslandi þannig hún bara gat alls ekki orðið neitt smeik, jólasveinninn gaf henni þenna líka fína nammipoka Svo var verið að selja ýmislegt ætilegt þarna eins og möndlurnar mínar góðu svona brenndar ummmm og keypti ég einn poka og borðaði med det samme svo var verið að selja kleinur sem danir borða bara í kringum jólin og keypti ég auðvitað einn poka fyrir Kobba minn sem elskar allavegna ísl. kleinur. Svo keypti ég rúgbrauð eða gróft brauð eins og ég kalla danska rúgbrauðið mjög gott. Svo var haldið í kakó, eplaskívur og glögg sem var verið að selja þarna.... nammi namm. Eplaskívur er málið hér á aðventunni og glögg sem ég hef ekki smakkað á ennþá en drekk bara kakóið í staðinn. Amanda Ösp græddi líka einn jólaálf en mamma Hennings keypti handa henni ekki slæm "amma" þar á ferð. Síðan héldum við til baka heim til Hennings og fengum áfram kaffi og kanilsnúða.
Svo var það bara bakstur á sunnudeginum held ég hafi bara aldrei verið svona snemma í því. Sakna nú samt að baka ekki með Stebbu systir eins og ég er vön en ég fæ staðgengil í Sörurnar og laufabrauðið svo það er æði. Amanda Ösp sérstaklega borðuðu slatta af kókos og haframjölskökunum góðu og var ég orðin efins að vera að baka svona snemma þetta klárast bara allt fyrir jól en hvað gerir það svosum til. Nú hef ég samt falið kökurnar og hef því smá stórn á þessu Blædís Björt lék bæði við danskar og íslenskar stelpur um helgina og gekk það ljómandi. Það tekur á að koma henni af stað að leika við þessar dönsku en svo vil hún ekki með heim þegar þar að kemur. Svo er það bara vinna og aftur vinna sem gengur ljómandi. Ég hitti í kaffistofunni eða kantinunni eins og það er kallað hér tvær konur sem höfðu komið til Íslands og keyrt hringinn. Önnur þeirra var þar í sumar og var heilluð. Gaman að hitta fólk sem finnst þetta um landið manns.
Vona þið hafið það gott. Farið ekki hamförum í jólunum ekkert stress og bless
Ragna Valdís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)